Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Botnsdalur er minn uppáhalds- staður á Íslandi, næst á eftir Ölstof- unni. Það helgast sennilega af því að þangað kom ég þrisvar sinnum í leit að fossinum Glym án þess að sú leit bæri árangur,“ segir Skúli Hakim Mechiat, lögfræðinemi við Háskólann í Reykjavík. Skúli segir fyrstu atrennuna í leitinni að Glym hafa átt sér stað þegar hann og nokkrir vinir voru á leið á Vestfirði og datt í hug að bregða út af sporinu til að sjá hæsta foss landsins. „Þar hittum við mann sem var kunnugur svæðinu og tjáði okkur að Glymur væri í um tveggja tíma fjarlægð. Sá benti okkur jafn- framt á leyndan stað í tíu mínútna fjarlægð, hvelfingu þar sem fossað- ist lítil lækjarspræna. Við létum það duga og uppgötvuðum þar gersemi sem á sér enga líka.“ Skúli var þó ekki fullkomlega sáttur við þessi málalok og lagði síðar einn upp í ferð til að finna fossinn. „Sagt er að fyrir einn átta- vita þurfi maður sextán hálfvita. Þarna var ég einn og áttavilltur eftir því. Þetta var mjög árla morg- uns og enginn annar á ferli, sem hægt var að spyrja til vegar. Eftir þriggja klukkustunda ráf um svæð- ið ákvað ég að þetta væri orðið gott og sneri til baka,“ segir Skúli. Hann gengst fúslega við því að vera þrjóskupúki og segir fátt taka eins á taugarnar og að takast ekki ætlunarverk sitt. „Það var því létt- ir þegar Snorri vinur minn tilkynnti mér að hann þekkti svæðið eins og handarbakið á sér, enda hefði hann eytt löngum stundum þar sem strákur. Því var hann dreginn með í þriðju atrennuna,“ segir Skúli. Þekking vinarins var þó ekki eins yfirgripsmikil og vonir stóðu til. Eftir tveggja tíma torfærur héldu félagarnir að þeir hefðu unnið sigur þegar þeir fundu gilið og röltu þar ofan í. „Þá þóttist förunautur minn viss um að rétt leið væri meðfram ánni, ofan í gilinu. Við röltum því áleiðis inn með ánni, dágóða stund, þar til komið var að stað þar sem klettaveggirnir skárust inn í ána og við áttuðum okkur á því að við kæm- umst ekki lengra. Þar sem gáfna- far okkar er að mörgu leyti svipað ákváðum við að klifra upp klettana, en við höfðum séð leið upp við eina skriðuna. Það var mikil þolraun og þegar upp var komið var vindur úr köppunum. Eftir að hafa legið í grasinu nokkra stund var ákveðið að halda heim á leið.“ Það var svo í fjórðu tilraun að leitin bar árangur, en þá var vinur- inn Snorri enn með í för. „Við feng- um leiðbeiningar um hvernig ætti að finna fossinn en gátum náttúr- lega ekki farið eftir þeim í einu og öllu, enda ævintýramenn. Eftir þriggja klukkustunda göngu fund- um við fossinn, sátum þar í tíu mín- útur og drifum okkur svo á barinn,“ segir Skúli. Síðan hefur hann heimsótt Botns- dal reglulega. „Ég hugsa að fáir, ef frá eru taldir landeigendur, þekki svæðið jafn vel og ég. Mér var einu sinni sagt að til að þekkja París þyrfti maður að hafa villst í París,“ segir Skúli. kjartan@frettabladid.is Fann Glym í fjórðu tilraun Það tók lögfræðinemann Skúla Hakim Mechiat lengri tíma að finna hæsta foss landsins en hann óraði fyrir, enda ævintýramaður sem lætur illa að fara eftir leiðbeiningum að eigin sögn. Það tókst þó að lokum. HJÓNANÁMSKEIÐIN á vegum Hafnarfjarðarkirkju hafa notið mik- illa vinsælda. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á auka hjónanámskeið vegna mikillar aðsóknar. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má fá á www.hafnarfjardarkirkja.is „Mér var einu sinni sagt að til að þekkja París þyrfti maður að hafa villst í París,“ segir Skúli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.