Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 10
10 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR VINSTRI GRÆN Nú er reynt að lægja öldurnar innan VG í Reykjavík, en forvalið um síðustu helgi, þar sem Sóley Tómasdóttir lenti í fyrsta sæti og Þorleifur Gunn- laugsson varð númer tvö, hefur dregið dilk á eftir sér. BANDARÍKIN, AP Tvítug bandarísk kona, sem nefnd er Amy í dóm- skjölum, krefst þess að fá bætur frá hundruðum sakborninga, sem höfðu í fórum sínum barnaklám- myndir sem frændi hennar tók af henni fyrir rúmum áratug. Þótt frændi hennar hafi hlotið dóm fyrir afbrot sín eru myndirn- ar af Amy enn í dag meðal þeirra sem útbreiddastar eru í heimi barnaníðinga. „Ég vil að þessu verði öllu eytt. Ég vil að þetta hætti. En ég get ekkert gert til að stöðva þetta, ekki frekar en ég gat stöðvað frænda minn,“ segir Amy. Fjölmörg önnur fórnarlömb barnakláms í Bandaríkjunum hafa einnig leitað til dómstóla til að fá bætur frá notendum barnakláms. Dómarar víðs vegar um Banda- ríkin þurfa því á næstunni að taka afstöðu til nýrra spurninga í tengslum við barnaklámsmál: Hvort einstaklingur sem hefur í fórum sínum klámfengna mynd af barni eigi að teljast meðábyrgur fyrir þjáningum barnsins, og hve háa upphæð eigi þá að láta hann greiða. Frumkvæði í þessum efnum kom frá dómara í Connecticut fyrir fáeinum vikum þegar hann hugðist gera einum eiganda slíkra mynda skylt að greiða Amy 200 þúsund dali. Áður en dómur var kveðinn upp var þó samið um að sá maður myndi borga henni 130 þúsund dali. - gb Fjölmörg fórnarlömb barnakláms höfða mál í Bandaríkjunum: Krefjast bóta af klámhundum RANNSÓKN Á BARNAKLÁMI Bandarískur lögreglumaður fylgist með samskiptum á netinu. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Tveir karlmenn um þrítugt hafa verið ákærðir fyrir stórfellda kannabisræktun og sölu og vörslu á miklu magni kannabisefna. Mennirnir voru teknir í mars á síðasta ári með rúm fimm kíló af kannabislaufum, tæplega fjögur kíló af marijúana og 621 kann- abisplöntu. Í ágúst var svo annar mann- anna tekinn aftur með rúmlega hálft kíló af kannabislaufum og 218 kannabisplöntur. Hinn maðurinn var tekinn tveimur dögum síðar. Hann reyndist vera með 65 plöntur sem hann var að rækta. - jss Tveir menn ákærðir: Ræktuðu og seldu kannabis Carmina Burana í Laugardalslauginni Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tilvalið að slaka á í heitum potti og hlýða á fagra tóna. Tónleikarnir hefj ast kl. 19.30 í kvöld. Kærleikar á föstudegi Landsþekktir einstaklingar segja kærleiksrík orð og Páll Óskar syngur um lífi ð. Blysför verður kringum Tjörnina og samsöngur kóra. Kærleikar hefj ast á Austurvelli kl. 18.00 og leiða gesti inn í Safnanóttina. Öndvegissúlur – Ljósaljóð Súlur Ráðhússins umbreytast í ljósalistaverk skreytt með tónmynd, listaverki Bills Fitzgibbon og Sverris Guðjónssonar. Hluti af setningu Safnanætur kl. 19.00 á túninu við tjarnarbrúna föstudaginn 12. febrúar. Safnanótt Rífl ega 30 söfn á höfuðborgarsvæðinu bjóða fj ölbreytta dagskrá til miðnættis á föstudag. Safnanæturstrætó gengur á milli safnanna frá klukkan 19.00. Nánari upplýsingar á www.safnanott.is. