Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 22
 10. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Klakahjúpur með blómum sem tækniteiknarinn Einar D.G. Gunnlaugsson gerir utan um ákavítisflöskur tryggir ekki bara ískaldan snafs heldur er einnig dýrindis borðskreyting í leiðinni. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir rúmum tuttugu árum þegar við hjónin héldum eitt af okkar reglu- bundnu þorrablótum með vina- hópi,“ segir Einar um frosinn blómum skreyttan hjúp utan um ákavítisflöskur sem hann útbýr af mikilli list. Hann kveðst ávallt búa til slíkar kæliskreytingar fyrir hin árlegu blót sem ýmist séu haldin heima hjá honum eða í bú- stað og líka fyrir þorrablót starfs- mannafélags verkfræðistofunnar Mannvits, vinnustaðar hans. „Ég plasta stundum myndir og lógó og sting ofan í vatnið sem umlyk- ur skreytinguna, sem koma skýrt og skemmtilega fram í glærum ísnum,“ segir hann. Hann kveðst líka hafa útbúið svona kæliskreyt- ingar fyrir afmæli og þá sett nafn og afmælisdag viðkomandi á plast- aða strimla sem hann komi fyrir á sama hátt. En lekur ekki skreytingin fljótt niður þegar hún er komin í fun- heita veislusali? „Nei, flöskurn- ar standa á glærum diskum, þar þiðnar smám saman utan af þeim og hvert blómið af öðru, myndir og lógó koma í ljós,“ lýsir hann. Uppfinning Einars hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Hann tók áskorun og sendi mynd í tölvu- pósti til framleiðanda ákavítis- ins og fékk svarpóst frá honum þar sem hann lýsti ánægju með framtakið. Einnig kveðst hann hafa sagt veitingamanni á Ristorante 12 Apostoli (sem útleggst Post- ularnir 12), einum virt- asta veitinga- stað Ítalíu, frá aðferð sinni, yf i r staupi a f g r app a . „Honum fannst hún spennandi og bað mig um að senda sér mynd. Síðar sagði hann mér að hann hefði leikið þetta eftir og það gerði mikla lukku hjá sér,“ lýsir Einar. Hann tekur það fram í lokin, fyrir þá sem vilja prófa, að nauðsynlegt sé að nota tveggja lítra fernur með allar hliðar jafn- breiðar. - gun Bæði kælir og skreytir Skreytingin þiðnar smám saman utan af flöskunum og hvert blómið af öðru, myndir og lógó koma í ljós að sögn Einars, sem kveðst yfirleitt setja slaufu utan um stútinn svo þægilegra sé að halda utan um hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Uppfinning Einars hefur víða vakið athygli, meðal annars í einu virtasta veit- ingahúsi Ítalíu, Ristorante 12 Apostoli í Verona. Skýringarmyndir eftir Einar. Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. er fyrirtæki sem boðið hefur upp á ráðgjöf og þjónustu við matvæla- fyrirtæki og fóðurframleiðend- ur á undanförnum árum, allt frá mati á ferskleika til efnagreining- ar vegna krafna um næringargild- ismerkingar. Sýni hefur líka staðið fyrir nám- skeiðum fyrir almenning í matar- gerð og má þar nefna ýmiss konar sniðug námskeið, svo sem mat- reiðslunámskeið fyrir krakka, hvernig hægt er að elda úr þörungum og sér- stakt námskeið í pitsu og lasanja- gerð, sem ætlað er ungum foreldr- um, unglingum og börnum. Á næstu námskeiðum verður súpugerð tekin fyrir, 17. febrúar, og indverskur matur 25. febrúar. Á súpugerðarnámskeið- inu verður meðal annars kennt hvernig setja á saman næringar- ríkar súpur. Meðal súpna sem eld- aðar verða eru kjúklingabauna- súpa, grænmetissúpa úr bök- uðu rótargrænmeti, fiskisúpa og kremuð brokkolísúpa. Námskeið- in fara öll fram í húsnæði Sýnis að Lynghálsi 3. Áhugasömum er bent á heima- síðuna www. syni.is/nam- skeid. - jma Alls kyns spennandi námskeið Næsta nám- skeið hjá Sýni ber yfirskriftina 12 bestu súpur í heimi. Hinn 25. febrúar verður kennt hvernig elda á ekta indverskan mat. ● ÍSLENSKUR JARÐLEIR Í ELDHÚSIÐ Sælkerakokka dreymir alla um góðan leirpott í eldhússkápinn. Leirpottar henta vel undir hæg- eldaða rétti, hvort sem það er íslenskt lamb eða fiskur á matseðlinum. Leirverksmiðjan Leir7 í Stykkishólmi hefur framleitt í samvinnu við vöru- hönnuðina Brynhildi Pálsdóttur og Guðfinnu Mjöll Magnús- dóttur pott, unninn úr íslenskum leir, sem safn- að er í Dölunum. Pottlokið prýða móajurtir og lambakjúkur og honum fylgja upp- skriftir að hægelduðum mat eftir mat- reiðslumeistara. Pottinn skal leggja í vatn áður en eldamennskan hefst og kveikja skal á ofninum eftir að potturinn fer inn í hann. Íslenska leirpottinn er að finna í Kokku, Laugavegi. ● PLOKKFISKUR, RÚG- BRAUÐ, KLEINUR OG KAFFI Íslenskur plokkfisk- ur og rúgbrauð er ekki endi- lega að finna á matseðlum margra veitingastaða. Það er þó staðgóður hádegis- eða kvöldverður og hollur. Í miðbæ Reykjavíkur er þó að finna veit- ingastað sem býður upp á ís- lenskan mat eins og kjötsúpu, plokkfisk og sviðasultu. Á matseðli Café Loka við Lokastíg er einnig að finna kaffibrauð eins og rjómapönnukökur og kleinur sem renna ljúflega niður með kaffinu á eftir. Ef maður er svo stál- heppinn að ná gluggasæti má virða fyrir sér Hallgrímskirkju og ið- andi mannlífið á Skóla- vörðuholtinu. Hollt og fljótlegt[ ]Gríms Nýtt Kveðja Grímur kokkur www.grimurkokkur.is Smáfiskibollur með sveppa, hvítlauks og Chilli fyllingu Grímur kokkur mælir með sem meðlæti: Hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði. Bollurnar eru einnig góðar sem pinnamatur og þá með t.d. Sweet Chilli sósu. Þessi í nýju umbúðunum bráðnar alveg jafn hratt. Ég tók tímann! eftirfyrir rifinn mozzarellaostur í nýjum umbúðum Þú finnur girnilegar uppskriftir með mozzarellaosti á  . NÝJAR UMBÚÐ IR Mozzarell a   íí ííííí

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.