Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 8
8 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Fimmtán ára stúlka á yfir höfði sér ákæru fyrir ofsa- akstur og jafnvel almannahættu- brot eftir æsilegan 42 kílómetra flótta undan lögreglu í fyrrinótt. Stúlkan ók undan lögreglu á allt upp undir 170 kílómetra hraða frá Reykjavík til Hveragerðis, og stöðvaði ekki fyrr en hún ók á naglamottu sem komið hafði verið fyrir á veginum. Stúlkan hafði tekið bíl for- eldra sinna ófrjálsri hendi. Með henni í för var litlu eldri vinkona hennar. Lögregla ætlaði upphaf- lega að stöðva för bílsins á Suð- urlandsbraut vegna þess að aft- urljós hans voru í ólagi. Stúlkan sinnti hins vegar engum stöðvun- armerkjum og spændi í burtu. Hún ók sem leið lá inn á mis- lægu gatnamótin við Réttarholts- veg og út á Miklubraut. Miklu- brautina ók hún í austur þar til komið var að afleggjaranum inn á Suðurlandsveg. Þar beygði hún og ók yfir Hellisheiðina til Hvera- gerðis. Í hringtorginu við Hveragerði sat Selfosslögreglan fyrir bílnum og hafði komið naglamottu fyrir á veginum til að stöðva förina. Það tókst og stúlkan var handtek- in. Hún reyndist allsgáð og mun ekki hafa komið við sögu lögreglu áður. Engan sakaði. Haft var samband við foreldra stúlkunnar og barnaverndaryfir- völd. Eftir að rætt hafði verið við hana var henni sleppt í umsjá for- eldranna. Alls tóku sjö lögreglubílar þátt í eftirförinni. Þrír frá Reykjavík, þar af einn sem fylgdi henni alla leiðina, og fjórir frá Selfossi sem lokuðu leiðinni við Hveragerði. Þá fylgdi sjúkrabíll á eftir í fyrstu en sneri síðan við. Leiðin af Suðurlandsbraut og til Hveragerðis er rúmir 42 kílómetr- ar. Eftirförin hófst klukkan rúm- lega eitt og lauk um klukkan hálf tvö. Stúlkan ók kílómetrana 42 því á um 25 mínútum, eða á yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund að meðaltali. Mest ók hún á rúmlega 170 kílómetra hraða. Stúlkan er fimmtán ára og því ökuréttindalaus. Hún er hins vegar sakhæf og má búast við ákæru fyrir fjölmörg umferðar- lagabrot og hugsanlega einnig fyrir almannahættubrot. For- dæmi eru fyrir slíku í tilvikum sem þessum. Pétur Guðmundsson, varðstjóri lögreglu, sagði við Fréttablað- ið í gær að aksturslag stúlkunn- ar hefði verið lífshættulegt, bæði fyrir hana og aðra vegfarendur. Þó vildi svo til að fáir voru á ferli á leiðinni á þessum tíma. stigur@frettabladid.is 1 Hvað kostaði aðkeypt ráðgjöf skilanefnd Kaupþings á síðasta ári? 2 Hvaða bankastjóri lét undan þrýstingi um að lána Björgólfs- feðgum fyrir kaupum á Lands- bankanum árið 2003? 3 Hvaðan er forsprakki Hells Angels sem vísað var frá land- inu í byrjun vikunnar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 Vegna mikillrar eftirspurnar býður sr. Þórhallur Heimisson upp á auka HJÓNA OG SAMBÚÐARNÁMSKEIÐ dagana 11. og 18. mars kl.20.00 -22.00 í Hafnarfjarðarkirkju. Yfi r 12.000 manns hafa tekið þátt frá árinu 1996. Upplýsingar og skráning í síma 8917562 eða á thorhallur33@gmail.com HAFNARFJARÐARKIRKJA.IS DÓMSMÁL Rannsókn lögreglu á máli Catalinu Mikue Ncogo er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Gæsluvarð- hald yfir henni var framlengt til 26. febrúar í fyrradag. Hún situr inni til að koma í veg fyrir áfram- haldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að man- sali og að hafa haft milligöngu um vændi. Þá hafa mál ellefu meintra kaupenda vændis á vegum Catal- inu verið send til ákæruvaldsins. Innan við tíu mál kaupenda eru enn þá til rannsóknar hjá kynferð- isbrotadeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Málin sem fara til ákæruvaldsins gætu orðið allt að tuttugu samtals þegar rannsókn- um lögreglu er lokið. Það er svo í höndum þess að ákveða hvort ákært verður í þeim öllum eða ekki. Catalina hefur áður verið dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja og hálfs árs óskilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa haft viðurværi af umfangsmiklu vændi fjölmargra kvenna sem hún hélt úti í miðborg Reykjavík- ur. Þá var hún einnig dæmd fyrir að hafa skipulagt og staðið að inn- flutningi á 400 grömmum af kóka- íni til landsins frá Hollandi. - jss Gæsluvarðhald yfir meintri vændissölukonu framlengt til 26. febrúar: Catalina til ríkissaksóknara CATALINA Var enn leidd í dómsal fyrr í vikunni vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar. Fimmtán ára ökuþór á ákæru yfir höfði sér Fimmtán ára allsgáð stúlka stal bíl foreldra sinna í Reykjavík og flúði lögreglu á ofsahraða alla leið til Hveragerðis. Hún var loksins stöðvuð með naglamottu. Hún verður líklega ákærð fyrir ýmis umferðarlagabrot og almannahættubrot. SVEITARSTJÓRNARMÁL Sorphirðu- gjald í Árborg hækkaði um 93,1 prósent milli ára en ekki 54 pró- sent eins og fram kom í könnun ASÍ, sem Fréttablaðið greindi frá í gær. ASÍ bar gjald fyrir 120 lítra sorptunnu á þessu ári saman við gjald fyrir 240 lítra tunnu í fyrra. Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari í Árborg, staðfestir að gjaldið hafi hækkað úr 14.500 krónum í 28.000 krónur fyrir 240 lítra sorp- tunnu en ekki úr 14.500 í 22.300 eins og fram kom í niðurstöðum ASÍ. Gjald fyrir 120 lítra tunnu er nú 22.300 krónur en var 11.500 í fyrra. Árborgarbúar þurfa nú að urða sitt sorp í Reykjavík því urð- unarsvæðinu í Ölfusi hefur verið lokað. Af því stafar þessi mikla hækkun, segir Ásta. - pg Rangar niðurstöður ASÍ: Hækkaði um 93% ekki 54% SJÁVARÚTVEGUR Fyrirtæki sem stunda vinnslu úr loðnuafurð- um á Austurlandi eru að búa sig undir loðnuvertíðina. Loðnu- vinnslan á Fáskrúðsfirði og Síld- arvinnslan í Neskaupstað hófu vinnslu í síðustu viku á afla norska loðnuflotans en Eskja á Eskifirði og HB Grandi á Vopna- firði undirbúa vinnslu. Austurglugginn segir frá því að skip Eskju, Aðalsteinn Jónsson, sé komið á loðnumiðin og frysti loðnu um borð. Hjá HB Granda er verið að klára að gangsetja loðnubræðsl- una þar eftir miklar endurbætur og stækkun. Verksmiðjan er sam- sett úr þremur verksmiðjum sem HB Grandi átti fyrir á Vopna- firði, í Reykjavík og Þorlákshöfn. - shá Uppgrip á næstunni: Austfirðingar undirbúa vertíð ÖRYGGISMÁL Landhelgisgæslan heimsótti Grímseyinga á dögun- um og við það tækifæri komu öll grunn- og leikskólabörn eyjar- innar ásamt kennurum í heim- sókn um borð í varðskipið Tý. Er mál manna að við heimsókn- ina hafi mannfjöldinn í eynni vaxið um tuttugu prósent. Farið var um skipið í fylgd skipverja sem fræddu gestina um skipið og búnað þess. Eftir að kennarar og börn voru komin um borð var landfestum sleppt og siglt út fyrir höfnina. Þar var boðið upp á hressingu og svo bátsferð í land með einum af léttbátum skipsins. - shá Gæslan í Grímsey: Börnin boðin í stutta siglingu Íslensk lögregluembætti eiga mörg hver svokallaða naglamottu sem rúlla má yfir götu þannig að það springi á dekkjum þeirra bíla sem yfir hana aka. Motturnar eru hins vegar sárasjaldan notaðar, að sögn Péturs Guðmundssonar varðstjóra. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði að mögulega væri þetta í fyrsta sinn. Motturnar eru þannig úr garði gerðar að ekki hvellspringur á dekkj- unum heldur lekur loftið úr þeim, nokkuð hratt þó. Þannig er hættan á því að bíllinn velti takmörkuð. Í tilviki stúlkunnar ungu var mottan auk þess notuð í hring- torgi þannig að stúlkan neyddist til að hægja á sér áður en hún ók á naglana. Eftirleikurinn var síðan auðveldur fyrir lögreglu. NAGLAMOTTUR NÆR ALDREI NOTAÐAR NAGLAMOTTA Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu á nokkrar naglamottur sem hún þarf þó til allrar hamingju sjaldan að nota. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI HEILBRIGÐISMÁL „Vestmannaeyjabær hefur fullan vilja og getu til að reka Heilbrigðisstofnun Vest- mannaeyja. Bærinn veitir nú þegar alla félagslega þjónustu og nánast alla öldrunarþjónustu í bæjar- félaginu. Samlegðaráhrifin eru mikil og sennilegt er að hægt sé að veita sömu þjónustu fyrir lægra fé eða aukna þjónustu fyrir sama fé. Þetta verður þó ekki gert nema að til slíks liggi ríkur vilji hjá ríkinu og slíkum vilja er ekki fyrir að fara,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, vegna umræðu um að sveitarfélögin taki yfir rekstur heilbrigðisstofnana. Slíkar hugmyndir eru uppi á Suðurnesjum. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær er flutn- ingur á rekstri heilbrigðisstofnana frá ríkinu vel gerlegur að mati forsvarsmanna sveitarfélaga og forstjóra heilbrigðisstofnana. Það var hins vegar tilfinning blaðamanns við vinnslu fréttarinnar að þessi umræða hefði fyrst og síðast einskorðast við Suðurnesin. Þetta vill Elliði leiðrétta og skrifar að Vest- mannaeyjabær hafi ítrekað óskað eftir því að taka yfir allan rekstur Heilbrigðisstofnunar Vest- mannaeyja. „Ótal samtöl og fundir hafa verið um þetta mál en strandað á vilja ríkisins. Á seinasta kjörtímabili unnum við að þessu með Guðlaugi Þór [Þórðarsyni], þáverandi ráðherra, en bakslag kom í viðræðurnar í tíð Ögmundar [Jónassonar] og skýrist það ekki síst af breyttum efnahagslegum forsendum,“ segir Elliði. - shá Bæjarstjóri segir fullan vilja til að reka Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja: Ríkisvaldið stendur í veginum FRÁ VESTMANNAEYJUM Hugmyndir um að taka yfir heilbrigðis- stofnunina á staðnum hafa verið lengi í gerjun. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.