Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 20
ÚTIVIST stendur fyrir gönguferð frá Kúagerði og í Voga á sunnudag. Brottför frá BSÍ klukkan 9.30. www.utivist.is „Við erum alltaf að bíða eftir snjón- um í Bláfjöllin – biðja og bíða – en erum greinilega ekki alveg í náð- inni hjá máttarvöldunum þessa dagana,“ segja Bryndís og Helga brosandi. Þær hyggjast stofna skíðaskóla í fjöllunum fyrir börn á aldrinum fjögurra til níu ára. „Okkur langar svo að vekja áhuga barna á skíðaíþróttinni, kenna þeim grunnatriðin og gera þau sjálfbjarga í barnalyftunum,“ segja þær og skortir ekki sannfæringar- kraftinn. Báðar hafa þær Bryndís og Helga mikla reynslu af skíðaíþrótt- inni, bæði úr keppnum og kennslu. Helga ólst upp á Akureyri og brun- aði þar fyrst en flutti suður og fór í Ármann þar sem Bryndís var fyrir. Síðan hafa báðar tilheyrt skíðadeild Ármanns. Skólann segja þær verða í sama anda og skíðaskólar sem þær hafi kynnst erlendis. Í því felst að útbú- inn verður sérstakur garður þar sem öryggi barnanna verður í fyr- irrúmi. „Garðurinn verður afgirt- ur og inni í honum verður börnum kennt sem ekki geta farið í lyftu. Þar verða ýmsar fígúrur og hjálp- artæki til að aðstoða þau við að stíga sín fyrstu skref,“ segja þær og nefna líka að kennt verði í gegn- um leik og söng enda læri börn best þannig. Skólinn verður á svæði Ármanns í Suðurgili og opinn um helgar frá 10-12 og 12.30-14.30. „Þeir sem geta farið sjálfir í barnalyftuna fara beint í kennslu í barnabrekk- unni,“ segja þær og taka fram að nemendur þurfi að skrá sig fyrir- fram, annaðhvort á skidaskolinn@ gmail.com eða í símum 896 2119 og 862 3528. Hámarksfjöldi í hverjum tíma verður tíu til tólf börn en fer aðeins eftir getu. „Við stílum inn á að fólk geti ákveðið að fara í fjallið og skilja barnið sitt eftir í örugg- um höndum meðan það bregður sér á skíði en þurfi ekki að skrá það í ákveðið félag og keyra það á æfing- ar allan veturinn,“ segja þær. En hvenær sjá þær fyrir sér að skóla- hald fari af stað? „Þegar snjórinn kemur. Þótt fáir vilji hann í borgina þá viljum við fá hann í fjöllin því við erum tilbún- ar.“ gun@frettabladid.is Viljum fá snjó í fjöllin Um leið og nægur snjór kemur í Suðurgil í Bláfjöllum ætla hinar stórhuga konur Bryndís Haraldsdóttir og Helga Halldórsdóttir að stofna þar skíðaskóla fyrir börn. Öll börn sem ljúka tíma í skíðaskólanum fá uppbyggilega og hvetjandi viðurkenningu að launum hjá Bryndísi og Helgu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skíðagöngumót fer fram innandyra á Gler- ártorgi á Akureyri á laugardaginn klukkan 13 en ekki 14 eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Þar verður búin til sextíu metra löng braut úr ekta snjó þar sem skíðagöngumenn spretta úr spori. www.vmi.is VINNUVÉLANÁMSKEIÐ Miejsce kursu Mjódd www.ovs.is Zapisy pod nr.tel. 7728079 Robert Teoretyczny kurs na maszyny budowlane oraz dzwigi Kurs będzie prowadzony w jezyku polskim. Rozpoczecie12. 02 g.18.00 Skíðabox St i l l ing hf . · S ími 520 8000 www.st i l l ing. is · s t i l l ing@sti l l ing. is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.