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/ljomandi 20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is STJÓRNMÁL Innan Vinstri grænna var í gær leitað sátta milli Þor- leifs Gunnlaugssonar og ýmissa forystumanna í flokknum vegna nýlegs forvals flokksins í borg- inni. Þorleifur sagðist í gær vongóð- ur um að sáttaleiðin yrði til þess að „í flokknum mæti allir lýðræði og sanngirni hér eftir“. Deilan snýst um að ekki hafi allir haft sömu tækifæri í forval- inu. Framboði Þorleifs var tjáð óformlega af formanni kjörstjórn- ar að ekki mætti sendast með og sækja útfyllta atkvæðaseðla til kjósenda. Þetta töldu aðrir fram- bjóðendur leyfilegt og höguðu sér eftir því. En samkvæmt reglum forvals VG í Reykjavík, geta félagsmenn fengið kjörseðla senda í tölvupósti, ef þeir þess óska. Kjósandinn skal svo „bera ábyrgð á að koma utan- kjörfundaratkvæðaseðlinum í löt- urpósti til kjörstjórnar“. Þessar reglur eru frá 6. febrúar. Eftir að Þorleifur kærði kosn- inguna hafnaði kjörstjórn kröfum hans og vísaði í reglur um forval, enda heimili þær póstkosningu. Kæra Þorleifs snerist meðal ann- ars um heimsóknir til kjósenda. Spurður hvernig það samræm- ist þessum reglum að stuðnings- menn frambjóðenda megi fara með atkvæði heim til fólks og skila síðan fyrir það á kjörstað, segir Stefán Pálsson, sem var formað- ur kjörstjórnar í forvalinu: „Við höfum takmarkaða möguleika á að fylgjast með þessu, til dæmis að sjá úr hvaða prentara kjörseð- ill kemur. En kjörstjórn hefur legið yfir þessum reglum, eftir að kæran kom fram, og okkar niður- staða var að þær hefðu ekki verið brotnar.“ Slíkar reglur kalli alltaf á nánari útskýringu, sem hafi birst í forvalsbæklingi. Í bæklingnum segir að félags- menn geti fengið sendan kjörseð- il í tölvupósti sem skuli lagður í ómerkt umslag sem aftur sé lagt í annað umslag merkt flokki, kjör- stjórn og pósthólfi. Stefán nefnir að í fyrri kosn- ingum innan VG hafi ekki verið gerðar ýtrustu kröfur um atriði af þessum toga. Vafa í kosningum eigi að meta kjósendum í hag. Nið- urstaða alls þessa verði líklega sú að stífari reglur verði samdar. klemens@frettabladid.is Verið að leita sátta um for- valið hjá VG Reglur forvals VG í Reykjavík fjalla um að utankjör- fundaratkvæði skuli berast í tölvupósti og að það sé á ábyrgð kjósandans að skila því í löturpósti. Í nýloknu forvalinu var farið heim til fólks með kjör- seðla. Ráðherra hringdi í kjósendur. Heimildir blaðsins herma að framámenn í VG hafi barist af öllu afli til að tryggja Sóleyju Tómasdóttur fyrsta sætið. Ráðherrar hafi verið þar á meðal. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra gengst fúslega við því að hafa hringt í „nánustu fjölskyldu og vini til að minna á forval VG“, en segir ekk- ert um hvern hún studdi. „Ég styð hins vegar Sóleyju sem oddvita þess lista sem hún var kosin til, með réttmætum hætti, eftir því sem formaður kjörstjórnar segir.“ Spurð um hversu marga hún hafi hringt í, segir Álfheiður að þeir hafi verið fjórir til fimm. RÁÐHERRA HVETUR FÓLK Á KJÖRSTAÐ FUGL Á HÖFÐI Á Navonatorgi í Róma- borg gerði þessi fugl sér lítið fyrir og settist stundarkorn á styttuhöfuð. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.