Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 28
 10. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt ● ILMANDI ÍSLENSK- AR SÆLUSÁPUR Heiðar- sæla og Sveitasæla eru meðal sáputegunda sem framleiddar eru á bænum Lóni í Kelduhverfi. Hjónin Guðríður Baldvinsdóttir og Einar Ófeigur Björnsson setja saman uppskriftir að sápunum og framleiða þær sjálf en sáp- urnar eru allar unnar úr íslensku hráefni svo sem tólg, íslensku byggi, lífrænt ræktuðu hunangi og mjólk úr þingeyskum kúm. Meðal tegunda er Heiðarsæla sem inniheldur malað blóðberg sem hjónin hafa sjálf tínt og Sveitasæla, en í henni er þing- eyskt bygg, mjólk og hunang sem gefur sætan ilm. Mjólkin og hunangið gefa sápunni gullinn lit en annars eru sápurnar án litar- og ilmefna. Sjá nánar á www.saelusapur.is. Meðal þeirra sem fram koma á mál- þinginu er Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, sem ræðir um háskólamenntun til vaxtar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Samtök iðnaðarins bjóða til mál- þings um menntun og vöxt á Menntadegi iðnaðarins í dag, mið- vikudaginn, 10. febrúar, frá klukk- an 9 til 12 á Grand Hóteli Reykja- vík. Meðal þess sem um verður rætt á málþinginu er hvernig mennta- kerfið treystir stoðir atvinnulífs- ins, hvaða hlutverki skólar gegna í að byggja upp íslenskt atvinnu- líf og hvort hagræðingarkrafa í menntakerfinu feli í sér tækifæri til sóknar. Fundarstjóri er Vilborg Einars- dóttir. Málþingið er opið meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Fjallað um vöxt og menntun ● FÖT SEM STANDAST TÍMANS TÖNN Verslunin Birna Concept Shop að Skólavörðustíg 2 hefur fest þar rætur en Birna Karen Einarsdótt- ir eigandi hennar opnaði fyrstu Birnu-verslunin á Vesterbro í Kaupmannahöfn árið 2005. Hún er nú einnig staðsett í miðborg Kaupmannahafnar auk þess sem vörurnar eru fáanlegar i völdum versl- unum í Skandinavíu og Evrópu. Birna sækir innblástur til allra þeirra kvenna sem hún þekkir og segist ekki velta vöngum yfir tískustraumum heldur vilja ýta undir kvenlegar línur. Flíkurnar eru ætlaðar sjálfsöruggum konum sem vilja einstakar flíkur sem standast tímans tönn. - ve Í Birnu er að finna flíkur sem ýta undir kvenleg form og standa tímans tönn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.