Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 24
24 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Svanhildur Kaaber um Ríkisútvarpið Samkvæmt lögum er Ríkisútvarpið óháð- ur fjölmiðill í almanna- eigu. Þessi skilgreining „í almannaeigu“ er þýðing á hugtakinu „public service“ sem notað er í grannlönd- um okkar. Með því er átt við að Rík- isútvarpið á að vera sameign þjóðar- innar, óháður fjölmiðill sem ekki lýtur markaðsöflum heldur hefur þá skyldu að senda út dagskrá í máli og myndum til alls landsins og næstu miða og upp- fylla menningarlegar, þjóðfélagslegar og lýðræðislegar þarfir íslensks sam- félags. Með lögum sem Alþingi sam- þykkti árið 2007 var ákveðið að Ríkis- útvarpið skyldi vera hlutafélag í eigu íslenska ríkisins. Þessi breyting var umdeild og er enn, enda margir sem telja að almannaútvarp eigi ekki og geti ekki lotið reglum sem settar eru fyrirtækjum og stofnunum á almenn- um markaði. Ríkisútvarpið hefur nú í rétt 80 ár verið samofið íslensku samfélagi, hefur flutt þjóðinni gleðifréttir ekki síður en vátíðindi, hefur kynnt henni meistara- verk heimsmenningarinnar og gaman- mál líðandi stundar og skemmt henni með tónlist af öllu tagi ekki síður en töl- uðu máli bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi. Fjölbreytni og gæði dagskrárinnar eru ekki síst því að þakka að Ríkisútvarp- ið hefur á að skipa afar færu fagfólki á sviði fréttamennsku, dagskrárgerðar og tækni – fólki sem sumt hefur fylgt stofn- uninni í áratugi og hefur af trúmennsku og metnaði staðið vörð um heiðarleika og hlutleysi í dagskrárgerð og frétta- flutningi. Auk þess að hafa þá skyldu að flytja vandað, fjölbreytt, fræðandi og skemmti- legt efni fyrir alla aldurshópa um allt land í útvarpi og sjónvarpi gegnir Rík- isútvarpið mikilvægu öryggishlutverki. Hver kannast ekki við að hafa snúið sér að fréttum Ríkisútvarpsins þegar þjóð- inni er ógnað, hvort sem er af æðri mátt- arvöldum eða yfirsjónum dauðlegra manna? Einmitt þess vegna er mikil- vægt að dreifikerfi og tæknileg starf- semi sé ávallt með besta hætti þannig að allir landsmenn, hvar sem þeir búa eða eru staddir, geti treyst því að sjá og heyra útsendingar hvenær sem er. Undanfarna daga hafa málefni Ríkis- útvarpsins mjög verið til umræðu í kjöl- far hins mikla niðurskurðar sem það þarf eins og fjölmargar aðrar stofnan- ir og fyrirtæki að takast á við. Þessar aðgerðir eru sýnilegar í dagskrá allra miðla – og þær hafa því miður líka bitnað á starfsfólkinu því á undan- förnum mánuðum hefur þurft að fækka starfsfólki í öllum deildum stofnunarinnar til að ná fram þeim sparnaðarmarkmiðum sem stjórn- völd mæla fyrir um. Þennan harm hefur starfsfólkið borið í hljóði og gengur áfram til verka sinna af vandvirkni og metnaði. Það ber að virða og þakka. Í fyrra kom til framkvæmda sú ákvörðun Alþingis að hætt skyldi inn- heimtu afnotagjalds sem greitt hefur verið frá því Ríkisútvarpið tók til starfa árið 1930. Í stað þess var talið réttara að undirstrika sjálfstæði og hlutleysi Rík- isútvarpsins með því að færa til þess fjármagn með sérstakri skattlagningu. Þannig þótti meiri hluta þingsins betur tryggt en áður að Ríkisútvarpið væri öflugur máttarstólpi þess velferðarkerf- is sem við viljum reka á Íslandi rétt eins og skólakerfið og heilsugæsluna. Það var á tímum mikilla umsvifa í íslensku samfélagi. Því miður hefur sýnt sig eins og margir óttuðust að innheimta útvarpsskattsins hefur ekki verið með þeim hætti sem gert var ráð fyrir og Ríkisútvarpið nýtur þess ekki að skatt- tekjurnar