Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2010 3112 dagurinn ● fréttablaðið ● ● VEISTU ÞETTA? 5) Til að meta ástand slasaðs einstaklings og hvort þörf er á frekari aðstoð: a. er nóg að líta á hann og spyrja hvort hann finni til b. þarf að skoða hann og meta meðvit- und og öndun c. er best að gera sem minnst og bíða eftir því að fagfólk komi á staðinn d. ekkert ofantalinna svara er rétt 6) Sálrænn stuðningur í kjölfar áfalls getur: a. minnkað líkur á alvarleg- um geðrænum einkennum b. flýtt líkamlegum bata c. dregið úr sektarkennd d. allt ofangreint er rétt Rétt svör er að finna á baksíðu 112-blaðsins. Einn venjulegan föstudags- morgun vaknaði Sigfús Ólafur Guðmundsson við það að frá fyrrverandi kærustu hans bárust kokhljóð þar sem hún lá sofandi. Fljótlega uppgötvaði hann að hún andaði ekki og hringdi strax í 112. „Ég hélt í fyrstu að hún væri eitt- hvað að stríða mér þar sem við vorum vön að vakna á þessum tíma, milli klukkan sex og sjö á morgnana, til að fara í vinnu. Eftir smástund fer mig að gruna að þetta sé eitthvað annað og fer að stumra yfir henni og uppgötva að hún andar ekki,“ segir Sig- fús sem hringdi í 112 en starfs- fólk Neyðarlínunnar leiddi hann í gegnum lífgunaraðgerðir. Sigfús bjó svo vel að hafa farið þrisvar sinnum á námskeið í skyndihjálp, einu sinni er hann var í unglinga- deild björgunarsveitarinnar í Nes- kaupstað, annað skiptið er hann tók sundlaugarvarðarpróf og svo lærði hann skyndihjálp þegar hann kláraði einkaþjálfaranám- skeið hjá World Class. „Þeir hjá Neyðarlínunni leiddu mig í gegnum endurlífgunina í gegnum símann og ég fékk ótrú- lega góða leiðsögn og aðstoð hjá þeim þar til sjúkrabíllinn kom á staðinn. Þeir sögðu mér nákvæm- lega hvenær ég ætti að hnoða og hvenær ég ætti að blása. Um fjór- ar eða fimm mínútur liðu svo þar til sjúkrabíllinn kom og hún var enn meðvitundarlaus þegar þeir mættu á staðinn.“ Eftir fjörutíu mínútna endur- lífgunartilraunir komst fyrrver- andi kærasta Sigfúsar til meðvit- undar en í ljós kom að hún er með arfgengan hjartagalla sem gerir það að verkum að of langt getur verið á milli hjartaslaga. „Það skipti eflaust sköpum að ég gat hafið endurlífgunartilraun- ir strax með hjálp Neyðarlínunn- ar sem og snör handtök sjúkralið- anna,“ segir Sigfús, sem stefnir á annað skyndihjálparnámskeið nú í febrúar. - jma Lét Neyðarlínuna leiða sig í gegnum lífgunaraðgerðir Sigfús Ólafur Guðmundsson þurfti að beita endurlífgunartilraunum á fyrrverandi kærustu sína en hún er með arfgengan hjartagalla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hjálparsíminn veitir meðal annars sálrænan stuðning til fólks sem orðið hefur vitni að slysum. Einn- ig eru dæmi um að viðbragðsaðil- ar hafi nýtt sér þjónustuna. Elfa Dögg Leifsdóttir, verk- efnastjóri hjá Hjálparsímanum, segir símann vera ókeypis þjón- ustu sem opin er allan sólarhring- inn. Þeir aðilar sem nýta sér þjón- ustu Hjálparsímans eru flestir að leita eftir sálrænum stuðningi og aðstoð. „Kortum með símanúmeri okkar hefur verið dreift á slysstöð- um til þeirra sem hafa orðið vitni að slysinu en tengjast ekki fórnar- lambinu á nokkurn hátt, það fólk situr oft eftir með erfiðar tilfinn- ingar sem geta valdið mikilli geðs- hræringu,“ útskýrir Elfa Dögg. Starfsmenn Hjálparsímans eru bæði sjálfboðaliðar og starfsfólk með mismunandi bakgrunn. Elfa Dögg tekur þó fram að allir starfs- menn fari í gegnum ströng nám- skeið og hljóti góða þjálfun áður en störf eru hafin. „Okkar starf er að hlusta á fólk og benda því á mögu- leg úrræði. Það gerir oft gæfu- muninn í þessum málum að fólk fái að ræða vandamál sín upphátt við einhvern og fá þannig betri yfirsýn svo hægt sé að ákveða næsta skref. Það eru ekki til nein- ar töfralausnir en þetta veitir fólki hvatningu til að nýta sér þau úr- ræði sem til eru.