Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 4
4 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR ORKUMÁL Landsvirkjun býður út nokkra verkhluta vegna upphafs- framkvæmda við Búðarhálsvirkj- un í dag. Kostnaðurinn er metinn á 600 til 800 milljónir króna. Aðal- verkefnið verður boðið út síðar á þessu ári takist samningar um orkusölu og fjármögnun. Fjármögnun verkefnisins er ekki lokið og í töluverðri óvissu en heild- arkostnaður við virkjunina er tæpir þrjátíu milljarðar króna. Vegna þessa hefur Landsvirkjun ákveð- ið að skipta verkefninu upp í tvo aðskilda hluta, undirbúningsþátt- inn og svo aðalverkefnið. Lands- virkjun fjármagnar undirbún- ingsvinnuna af eigin fé. Viðræður standa yfir við erlenda banka, þar á meðal Evrópska fjárfestingarbank- ann, íslenska lífeyrissjóði auk ann- arra vegna heildarfjármögnunar- innar. Verkefnafjármögnun kemur einnig til greina, en dæmi um slíka fjármögnun eru Hvalfjarðargöng- in. Erlendir bankar leika þó aðal- hlutverk við fjármögnun, segir Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, vegna þess að tekjur fyrirtækisins eru að stórum hluta í erlendri mynt. Viðræður standa yfir við Alcan um orkusölu til álversins í Straums- vík, en þeir samningar klárast ekki fyrr en fjármögnun liggur fyrir. Önnur fyrirtæki eru ekki í viðræð- um um orkukaup eins og stendur. Þeir verkhlutar sem boðnir eru út nú eru árstíðabundnir. Að þeim loknum verða ekki frekari tafir þegar fjármögnun er lokið þar sem verktakar geta þá byrjað án tillits til árstíma. „Það helsta sem stendur í vegin- um er Icesave og forsendur fjár- mögnunar eru að það mál klárist,“ segir Hörður, spurður um hvað standi í veginum með að ljúka fjár- mögnun. Hann segir að í eðlilegu árferði hefði fjármögnun verk- efnis eins og Búðarhálsvirkjunar tekið fyrirtækið nokkrar vikur, og þá með hefðbundnu skuldabréfa- útboði. Nú er leitað til fjárfesting- arbanka en þess hefur ekki áður gerst þörf við fjármögnun verk- efna Landsvirkjunar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra var viðstödd kynningu á verkefninu í gær. Hún lýsti ánægju sinni með að mál þokuðust áfram á tímum þar sem fjármögnun sé erfið. Hún segir engan ágreining á milli ríkisstjórnarflokkanna um Búðarhálsvirkjun og minnir á að framkvæmdin sé nefnd í stöðug- leikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. svavar@frettabladid.is Búðarhálsvirkjun í óvissuklóm Icesave Landsvirkjun fer af stað með upphafsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun þrátt fyrir að fjármögnun verkefnisins sé ekki í hendi. Viðræður standa yfir við er- lenda banka jafnt sem lífeyrissjóði. Icesave-málið er helsti farartálminn. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR HÖRÐUR ARNARSON VIÐ BÚÐARHÁLS Sprengt var fyrir stöðvarhúsinu áður en framkvæmdum var frestað árið 2002. Öll tilskilin leyfi fyrir virkjuninni hafa legið fyrir síðan 2001. MYND/LANDSVIRKJUN SVEITARFÉLÖG Ný skýrsla Capacent, sem kynnt verður bæjarráði Reykjanesbæjar í dag, spáir því að nýjum störfum, beinum og afleiddum, muni fjölga um 6.500 ársverk fram til 2013 vegna áforma um ýmsar stór- framkvæmdir á Suðurnesjum. „Þessi tala er varlega áætluð,“ segir Capacent. „Heildarlaunatekjur vegna þess- ara atvinnukosta nema rúmum 27 milljörð- um króna yfir tímabilið 2010-2013.“ Í skýrslunni er gert ráð fyrir að útsvars- tekjur 2010 aukist um 680 milljónir króna, eða um 16 prósent, sem er svipað og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun bæjarins. Hins vegar spáir Capacent því að útsvarstekjur Reykjanesbæjar aukist um 1.657 milljón- ir króna árið 2011 og alls um 4,3 milljarða króna fram til 2013 vegna áhrifa álvers í Helguvík, Kísilverksmiðju, virkjana HS Orku, ýmissa framkvæmda á Keflavíkur- flugvelli og gagnavers Verne Holding. Tekjuauki sveitarfélagsins fram til 2013 verði alls 5 milljarðar, þegar tekið hefur verið tillit til tekna af auknum fasteigna- gjöldum og hafnargjöldum. - pg Capacent býst við