Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 42
30 10. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is > Sverrir semur við FH-inga Sverrir Garðarsson mun væntanlega leika með FH næsta sumar en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH-inga. Hann kemur til félagsins frá Sundsvall án greiðslu en þó á enn eftir að ganga frá síðustu pappírum í málinu þannig að hann er ekki formlega orðinn leikmaður FH. „Þetta er góð lending og ég hlakka til að spila í Krikanum. Það var eitt lið á Íslandi sem vildi fá mig og annað lið frá Noregi. FH var mest spennandi kosturinn af þessum þremur,“ sagði Sverrir en end- anleg lending í málinu ætti vonandi að nást í þessari viku. HANDBOLTI Þýska stórliðið Rhein- Neckar Löwen verður án þjónustu hornamannsins frábæra, Guðjóns Vals Sigurðssonar, næstu tvo mán- uðina og jafnvel þrjá. Guðjón hefur verið að kljást við meiðsli á hné lengi en nú er svo komið að hann verður að leggjast undir hnífinn til þess að fá bót meina sinna. „Þetta er svipað og var 2007 en þeir vita samt ekki nákvæmlega hvað þetta er. Það er einhver hola í brjóskinu eftir að ég datt á hnéð fyrir tveimur og hálfu ári. Ég hef alltaf verið með verk síðan en mis- mikinn þó. Upp á síðkastið hefur þetta verið að versna. Ég fékk lítið högg á æfingu á föstudag og eftir það hef ég verið helaumur. Meiðslin sjást ekki nógu vel á myndum og þeir þurfa að opna hnéð til þess að sjá þetta almennilega. Þeir ætla samt að ganga almennilega frá þessu,“ sagði Guðjón Valur sem er ekki óvanur því að spila með verki en hefur ávallt sýnt ótrúlega hörku með því að spila. Hann segir samt að nú sé mál að linni. „Ég get ekki beðið eftir að hreyfa mig aftur algjörlega verkjalaus. Það er komið nóg. Ég hef verið að þjösnast fullmikið á líkaman- um síðustu ár og ekki alltaf tekið skynsamlegustu ákvarðanirnar. Þegar ég fór í hnéaðgerð til þess að laga nákvæmlega þetta sumarið 2007 fór ég að spila 13 dögum eftir aðgerðina. Það var ekki viturleg- asta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina,“ sagði Guðjón og hló við. Þrátt fyrir það hefur hann ekki misst af æfingum og leikjum. „Að burðast með svona verki til lengdar verður pirrandi því það hamlar því að maður geti gert allt sem maður vill gera. Ég vona að þessi aðgerð geri mig góðan sem aldrei fyrr,“ sagði Guðjón Valur en hann verður frá að lágmarki í tvo mánuði. „Læknirinn sagði að ég þyrfti lágmark að hvíla í þrjá mánuði en ég sagði á móti hámark þrír mánuðir. Þetta skýrist samt allt þegar þeir opna hnéð. Ég er samt mjög bjartsýnn á að ég verði betri en aldrei fyrr eftir þessa aðgerð.“ Guðjón Valur verður í stúkunni í kvöld þegar Rhein-Neckar Löwen tekur á móti meisturum Kiel og er leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Uppselt er á leikinn en húsið tekur 13 þúsund manns. Guðjón segir það vera erfitt að horfa á enda sé það ekki uppáhaldið hans að sitja í stúkunni. „Ég kann engan veginn að sitja uppi í stúku. Ég er vondur áhorf- andi. Ég var á bekknum í Göpping- en-leiknum og ég stökk tvisvar á bekkinn til þess að segja eitthvað sem mér þótti merkilegt en hefur eflaust ekki skipt neinu. Óli og Snorri eiga alla mína samúð fyrir að þurfa að hlusta á mig þessa dag- ana því ég hef sterkar skoðanir og sé þetta núna frá öðru sjónarhorni. Ég mun halda áfram að tjá mig en þeir ákveða hvort þeir hlusta,“ sagði Guðjón. henry@frettabladid.is Ég er vondur áhorfandi Guðjón Valur Sigurðsson spilar ekki handbolta næstu tvo mánuðina hið minnsta. Hann fer í aðgerð á hné á morgun en hnéð hefur verið að angra hann í tvö og hálft ár. Hann verður ekki með Löwen í kvöld í stórleiknum gegn Kiel. KOMINN Í STÚKUNA Guðjón Valur klæðist ekki hinum gula búningi Löwen næstu vikurnar enda er hann á leið í aðgerð á morgun. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals, var í gær valinn besti leikmaður í 10. til 18. umferð N1-deildar kvenna og þjálfari hennar, Stefán Arnarson, var valinn besti þjálfarinn. Þau fengu einnig bæði þessi verðlaun fyrir fyrstu níu umferðirnar en Valskonur eru ósigraðar á toppi deildarinnar. „Ég nýt góðs af því að spila fyrir aftan frábæra vörn. Þetta er því ekki eitthvað sem ég hef afrekað ein heldur er ég bara hluti af góðri liðsheild. Þetta hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur í vetur og við höfum náð að halda góðum dampi í leik okkar,“ segir Berglind. Félagi hennar í Valsliðinu, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, var einnig í úrvalsliðinu annað skiptið í röð. „Anna Úrsúla hefur smollið ótrúlega vel inn í liðið. Hún vinnur vel með öðrum leikmönnum liðsins og við náum vel saman. Það er mjög gott að spila fyrir aftan hana eins og allar aðrar í liðinu,“ segir Berglind. „Ég veit ekki hvort ég hafi spilað betur. Þetta er svo mikið samspil á milli varnar og markmanns. Ég veit ekki hvort ég smelli betur með þeim sem eru að spila í vörninni núna,“ segir Berglind og bætir við: „Þegar maður byrjar vel þá fær maður aukið sjálfstraust og þá gengur betur. Það er allt að spila saman en ég er að spila betur en ég gerði í fyrra og hittifyrra. Þetta er eitt af mínum betri tímabilum,“ segir Berglind sem segist ekkert vera að hugsa um hvort eða hvenær fyrsta tapið komi. „Ég er ekkert að hugsa um hvenær þetta fyrsta tap komi sem allir eru að tala um. Við tökum einn leik fyrir í einu og það hefur gengið ótrúlega vel að einbeita sér þannig,“ segir Berglind og hún og aðrar í liðinu ætla að ná langþráðum titli í hús í vetur. „Það hefur vantað hjá okkur að fara alla leið. Við höfum verið á pappírun- um með rosalega sterka leikmenn en aldrei náð að skila neinum árangri,“ segir Berglind og nú ætla Vals- konur að breyta því. Aðrar í úrvalsliðinu voru Fram- ararnir Ásta Birna Gunnarsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir, Hanna Guðrún Stefánsdóttir úr Haukum og Alina Tamasan úr Stjörnunni. BERGLIND ÍRIS HANSDÓTTIR, MARKVÖRÐUR VALS: VALIN BESTI LEIKMAÐUR 10 TIL 18. UMFERÐ N1-DEILDAR KVENNA Ekki að hugsa um það hvenær fyrsta tapið komi Enska úrvalsdeildin Portsmouth-Sunderland 1-1 0-1 Darren Bent, víti (12.), 1-1 Aruna Dindane (90.+5). Wigan-Stoke City 1-1 1-0 Paul Scharner (15.), 1-1 Tuncay Sanli (74.) Manchester City-Bolton 2-0 1-0 Carlos Tévez, víti (31.), 2-0 Emmanuel Adebayor (73.). Fulham-Burnley 3-0 1-0 Danny Murphy (23.), 2-0 David Elm (31.), 3-0 Bobby Zamora (53.) Enska b-deildin Coventry-Nottingham Forest 1-0 Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 63 mínúturnar í leiknum og fór af velli í stöðunni 1-0. Watford-Bristol City 2-0 Heiðar Helguson skoraði fyrra markið á14. mín. Reading-Plymouth 2-1 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan leikin líkt og Kári Árnason. Middlesbrough-Barnsley 2-1 Emil Hallfreðsson lék fyrstu 58 