“ Elfa Dögg segir þann fjölda fólks sem notfærir sér þjónustu Hjálparsímans fara vax- andi með ári hverju og nefnir að árið 2009 hafi um 26.000 símtöl verið afgreidd. Aðspurð segir hún vandamál fólks vera af ýmsum toga en flestir sæki sér aðstoð vegna þunglyndis og kvíða; einnig hafi margir hringt vegna vanda- mála sem tengjast fjármálum og atvinnuleysi í kjölfar kreppunnar. „Við erum í góðu samstarfi við 112 og bráðamóttöku geðsviðs. Mér sýnist á öllu að símaþjónusta sem þessi sé fólki afar mikilvæg og það er mikið öryggi í því að hægt sé að hafa símann opinn allan sólar- hringinn,“ segir Elfa Dögg. -sm Veitum sálræna aðstoð Elfa Dögg Leifsdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsímanum, segir þjónustuna vera mikilvæga mörgum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skyndihjálp getur skipt sköpum þegar mannslíf er í hættu. Sál- rænn stuðningur þykir einnig mjög mikilvægur. Sigrún Guðný Pétursdóttir, hjúkrunarfræðing- ur á slysa- og bráðadeild Land- spítalans í Fossvogi, segist muna eftir nokkrum tilfellum þar sem skyndihjálp hafi skipt sköpum og segir hún skyndihjálp oft geta skil- ið milli lífs og dauða. „Eitt sinn kom til okkar ung- barn sem var með aðskotahlut fast- an í hálsinum og gat ekki andað. Eldri bróðir barnsins, sem var aðeins um átta ára gamall, brást skjótt við, hringdi í Neyðarlínuna og náði svo í nágranna sem blés í barnið og bjargaði því. Annað til- felli sem ég man eftir ber vott um viðleitni almennings til að hjálpa, en þá hafði kona velt bíl sínum á fáförnum sveitavegi. Það hafði verið bíll á undan henni og bíl- stjórinn tekur eftir því þegar ljós- in á bíl konunnar hverfa í baksýn- isspeglinum og hann snýr við til að athuga hvað gerst hafði. Það hefur skipt sköpum fyrir konuna því hún hálsbrotnaði við bílveltuna,“ segir Sigrún Guðný. Sálrænn stuðningur er einnig mikilvægur þeim sem orðið hafa fyrir slysi eða áfalli og segir Sig- rún Guðný grundvallaratriði sál- ræns stuðnings vera nálægð og umhyggju. „Skyndihjálp getur einnig verið andlegur stuðning- ur við þann sem lent hefur í áfalli. Ég man eftir gamalli konu sem hafði dottið og fótbrotnað og hún var mjög þakklát þeim sem kom að henni og hringdi á hjálp því sá aðili beið með henni þar til hjálp- in barst.“ Sigrún Guðný telur að það sé mikilvægt að allir læri skyndi- hjálp og þá sérstaklega hjarta- hnoð og segir betra að fólk reyni hjartahnoð heldur en að sleppa því alfarið ef komið er að manneskju í hjartastoppi. „Sé fólk óöruggt er alltaf hægt að hringja í Neyðarlín- una og fá leiðbeiningar og aðstoð,“ segir hún. -sm Getur skilið á milli lífs og dauða Sigrún Guðný Pétursdóttir, hjúkrun- arfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalans, segir skyndihjálp oft geta skilið milli lífs og dauða. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ● FARÐU Á NÁMSKEIÐ – ÞAÐ BORGAR SIG Ef þú hefur aldrei farið á nám- skeið í skyndihjálp eða liðin eru þrjú ár síðan eða meira er tímabært að þú skráir þig á námskeið hið fyrsta. Það er of seint að læra réttu viðbrögðin þegar á hólminn er komið. Deildir Rauða krossins bjóða upp á mikið úrval námskeiða í skyndi- hjálp og sálrænum stuðningi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þú getur skráð þig á www.redcross.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.