Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 12
12 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Konur í leiðtogahlutverki FRÉTTASKÝRING SIGRÍÐUR BJÖRG TÓMASDÓTTIR sigridur@frettabladid.is Karlmanni sem er við stjórnvölinn í fyrirtæki sem gengur vel er yfirleitt eignaður heiðurinn af vel- gengninni. Ef kona stýrir vel heppnuðu fyrirtæki er velgengni þess gjarnan skrifuð á hópvinnu og hag- stætt umhverfi. Þetta segir Alex Haslim, prófessor í háskólanum í Exeter, sem hefur um árabil rannsakað leiðtoga af báðum kynjum. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef fyrirtæki eru í vanda stödd þá er líklegra að konur séu vald- ar til stjórnunar í því. Karlar eru hins vegar oftar ráðnir til fyrir- tækja sem gengur vel,“ segir Alex Haslim prófessor. Hann, ásamt kollega sínum Michelle Ryan, leið- ir rannsókn í háskólanum í Exet- er sem ber heitið Glerbjargið (e. The Glass Cliff). Nafnið er vísun í hugtakið glerþak (e. Glass Ceiling) sem notað hefur verið um ósýni- lega hindrun á vegi minnihluta- hópa, til að mynda kvenna, á leið þeirra til valda. Konur sem stadd- ar séu á glerbjarginu séu í erfiðri stöðu, með verkefni sem hætta er á að misheppnist. Fáar konur í fyrirtækjum sem auðvelt er að stjórna Rannsóknir Haslims og Ryan benda til þess að konur veljist til leiðtogastarfa undir öðrum kring- umstæðum en karlar. Þær fái frekar störf sem talin séu vanda- söm og líkleg til að misheppn- ast en karlar. Staða kvenna í leið- togastarfi sé þannig ótryggari en karla. „Ég tek sem dæmi að konur eru miklu sjaldnar við stjórnvöl- inn í fyrirtækjum sem er vanda- lítið að stjórna, þar sem stjórnunin er þægileg ef svo má segja. Dæmi um þetta eru olíufyrirtæki, þó að þar hafi verið gerð alls konar axar- sköft í stjórnun þá raka þau samt inn tekjum ár hvert og eru þannig séð auðveld í stjórnum. Í svona fyrirtækjum eru fáar konur,“ segir Alex sem staddur var á Íslandi til að halda erindi á fundinum Virkj- um karla og konur, fjölbreytni í forystu. Alex sem hefur unnið að leið- togarannsóknum í mörg ár segir gögn sýna að mikill munur sé á kynjunum, stjórnun karla og kvenna og væntingum til þeirra Bónus fyrir karla „Sem dæmi má nefna að í fyr- irtækjum sem karlar stjórna og gengur vel fá þeir gjarnan bón- usgreiðslur fyrir vikið. Konur fá miklu síður umbun í formi slíkra greiðslna,“ segir Alex sem segir skýringuna ekki alveg einhlíta. Karlar virðist duglegri við að semja um að fá bónus ef vel gangi. Fólk virðist einnig miklu frekar gera ráð fyrir því að þeim beri að fá bónus. Karlar geri meira úr hlutverki leiðtogans og þar sem þeir séu við stjórnvölinn og gangi vel sé vel- gengnin gjarnan tengd persónu þeirra, þeir hafi leitt hópinn til vel- gengni. Velgengni fyrirtækja þar sem konur eru við stjórnvölinn sé hins vegar oft skýrð með því að umhverfið hafi verið fyrirtæk- inu hagstætt, eða að hópurinn sem leiddi fyrirtækið hafi verið einstak- lega góður. Minna sé því gert úr hlutverki konunnar sem leiðtoga. Alex og félagar hans hafa rann- sakað fyrirtækjastjórnun út frá ýmiss konar gögnum, til að mynda skoðað stjórnun fyrirtækja og gengi þeirra aftur í tímann. „Við erum í mörgum tilfellum að skoða gögn frá árinu 2006 og eldri því þar er oft erfitt að nálgast þessar upp- lýsingar.“ Karlafyrirtæki ofmetin Út frá þessum gögnum kemur í ljós að fyrirtækjum sem eru með bæði karla og konur í stjórnum sínum gengur betur en fyrirtækjum sem bara eru skipuð körlum. „Ég ráðlegg fyrirtækjum eindregið að hafa bæði karla og konur í sínum stjórnun, það skilar betri árangri,“ segir Alex sem telur frumkvæði Norðmanna um kynjakvóta í stjórnun athyglisvert og gott framtak. „Það eru miklir fordómar gagnvart slíkum aðgerð- um í Bretlandi en ég tel þær af hinu góða. Það eru engar rannsóknir sem sýna að það sé slæmt að hafa konur í stjórnum fyrirtækja, þvert á móti þá eru fjölmargar rannsóknir sem sýna að konur eru góðir stjórnend- ur og fyrirtæki græða á því að hafa þær við stjórnvölinn.