Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 16
16 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hinn 14. febrúar verður ár liðið frá því að heimili SPES-samtakanna fyrir foreldralaus börn í Kpali- mé í Tógó var vígt. Hjónin Njörður P. Njarðvík og Bera Þórisdóttur dvöldu þrjár vikur í janúar í Tógó og kynntu sér árangurinn af starfinu. Allt frá því að SPES-samtökin voru stofnuð árið 2000 hefur Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, einbeitt sér að því að hjálpa foreldralausum börn- um í Tógó í Vestur-Afríku. Í janúar fóru þau Bera til Tógó og kynntu sér uppbyggingarstarfið þar. Þau hjónin eru nýkomin heim, þreytt og hálflasin af aukaverkun- um malaríulyfja. Það liggur þó vel á Nirði þegar Fréttablaðið nær af honum tali; Skeljungur var að veita SPES styrk sem nemur hálfri ann- arri milljón. „Honum verður varið til að greiða heilbrigðisþjónustu SPES í Tógó,“ segir Njörður. „Á síðasta ári nam sá kostnaður 8.789 evrum, og er sú fjárhæð svipuð og styrkurinn í ár. Kunnum við hjá SPES Skeljungi auðvitað miklar þakkir.“ Þau eru líka hæstánægð með þann árangur sem náðst hefur á heimilinu í Kpalimé á liðnu ári, en þar búa nú 20 börn. „Þau eru öll við góða heilsu,“ segir Njörður. „Að vísu hefur malaría gert vart við sig og borið hefur á lús en við henni var brugðist skjótt.“ Góð uppskera Uppbygging í Kpalimé hefur gengið vel. Reist hafa verið tvö svefnhýsi, eldhús og matsalir og skrifstofuhús starfsfólksins er vel á veg komið. Lóð SPES í Kpalimé er svo stór að um helmingur hennar er nú nýtt- ur til ræktunar maís og ávaxta. „Maísuppskera hefur verið svo mikil að hún hefur meira en dugað fyrir heimilið og töluvert flutt til höfuðborgarinnar Lomé. Pascal Chini, umsjónarmaður með starf- inu í Kpalimé, hefur unnið ákaflega gott starf og forstöðukonan Berthe hefur reynst vel.“ Fyrsti skólinn sinnar tegundar SPES er nú að byggja skóla sem tek- inn verður í notkun í byrjun næsta skólaárs, blanda af leikskóla og for- skóla. „Þetta verður fyrsti skóli sinnar tegundar í bænum. Við viljum að börnin okkar eigi kost á slíkri skóla- vist ásamt öðrum börnum í bænum, sem munu njóta góðs af hinum nýja skóla. Þess skal getið að íslensk hjón standa að öllu leyti að kostnaði við byggingu skólans, sem nemur um 40 þúsund evrum. Þau vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Þetta er óvenjulega rausnarlegur styrkur og verður seint fullþakkaður.“ Áætlað er að börnunum í Kpalimé fjölgi í 30 á árinu, ef nægilega marg- ir styrktarforeldrar finnast. 94 börn í Lomé Fyrsta barnaþorp SPES var reist í höfuðborg Tógó, Lomé. Þar búa nú 94 börn og stendur til að bæta fjórum við á næstunni. „Hámarksfjöldi barna í Lomé er 108, en við höfum farið okkur hægt að undanförnu til að starfs- fólki gæfist tími til að ná tökum á dálitlum hegðunarvandamálum sem örlaði á. Það hefur nú tekist allvel, og því talið óhætt að fjölga börnum. Öll eru börnin við góða heilsu, kát og glöð.“ Börnunum gengur misjafn- lega vel í skóla, eins og við er að búast hjá svo stórum hóp. Þau eru þó yfirleitt meðal þeirra betri í bekkjum sínum, enda fá þau sér- staka hjálp við heimavinnu. „Tvö börn hófu nám í miðskóla síðastliðið haust og við búumst við að sex til viðbótar setjist í þann skóla að hausti, ef þeim gengur vel í vorprófum.“ Alls hafa SPES-samtökin byggt níu skólastofur fyrir barnaskól- ann í Lomé. „Þessar skólastofur hafa leitt til þess að nú eru helmingi færri í hverjum bekk, eða „aðeins“ um 70. Enn er þó mikill skortur á kennslugögnum, og voru kennar- arnir beðnir um lista yfir brýn- ustu þarfir. Til viðbótar vantar fjölmörg kennslugögn og verður reynt að leysa úr þeim vanda eftir atvikum.“ Heimamenn taka þátt Tógódeild SPES telur nú liðlega 80 meðlimi. „Það er gaman að segja frá því, að margir félagsmenn koma reglulega á heimilið og oft fær- andi hendi með hrísgrjón og önnur matvæli, hreinlætisvörur og fleira nýtilegt. Það er okkur mikils virði að heimafólk taki þannig virkan þátt í starfinu af áhuga. Áætlað er að þetta fólk geti myndað eins konar vinafjöl- skyldur fyrir börnin að heim- sækja og venjast þannig venju- bundnara fjölskyldulífi.“ ■ Hreint gull er skilgreint sem „24 karöt“ og er frekar mjúkur málmur í eðli sínu. Því er gulli oftast blandað saman við aðra málma til að gera það sterkara og ódýrara. 