mínúturnar. ENSKI BOLTINN HANDBOLTI Fyrri undanúrslita- leikur Eimskipsbikars kvenna fer fram í Kaplakrika í kvöld þegar FH tekur á móti Fram klukkan 19.30. Fram hefur unnið báða deild- arleiki liðanna í vetur en í fyrra unnu FH-konur Fram aðeins einu sinni í fjórum leikjum og það var í átta liða úrslitum bikarsins. FH-liðið fór þá alla leið í bik- arúrslitaleikinn en þangað hefur Framliðið ekki komist í ellefu ár eða síðan liðið vann 1999. - óój Eimskipsbikar kvenna: FH gegn Fram í undanúrslitum HÖLLIN UNDIR Í KVÖLD Stella Sigurðar- dóttir skorar á móti FH. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÖRFUBOLTI KR-konur tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild kvenna og heima- vallarrétt út úrslitakeppnina með sigri á Grindavík á heimavelli sínum í DHL-höllinni í kvöld. KR getur náð tíu stiga forskoti á Grindavík vinni liðið leikinn, en eftir leiki kvöldsins verða aðeins þrjár umferðir eftir. Aðrir leikir kvöldsins eru Hamar-Keflavík í A-deild og í B-deildinni spila Snæfell-Valur og Haukar-Njarðvík. Allir leikir hefjast klukkan 19.15. - óój Iceland Express-deild kvenna: KR getur orðið deildarmeistari 15 SIGRAR Í 16 LEIKJUM KR-konur hafa spilað vel í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UNDANÚRSLIT KONUR FH - FramKaplakriki 19:30 FÓTBOLTI Heiðar Helgason skoraði fyrra mark Watford í 2-0 heima- sigri liðsins á Bristol City í ensku b-deildinni í gær en markið skor- aði Heiðar með skalla á 14. mín- útu . Þetta var áttunda mark hans í fimmtán deildarleikjum með lið- inu á tímabilinu. -óój Enska b-deildin í gær: Áttunda mark Heiðars í vetur RAÐAR INN MÖRKUM Heiðar Helguson hjá Watford. MYND/GETTYIMAGES FÓTBOLTI Manchester City vann sigur á sigur á Bolton, 2-0,í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en þá fóru fjórir leikir fram í deildinni. Mesta dramatíkin var í leik Ports- mouth og Sunderland þar sem Aruna Dindane tryggði Ports- mouth stig með marki á fimmtu mínútu í uppbótartíma eftir að Portsmouth hafði lent marki og manni undir eftir tólf mínútur. Manchester City tók fimmta sætið af Tottenham með 2-0 sigri á Bolton en City-liðið hefur unnið fimm fyrstu heimaleiki sína undir stjórn Ítalans Roberto Mancini með markatölunni 12-2. Carlos Tévez kom Manchester City í 1-0 á 31. mínútu úr víta- spyrnu og Emmanuel Adebayor skoraði síðan annað markið á 73. mínútu eftir sendingu frá Patr- ick Vieira sem var þarna í fyrsta sinn í byrjunarliði Manchester City. Steve Bruce og lærisveinar hans í Sunderland héldu að þeir væru að fara vinna sinn fyrsta sigur síðan 21. nóvember þegar Aruna Dind- ane skoraði jöfnunarmarkið í upp- bótartímanum. Darren Bent fisk- aði víti og Ricardo Rocha fór út af með rautt spjald eftir níu mínútur og skoraði síðan úr vítinu. Sunder- land missti hins vegar tvo menn út af með rautt spjald í seinni hálf- leik og pressa Portsmouth bar loks árangur í blálokin. Fulham vann öruggan 3-0 heimasigur á Burnley. Burnley náði þar með ekki að fylgja eftir heimasigri á West Ham og þurfti að sætta sig við sjöunda útivallar- tapið í röð. Burnley hefur aðeins náð í 1 stig í 13 útileikjum á tíma- bilinu. - óój Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi: City fór upp fyrir Tottenham BRJÁLAÐUR Avram Grant, stjóri Ports mouth, var allt annnað en sáttur í hálfleik. MYND/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.