séu að raunvirði eins og áætl- að var – og lagt var upp með í hinum fyrsta þjónustusamningi við mennta- málaráðherra frá 2007. Í ljós kemur að raddir efasemdamanna um ágæti þess- arar ráðstöfunar áttu fullan rétt á sér. Núverandi menntamálaráðherra fól á síðasta ári starfshópi að setja fram til- lögur um hvernig tryggja mætti betur en nú er að Ríkisútvarpið geti sinnt menningarlegu og lýðræðislegu hlut- verki sínu. Í tillögum og greinargerð nefndarinnar er að finna mörg leiðar- ljós sem geta orðið stjórn og stjórnend- um stofnunarinnar að miklu gagni. Því ber að fagna niðurstöðum nefndarinn- ar og þakka þær ábendingar sem þar koma fram. Ríkisútvarpið hefur frá upphafi verið til umræðu manna á meðal og á reyndar alltaf að vera það. Stundum beinist sú umræða meira að hinum ytri ramma en hlutverki og inntaki. En það er brýnt að við öll sameiginlega látum okkur varða hlutverk og verkefni Ríkisútvarpsins ekki síður en dagskrána og framsetn- ingu hennar. Ríkisútvarpið speglar bæði nútíð og fortíð þjóðarinnar – og við berum sam- eiginlega ábyrgð á því að tryggja að þessi gersemi okkar fái að blómstra og þróast og takast í framtíðinni á við nýja tíma og breytta tækni af heiðarleika og metnaði. Höfundur er formaður stjórnar Ríkis- útvarpsins ohf. Gersemi í þjóðareign SVANHILDUR KAABER UMRÆÐAN Joseph Stiglitz skrifar um efnahagsendurreisn í Bandaríkjunum Eftir ósigurinn í öldungar-deildarþingkosningunum í Massachusetts hafa demó- kratar í Bandaríkjunum misst 60 sæta meirihlutann sem þeir þurfa til að fá endurbætur í heilbrigðisþjónustu og fleiri frum- vörp samþykkt. Þetta hefur breytt landslaginu í bandarískum stjórnmálum – í bili að minnsta kosti. En hvað segja úrslitin um bandaríska kjós- endur og efnahagsástandið? Úrslitin fela ekki í sér stefnubreytingu til hægri, eins og sumir álitsgjafar halda fram. Í Oregon, hinum megin í Bandaríkjunum frá Massachusetts, var til dæmis verið að sam- þykkja skattahækkanir í allsherjaratkvæða- greiðslu. Skilaboðin eru frekar þau sömu og kjósendur sendu með kjöri Bill Clinton fyrir sautján árum: efnahagsástandið og atvinna er það sem máli skiptir. Efnahagsástandið í Bandaríkjunum er í kalda koli – jafnvel þótt hagvöxtur hafi myndast á ný og bankamenn þiggi aftur himinháar bónus- greiðslur. Sjötti hver Bandaríkjamaður í leit að fullri vinnu finnur hana ekki; 40 prósent af atvinnulausum hafa verið án atvinnu í hálft ár eða lengur. Eins og Evrópubúar komust að fyrir löngu, aukast erfiðleikarnir eftir því sem atvinnuleys- ið teygist á langinn; dýrmæt reynsla fer í súg- inn, horfurnar versna og sparifé klárast. Búist er við að gengið verði að húsnæðislánum að and- virði 2,5 til 3,5 milljarða dala, sem er meira en í fyrra. Gert er ráð fyrir gjaldþrotahrinu hjá stór- um fasteignafyrirtækjum. Jafnvel fjárlagaskrif- stofa Bandaríkjaþings spáir því að atvinnuleysi verði ekki komið í eðlilegt horf fyrr en um miðj- an áratuginn. Bilið breikkar Barack Obama Bandaríkjaforseti tók mikla áhættu í upphafi stjórnartíðar sinnar. Í stað breytinganna sem lofað var í kosningabaráttu hans, hélt hann í marga af fyrri embættismönn- um og viðhélt gömlu „brauðmola“-aðferðinni til að takast á við fjármálakreppuna. Skilaboðin virtust vera þau að besta leiðin til að gæta hags- muna heimilanna og launþeganna væri að sjá bönkunum fyrir nægum peningum. Þegar Clinton gerði umbætur á velferðarúr- ræðum fyrir fátæka voru sett skilyrði; umsækj- endur urðu líka að leita sér að vinnu og mæta á námskeið. En þegar bankarnir fengu sína