sprengingu í atvinnulífinu í Reykjanesbæ fram til 2013: Spáir rúmlega sex þúsund nýjum störfum ÚR KEFLAVÍKURGÖNGU Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þótti bjartsýn þegar spáð var 2.700-2.900 nýjum störf- um á Suðurnesjum næstu ár. Nú spáir Capacent því að ný störf á svæðinu verði 6.500 fram til 2013. SPÁ UM 6.500 NÝJUM STÖRFUM Fjöldi starfa 2010 2011 2012 2013 Álver í Helguvík 484 802 1.086 1.187 Landsnet 0 25 53 21 HS Orka 60 130 139 59 Kísilverksmiðja 69 80 156 176 Heilsuverkefni 89 124 208 206 ECA 115 265 235 235 Flugverkefni á Ásbrú 12 12 12 12 Gagnaver 69 220 164 150 Samtals 897 1.657 2.052 2.046 *NÝ BEIN OG AFLEIDD STÖRF Í REYKJANESBÆ 2010-2013, SAMKVÆMT SKÝRSLU CAPACENT FYRIR REYKJANESBÆ GENGIÐ 10.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 231,4567 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,54 128,14 199,98 200,96 175,83 176,81 23,611 23,749 21,692 21,820 17,512 17,614 1,4207 1,4291 196,81 197,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI O lís e r l ey fis ha fi Q ui zn os á Ís la nd i TB W A\ RE YK JA V ÍK \ S ÍA 890kr. BÁTUR MÁNAÐARINS, PEPSI, SNAKK & SMÁKAKA LAGT Á RÁÐIN Tarja Halonen, forseti Finnlands, og Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, við opnun ráðstefnu leiðtoga Eystrasaltsríkjanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HELSINKI, AP Tarja Halonen, for- seti Finnlands, hvetur leiðtoga Eystrasaltsríkjanna til að skuld- binda sig til að taka þátt í hreins- un eins mengaðasta hafsvæðis veraldar. ,,Það er ljóst að eitthvað þarf að gerast og það fljótt,“ sagði Halon- en við opnun ráðstefnu ríkjanna níu í gær. Yfir 90 milljón manns búa við Eystrasaltið sem hefur í ára- tugi orðið fyrir verulegri meng- un, meðal annars vegna olíu og eiturefna. Að mati sérfræðinga er svæðið sérlega viðkvæmt fyrir umhverfisáhrifum. Vonast er til að leiðtogarnir komi með skýrar yfirlýsingar um aðgerðir, segir formaður Helsinkinefndarinnar, Igor Maydanov. Finnar hvetja til átaks: Vilja hreinsa Eystrasaltið STJÓRNMÁL Vinstrihreyfingin – grænt framboð fékk um 5,9 millj- ónir króna í styrki frá sveitarfé- lögum árið 2008. Í ársreikningi 2008, sem flokk- urinn skilaði Ríkisendurskoðun, voru framlög frá sveitarfélögum ekki talin fram sérstaklega held- ur með framlögum einstaklinga. Ríkisendurskoðun lýsti því yfir að leiðréttur reikningur yrði birt- ur þegar réttar upplýsingar hefðu borist frá flokknum. Drífa Snædal, framkvæmda- stjóri VG, sendi Fréttablaðinu í gær upplýsingar um styrki sveit- arfélaga til flokksins. Þær eru birtar í töflu hér að ofan. - pg- VG leiðréttir ársreikning: Fengu 5,9 millj- ónir í styrki STYRKIR TIL VG Sveitarfélög sem styrktu VG 2008 Akureyri 503.174 Hafnarfjörður 543.850 Reykjavík 4.525.000 Mosfellsbær 182.037 Akranes 143.333 Samtals 5.897.394 *SKV. UPPLÝSINGUM FRÁ FRAMKVÆMDASTJÓRA VG. Örverur á Borðeyri Heilbrigðiseftirlit Norðurlands segir örverurannsóknir gefa til kynna mikla mengun af örverum í frárennsli frá Borðeyri í Hrútafirði og vill úrbætur á frágangi frárennslisins. HEILBRIGÐISMÁL DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á lögreglukonu við skyldustörf. Atvikið átti sér stað að kvöldi þriðjudagsins 7. október 2008, í fangamóttöku lögreglustöðvarinn- ar að Hverfisgötu í Reykjavík. Konan réðst að lögreglukonunni og sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgu fyrir neðan vinstra auga og eymsli fyrir ofan augað. - jss Kona á þrítugsaldri: Réðst á og sló lögreglukonu VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° -2° -3° -2° 0° -4° -7° -3° -3° 20° 3° 15° 2° 15° -4° -1° 15° -5° Á MORGUN 3-8 m/s. LAUGARDAGUR Hæg vestlæg átt. 6 8 5 5 4 2 3 0 5 4 -2 5 9 9 8 7 6 5 4 2 6 8 4 6 4 2 0 6 6 5 2 4 HELGARHORFUR Það verður svipað veður hjá okkur áfram en á sunnu- dag lítur út fyrir vaxandi norðanátt með snjókomu norðan til og held- ur kólnandi veðri. Næstu daga verður þó áfram óvenju milt í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.