18 karöt þýðir að 18 hlutar af 24 eru gull, eða 75 prósent hreint gull. ■ Hvítagull er búið til með því að blanda saman gulu gulli við hvíta málma. ■ Platína er hvítur málmur sem er mjög sjald- gæfur og jafnvel verðmætari en gull. Platína er jafnframt harð- ari málmur en gull og því erfiðari að vinna með. FRÓÐLEIKUR GULL OG PLATÍNUM ■ Það sem á enskri tungu kallast casino heitir á íslensku spilavíti. Mörgum áhugamanninum um fjárhættuspil þykir sú þýðing hafa heldur neikvæða skírskotun. Þó er það ekki íslensk uppfinning að tengja slíka spilamennsku við sjálft helvíti. Orðið spilavíti á sér nefnilega beina samsvörun í ensku hugtökunum gambling hell og spillehelvede, sem bæði hafa raunar löngu lagst af í almennri notkun, en tíðkuðust á nítjándu öld og framan af þeirri tuttugustu. Hugtak- ið gambling hell er í orðabókum skil- greint sem ‚samkomustaður þar sem spila má ýmsa leiki (starfræktur í gróðaskyni)‘. Elsta dæmið um orðið spilavíti í íslensku er úr árbók góðtempl- ara frá síðari hluta 19. aldar og fylgir enska hugtakið með innan sviga. Einnig eru til dæmi um orð- myndina spilahelvíti í íslensku, til dæmis í Almanaki Þjóðvinafélags- ins frá 1890. - sh TUNGUTAK Spilað í víti „Síðastliðið ár var líklega það besta í sögu fyrir- tækisins,“ segir Þórir Kjartansson, framkvæmda- stjóri Víkurprjóns í Vík í Mýrdal, spurður frétta af ganginum í starfseminni. Hann rekur árangur- inn til veikrar krónu jafnt sem aukins áhuga á íslensku ullinni og prjónaskap. Átján vinna í Víkurprjóni en fjölga þarf starfs- mönnum, því í mars verður nýbygging tekin í gagnið. „Hér var orðið of þröngt svo við þurftum að stækka við okkur.“ Þórir segir Víkurprjón geta selt meira en það geri. Stundum sé erfiðleikum háð að fá hráefni þar sem garnverksmiðjan Ístex hafi vart undan við fram- leiðslu. Þar horfi þó til bóta. Að sögn Þóris er Víkur- prjón ekki eina fyrirtækið sem gerir það gott í Vík í Mýrdal um þessar mundir. Ungir menn á staðnum framleiði, auk annars, möl sem fari í steinteppi á gólf. „Þetta er víst vinsælasta efnið í dag enda tinnusvart og fallegt og ódýrasta var- anlega gólfefnið á markaðnum.“ Þórir valdi það vitaskuld á nýbyggingu Víkurprjóns. Þorrablót Víkurbúa er að baki og segir Þórir það hafa tekist með miklum ágætum. Af tíðindum úr sveitinni segir hann helst rætt um sjóvarnir þessa dagana. Landbrot sé enda talsvert vandamál. „Loksins er búið að veita í þetta peningum en þá er komið upp álitamál milli heima- manna og Siglingastofnunar. Hún vill sjóvarnargarðinn nær þorpinu en við heimamenn óttumst sand- rokshættu ef garðurinn verður svo nærri. Í miklu suðvestanroki blæs hér sandi yfir allt.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞÓRIR KJARTANSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI VÍKURPRJÓNS Nýbygging tekin í gagnið í mars Öll börnin kát og glöð BERA OG NJÖRÐUR Hjónin eru hæstánægð með þann árangur sem náðst hefur. Það hálfa væri nóg „[Ég hélt] að þeir hefðu feng- ið að kaupa Landsbankann á grundvelli þess að þeir væru að koma með svo mikið af dollurum til landsins að það hálfa væri nóg.“ SÓLON SIGURÐSSON, FYRRVER- ANDI BÚNAÐARBANKASTJÓRI, VILDI EKKI LÁNA BJÖRGÓLFSFEÐGUM Á SÍNUM TÍMA. HANN GERÐI ÞAÐ SAMT. RÚV, 9. febrúar Eitt ógeð „Þetta er bara eitt stykki viðbjóður.“ KRISTINN KRISTMUNDSSON, EIGANDI VÍDEÓFLUGUNNAR Á EGILSSTÖÐUM, ER GRAMUR ÚT Í MANN SEM HANN TELUR HAFA DREPIÐ FYRIR SÉR FJÓRA KETTI Í GEGNUM ÁRIN. Fréttablaðið, 9. febrúar Að beiðni Njarðar, sem er ræð- ismaður Tógó, ákvað utanrík- isráðuneyti Íslands að styrkja endurbyggingu skóla nyrst í Tógó sem eyðilögðust í miklum flóðum 2007 og 2009. Eyðilögðust þar 900 skólastofur. Styrkurinn nemur 80 þúsund evrum og dugir til að reisa tvo miðskóla. Var skólamálaráðherra falið að velja staði þar sem þörf væri brýn og SPES falin framkvæmd. Bera og Njörður fóru ásamt Claude Gbedey (ræðismanni Íslands) til bæjarins Kri Kri í Tchamba-héraði og lögðu hornstein að nýjum skóla með sýslumanni og þingkonu. Voru þar mikil hátíðahöld með söng, dansi og ræðuhöldum, enda var svo komið að börnin áttu engan kost á námi eftir grunnskóla. Hinn skólinn verður svo byggður enn norðar í bænum Bagré í Kpendjal- héraði. Báðir skólarnir eiga að vera fullbyggðir í upphafi nýs skólaárs að hausti. SKÓLAR Í NORÐUR-TÓGÓ BARNAHEIMILI Njörður segir að öll börnin á barnaheimilinu séu við góða heilsu. "Af stað". Ertu með vefjagigt? Haldið verður 3ja kvölda fræðslunámskeið fyrir fólk með vefjagigt miðvikudagana 17. og 24. febrúar og 3. mars kl.19:30 í húsnæði félagsins að Ármúla 5, Reykjavík, á 2 hæð, sjá www.gigt.is. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu félagsins í síma 530-3600. Gigtarfélag Íslands Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.