vel- ferðarstyrki voru þeim ekki sett nein slík skil- yrði. Hefði þetta dugað til að koma Bandaríkj- unum úr kreppunni hefði Obama komist hjá ýmsum heimspekilegum álitamálum. En það tókst ekki og það er langt síðan andúð almenn- ings í garð bankanna hefur verið jafn mikil og nú. Obama vildi brúa bilið milli sem George W. Bush hafði breikkað á milli ríkra og fátækra. En bilið hefur breikkað enn meira og tilraunir for- setans til að gera öllum til geðs eiga líklega ekki eftir að sefa neinn. Verður ekki sleppt og haldið Harðlínumenn í ríkisfjármálum, sérstaklega í hópi bankamanna, létu lítið fyrir sér fara meðan ríkið var að bjarga bönkunum fyrir horn en eru nú komnir tvíefldir til baka. Þeir bera við áhyggjum af fjárlagahalla til að réttlæta niður- skurð. En slík viðhorf til ríkisreksturs eru ekki hótinu skárri en nálgun bankamanna á eigin rekstri. Stórfelldur niðurskurður á þessum tímapunkti veikir hagkerfið. Ef eytt væri í fjárfestingar sem skiluðu ekki nema sex prósenta arði, myndu langtímaskuldir minnka þrátt fyrir aukinn fjár- lagahalla til skamms tíma, þökk sé hærri skatt- tekjum sem myndast af meiri skammtímaút- gjöldum og hraðari vexti til lengri tíma. Obama reyndi hið ómögulega, að bæði örva hagkerfið og gera harðlínumönnunum til geðs. Tillögur hans um niðurskurðaraðgerðir fældu hins vegar frá frjálslynda demókrata og gengu of skammt til að sætta harðlínumennina. Aðrar aðgerðir til að koma miðstéttinni til hjálpar sýna kannski hvar hjarta forsetans liggur, en þær eru of litlar að sniðum til að skipta máli. Breytingar krefjast forystu Þrenns konar aðgerðir gætu skipt sköpum: að ráðast aftur í björgunaraðgerðir, að stemma stigu við að gengið verði að húsnæðislánum (25 prósent húsnæðislána eru hærri en verðmæti eignarinnar) og endurbætur á fjármálakerfi bankanna. Fyrir ári var pólitísk innistæða Obama það mikil að hann hefði mögulega getað hrint þess- um málum í framkvæmd og snúið sér að öðrum aðkallandi úrlausnarefnum. En svigrúm hans hefur stórlega minnkað síðan þá; fólk er reitt, ringlað og vonsvikið; björgunaraðgerðir fyrir bankana komu lánveitingum ekki aftur á strik, eins og þeim var ætlað, örvunaraðgerðir höfðu áhrif en ekki nógu mikil og atvinnuleysi hefur snaraukist. Upp eru efasemdir um að Obama takist að hrinda í framkvæmd löngu tímabærum breyt- ingum á bankakerfinu og hinum alltof áhættu- sæknu risabönkum. Ef það mistekst, er líklegra en ekki að önnur fjármálakreppa ríði yfir áður en langt um líður. Flestir einblína hins vegar á kreppu dagsins í dag, ekki morgundagsins. Næstu tvö ár er búist við að hagvöxtur verði of lítill til að anna nýlið- un á vinnumarkaði, hvað þá uppræta atvinnu- leysi. Þótt óbeislaðir markaðir hafi leitt þessa ógæfu yfir okkur, koma þeir okkur ekki út úr henni. Ríkið verður að grípa inn í og það krefst rögg- samrar og skilvirkrar pólitískrar forystu. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjun- um. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Hálfkák á ögurstund JOSEPH E. STIGLITZ HL ÍÐAR FJA L L L ANGJÖKUL L Hlýir vettlingar úr vatnsfráhrindandi efni. Einangraðir með Primaloft® örtrefjafyllingu. skiðabuxur vettlingar HL IDAR FJA L LÍÐ Vatnsfráhrindandi, mjúkur og léttur jakki. Einangraður með Primaloft® örtrefjafyllingu. Vatnsfráhrindandi og einangraðar með Primaloft® örtrefjafyllingu. skiðajakki Verð: 68.000 kr. Verð: 65.000 kr. ÍSL ENSKU K EPPENDURN IR K LÆÐA SIG V EL Ólympíuleikar 2010 í Vancouver Verð: 9.800 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.