Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 10. febrúar 2010 23 Á sunnudaginn sem leið færðu fulltrúar Lionshreyfingarinnar á Íslandi Slysa- varnafélaginu Landsbjörg peninga- gjöf að andvirði einni milljón króna til kaupa á tveimur rafstöðvum fyrir ís- lensku alþjóðabjörgunarsveitina. Slík- ar rafstöðvar voru á meðal þess búnað- ar sem sveitin skildi eftir á Haítí eftir björgunaraðgerðir þar. Gjöfin kemur úr hjálparsjóði Lionshreyfingarinn- ar á Íslandi og er sameiginlegt verk- efni þeirra Lionsklúbba sem á landinu eru, en þess má geta að Lionshreyfing- in á heimsvísu hefur verið afar öflug í stuðningi sínum við hjálparstarf á Haítí eftir hamfarirnar þar. Það var Gísli Rafn Ólafsson, einn stjórnenda íslensku alþjóðabjörgunar- sveitarinnar, sem tók við gjöfinni frá Guðmundi Oddgeirssyni og Kristni Hannessyni, umdæmisstjórum Lions á Íslandi, og Guðrúnu Yngvarsdóttur fjölumdæmisstjóra og er myndin tekin við það tilefni. Gísli Rafn lét þau orð falla að stuðn- ingur sem þessi skipti sveitina miklu máli og mikilvægt væri að koma henni sem fyrst í útkallshæft form á ný. Að auki sagði hann að alþjóðleg félagasam- tök á borð við Lionshreyfinguna spil- uðu stórt hlutverk í því uppbyggingar- starfi sem á sér stað á Haítí, bæði með því að styrkja björgunarsveitir og með því að styðja við bakið á félagsmönnum Lionsklúbbsins á Haítí. Rafstöðvar fyrir Landsbjörg Samstarfsverkefni Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og Póstsins um söfnun á notuðum frímerkjum er nýlega lokið og gekk vel. Heiti verkefnis var: Hendum ekki verðmætum! Söfnunin stóð til 31. janúar 2010 og var tekið við frímerkjum og umslögum á öllum póstafgreiðslum Póstsins um land allt. Áætlað verðmæti þess sem safnaðist í átakinu er um 1,2 milljónir króna en á sama tíma í fyrra safnaðist efni fyrir um 300.000 krónur. Kristniboðs- sambandið þakkar öllum sem gáfu frímerki til þróunarstarfs á sviði menntunar barna, ungl- inga og fullorðinna í Eþíópíu og Keníu. Frímerkjum er áfram veitt móttaka allan ársins hring á skrifstofu SÍK, Grensásvegi 7, 2. hæð og í Litla húsinu, Gler- árgötu 1, Akureyri. Vel lukkuð frímerkjasöfnun GÓÐ GJÖF Lionshreyfingin á Íslandi færði Slysavarnafélaginu Landsbjörg peningagjöf til kaupa á tveimur rafstöðvum. Afmælisrit Svavars Sigmundssonar, Nefningar, er komið út. Í tilefni af sjötugsafmæli Svavars Sig- mundssonar 7. september 2009 ákvað Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að gefa út afmælisrit honum til heiðurs með úrvali greina sem hann hefur skrifað í ýmis tímarit, ráðstefnu- rit, afmælisrit og aðrar bækur. Í ritinu eru 35 greinar á einum sex tungumálum (íslensku, færeysku, dönsku, sænsku, ensku og þýsku). Grein- arnar fjalla einkum um örnefni og nafn- fræði en einnig aðrar greinar íslensks máls og málfræði. í ritinu er einnig ítar- leg nafnaskrá við greinarnar og ritaskrá Svavars frá 1962 til dagsins í dag. Afmælisrit Svavars Sigmundssonar NEFNINGAR Stofnun Árna Magnússonar heiðrar Svavar Sigmundsson með sérstöku afmælisriti. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, Halldórs Ólafs Stefánssonar. Bára Halldórsdóttir Brynja Halldórsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Kristinsdóttir Katrínarlind 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 2. febrúar. Jarðarför hennar fer fram frá Langholts- kirkju fimmtudaginn 11. febrúar, kl. 13.00. Einar Eggertsson Eggert Ólafur Einarsson Anna Sigurveig Magnúsdóttir Magnea Einarsdóttir Þorsteinn Sverrisson Unnur Einarsdóttir Jóhannes Helgason Áslaug Einarsdóttir Gunnlaugur Helgi Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, Helgu Heiðbjartar Níelsdóttur sjúkraliða, Frostafold 21, Reykjavík. Sérstakir þakkir fá starfsfólk Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og hjúkrunarþjónustan Karítas. Baldur Sigurðsson Hrafnhildur Arnardóttir Sigurður Heiðar Baldursson Smári Þór Baldursson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðjón Steinar Bjarnason rafvirki, áður til heimilis að Dverghömrum 11, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 29. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Útförin fór fram 4. febrúar. Við þökkum sérstaklega starfsfólki á Skjóli, 4. hæð, fyrir sérlega hlýja og góða umönnun. Ragnhildur Guðjónsdóttir Jón Þór Hjaltason Katrín Guðjónsdóttir Sverrir Guðjónsson Auður Auðunsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir, Óli Jóhann Pálmason lést á Rihov sjúkrahúsinu í Jönköping í Svíþjóð 2. febrúar síðastliðinn. Sigríður Anna, Jóhanna Björg, Óli Jóhann Ólabörn Sigríður Anna Jóhannsdóttir Pálmi Rögnvaldsson Hrönn, Rögnvaldur og Örn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Davíðs Guðbergssonar Kirkjusandi 5, Reykjavík. Þórunn Herborg Hermannsdóttir Svanhildur Davíðsdóttir Karl Eysteinn Rafnsson Guðbergur Davíð Davíðsson Halldóra Káradóttir Baldur Þór Davíðsson Kolbrún Gísladóttir Esther Björk Davíðsdóttir Birkir Þór Elmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku dóttir mín, móðir, tengdamóðir og amma, Margrét Hauksdóttir sem lést þriðjudaginn 2. febrúar sl., verður jarðsungin frá Lágafellskirkju, fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Júlía Guðmundsdóttir Óskar Finnur Gunnarsson Harpa Sif Arnarsdóttir Bryndís Gunnarsdóttir Steingrímur Sigurðarson Daði Freyr Gunnarsson Ísak Funi Óskarsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gísli Ragnar Pétursson Keldulandi 7, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 2. febrúar að heimili sínu, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 13.00. Elsa Dóróthea Gísladóttir Jón Hrafn Hlöðversson Kristján Einar Gíslason Elísabet Einarsdóttir og börn. Elskulegur sonur minn, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir og mágur, Ásmundur Jóhannsson lést á heimili sínu í Sandgerði laugardaginn 30. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Helga Jónsdóttir Ólafur Jón Georgsson Inga Maja Gísladóttir Elísabet Jóhannsdóttir Jóna Jóhannsdóttir Hannes Sveinn Gunnarsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.