“ Hann segir rannsóknir einnig hafa sýnt að verðmæti fyrirtækja þar sem karlmenn voru allsráðir hafi á tímabilinu 2001 til 2005 verið ofmetin um 70 prósent. Fyrirtæki þar sem konur voru einnig í stjórn voru á sama tímabili ofmetin um 21 prósent. Auk gagna frá fyrirtækjum hafa Alex og félagar tekið fjölda viðtala og lagt prófanir fyrir fólk og svo borið það saman við gögnin. Hann segir að með þeirri aðferð fáist betri útskýring á gjörðum stjórnenda og viðbrögðum umhverfisins. Slíkar tilraunir hafi til að mynda leitt í ljós að konur þyki miklu betri valkostur þegar ráða á stjórnanda í fyrirtæki sem gengur illa eins og áður sagði. Konum ekki umbunað fyrir árangur ALEX HASLAM Karlar fá veglegan launabónus í vasann gangi fyrirtæki sem þeir stýra vel, segir Alex, sem er prófessor við háskól- ann í Exeter. LJÓSMYND/JÓHANNES LONG Um 43 prósent fundargesta á morgunverðarfundinum Virkjum konur og karla voru karlar. Það eru miklu jafnari kynjahlutföll en á fyrri fundum þar sem konur í viðskipta- lífinu hafa verið til umfjöllunar, segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo og einn skipuleggjenda fundarins. Um 300 manns voru á fundinum, um 120 karlar og um 180 konur. „Á sambærilegum fundum hefur iðulega mátt telja karl- menn á fingrum annarrar handar og þar af hefur hluti verið í pallborði,“ segir Rakel. Helmingi ódýrara var á fundinn ef karl og kona komu saman og voru konur hvattar til að hringja í karlmann og bjóða með sér á fundinn. Fundurinn var haldinn til að fylgja eftir samstarfssamn- ingi Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráðs Íslands frá síðasta vori um að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs til loka ársins 2013 þannig að hlutur hvors kyns verði ekki undir fjörutíu prósentum. Að honum stóðu auk SA, FKA og VÍ, Leiðtoga- Auður, Creditinfo og viðskiptaráðuneytið. Á fundinum sagði Þóranna Jónsdóttir hjá Auði Capital frá rannsókn sinni á stjórnum fyrirtækja en niðurstöður hennar gefa sterklega til kynna að aukin fjölbreytni stjórna bæti verklag þeirra og árangur. Þóranna sagði, að því er fram kom á visi.is, það líklegra til árangurs að hafa jafnt hlutfall kynja í stjórnun fyrirtækja. Jafnt hlutfall hefði auk þess jákvæðan árangur á skilvirkni og vinnulag. HVATNING TIL KARLA VIRKAÐI KARLAR OG KONUR Konur tóku upp símann og buðu körlum með sér á fund um aukinn hlut kvenna í forystu fyrirtækja og skilaði sú hvatning fleiri körlum á fundinn en á sambærilega fundi hingað til. LJÓSMYND/JÓHANNES LONG. Ísland er spennandi rannsókn- arefni er kemur að rannsókn á stjórnum segir Alex Haslam. „Ég veit ekki mikið um Ísland en mér hafði verið bent á að það væri hægt að tengja rannsóknina okkar við aðstæður á Íslandi,“ segir Alex. Hann átti fund með Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að loknu viðtali við blaðamann Fréttablaðsins en segja má að hún sé samkvæmt skilgreiningu rannsóknar Alex stödd á glerbjargi, þar sem gjarn- an má finna konur sem kallaðar hafa verið til stjórnunarstarfa eftir að allt er komið í óefni. „Ég er með upptökutækið mitt með mér og ætla að ræða við Birnu,“ segir Alex sem safnar gögnum víðar en í Bretlandi fyrir rannsóknina Glerbjargið. Nánari upplýsingar um verk- efnið er að finna á heimasíðunni http://psy.ex.ac.uk/seorg/ ÁHUGAVERT AÐ SKOÐA ÍSLAND 45% FYRIRTÆKJA ÞURFA AÐ FÆKKA STARFSFÓLKI VEGNA SKATTABREYTINGA STJÓRNVALDA Samkvæmt könnun meðal forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja Nánar á Viðskiptaþingi 2010 - Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf? Skráning og nánari upplýsingar á www.vi.is og í síma 510-7100 MIÐVIKUDAGINN 17. FEBRÚAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.