Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 10. febrúar 2010 25 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 10. febrúar 2010 ➜ Tónleikar 12.15 Fríkirkjan í Reykjavík býður upp á hádegistónleika alla miðviku- daga. Umsjón hefur Gerrit Schuil. Eng- inn aðgangseyrir. 21.00 Uni (Unnur Arndísardóttir), Jón Tryggvi og Wolfie (Ingólfur Þór Árna- son) halda tónleika hjá Hemma og Valda við Laugarveg 21. ➜ Hláturjóga 12.10 Boðið verður upp á hláturjóga í Guðríðarkirkju í Grafarvogi. Þessi viðburður er í tengslum við hamingju- hádegi sem kirkjan býður upp á alla miðvikudaga í vetur. Kaffiveitingar á staðnum. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. ➜ Sýningar Rakel Jónsdóttir hefur opnað sýninguna Strandhögg í gallerí Crymo að Lauga- vegi 41a. Opið þri.-sun. kl. 13-18. Í Havaríi við Austurstræti 6 hafa sex listamenn opnað sýninguna „Fretbúar urð“. Það eru: Elín Hansdóttir, Egill Sæbjörnsson, Bjarni Massi, Pétur Már Gunnarsson, Davíð Örn Halldótrsson og Örvar Þóreyjarson Smárason. Opið alla virka daga kl. 12-18 og lau. kl. 12-16. Samúel Jóhannsson hefur opnað sýn- inguna „Andlitin mín“ á Café Karólínu við Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Opið mán.-fim. kl. 11.30-01, fös.-lau. kl. 11.30-03. og sun. kl. 14-01. Myndlistarsýning Geirharðs Þor- steinssonar í Menningarmiðstöinni að Hæðargarði 31 er opin alla virka daga kl. 9-16. ➜ Dagskrá 20.00 Í Félagsmiðstöðinni að Hæðar- garði 31 verður Tónlistarkvöld þar sem Trausti Ólafsson kynnir Dieter Fischer- Dieskau. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Ársæll Már Arnarsson fjallar um rannsóknir á þyngd, lífsánægju og líkamsmynd íslenskra skólabarna á fyrirlestri sem hann flytur í Háskólanum á Akureyri, Sólborg við Norðurslóð (st. 201). Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. „Hraunið er mér innblástur,“ segir slóvenski myndlistarmað- urinn Jurij Asl Kelhar sem nú sýnir verk sín í Reykjavík Art galleríinu við Skúlagötu. „Ég komst að því að amma mín og afi eru íslensk – þau fluttu til Slóven- íu á sínum tíma – og þess vegna meðal annars kom ég hingað. Ég hrífst af hrauni, bæði þegar það er rauðglóandi og líka þegar það er kalt og storknað. Ég stefni að því að halda fleiri sýningar hér á næstunni og það verða líka mynd- ir af hrauni. Það er það eina sem kemst að hjá mér!“ Júríj er 37 ára gamall jarðfræð- ingur og félagsfræðingur. Hann hefur víða komið við, meðal ann- ars tengst rokkinu. „Ég var söngvari í dauðarokks- hljómsveit í Slóveníu á 9. áratugn- um, en við vorum ekkert sérlega góðir svo ég fór fljótlega að ein- beita mér að því að skrifa um dauðarokk í tímarit sem hét No Name. Það var eiginlega fyrsta tímaritið í heiminum sem skrif- aði eingöngu um dauðarokk og var dreift um allan heim.“ Eftir dauðarokkið gekk Júrij til liðs við þekktustu hljómsveit Slóveníu, iðnaðarrokkbandið Lai- bach, sem spilaði á Íslandi 2006. Hann vann einnig náið með lista- hreyfingunni NSK (Neue Slo- wenische Kunst) sem grafískur hönnuður og fleira. Sýning Jurij stendur yfir út þessa viku og er opin daglega á milli kl. 14 og 17. Í galleríinu fer einnig fram sýn- ing á verkum Laufeyjar Johan sen, sem málar sýnir frá plánetunni Vúlkan. - drg Slóvenskur rokkari málar hraun HRAUN OG AFTUR HRAUN Slóveninn Jurij Asl Kelhar sýnir myndir af hrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Barnabókin Maxímús Músíkús kom nýverið út í Suður-Kóreu og hefur þegar ratað inn á metsölu- lista vinsælla barnabóka þar í landi. Í sögunni segir frá músinni Maxímús, sem villist inn í tón- listarhús þar sem heil sinfóníu- hljómsveit er að hefja æfingu. Músin lærir hvað hljóð- færin heita og hvers konar hljóð þau gefa frá sér og gefst að lokum tækifæri til að hlusta á tónleika innan um prúðbúna tónleikagesti. Með kóresku útgáf- unni fylgir geisladiskur alveg eins og í íslensku útgáfunni og hafa því kóresk börn haft tæki- færi til að hlýða á flutning Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, meðal annars á laginu „Á Sprengi- sandi“. Fjölmargir aðrir útgef- endur og tónleikahaldarar víðs vegar um heim hafa lýst yfir áhuga og ánægju með bókina og má því búast við frekari útrás. Höfundarnir, Hallfríður Ólafs- dóttir og Þórarinn Már Baldurs- son, sem bæði leika með Sinfón- íuhljómsveit Íslands, leggja nú lokahönd á aðra bók um Maxí- mús. Sú mun gerast í tónlistar- skóla. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun endurtaka leikinn í apríl og skipuleggja tónleika fyrir yngstu hlustendurna í tengslum við bók- ina. Verða þá ungir einleikarar í fararbroddi. Mús í útrás KÓRESKA ÚTGÁFAN Maxímús fer víða. Draumarúm Hästens | Grensásvegi 3 | 108 Reykjavík | Sími 581 1006 ÚTSALA Veitum 20-50% afslátt af syningarrúmum. Útsölunni lykur 15. febrúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.