Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 50
BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 30 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þetta er Morris Karp Hann gerir riddaraspjót Já, ástin mín, ég fékk kannski aldrei neina doktorsgráðu en að reka plötubúð var eitthvað sem mig hafði alltaf dreymt um. Og það er það sem skiptir máli, að láta draum- ana sína rætast. Alla? Ekki þennan! En hvað með drauminn um Scarlett Johansson og bauna- stólinn. Ef þér tekst að redda honum þá máttu láta hann rætast. Hið óendan- lega tóma- rúm. Endalaust rými, stærra en heilinn getur ráðið við. Erum við að tala um himingeiminn eða skipulag sumarfrísins Bæði Við erum búin að kaupa nýjan bíl!!! Af hverju keyptirðu nýjan bíl? Ég gerði það ekki. Ég fékk þennan lánaðan á meðan sá gamli er í viðgerð. Allt í plati; þetta er bara lánsbíll. Þýðir það að ég flutti allt dótið mitt út af engu? Það er svo margt sem blessuð kreppan hefur alið af sér bæði jákvætt og nei- kvætt. Eitt var það til dæmis sem þótti jákvætt til að byrja með að allt í einu tókst að manna allar stöður á leikskólum um allt land. Það hafði ekki verið hægt í mörg ár og var orðið nánast eins og ófrávíkjan- legt lögmál sem allir tóku sem gefnu. Fólk reiddi sig á sjálfstætt starfandi dagforeldra þegar fæðingarorlofi lauk og barnið fór á biðlista. Þegar fólk missti síðan unnvörpum vinnuna þegar kreppan skall á, leitaði það í laus störf á leikskólunum. Biðlistarn- ir þurrkuðust upp og ástandið hafði ekki verið svona gott lengi. ÞAÐ tognaði síðan á kreppunni eins og allir þekkja. Sparnaðaraðgerða varð þörf alls staðar og þó að sveit- arfélögin hafi getað mannað allar stöður í leikskólunum hjá sér í fyrsta sinn árum saman, þurftu þau nú að skera niður. Þá var ákveðið að bíða með að innrita fleiri börn í bili og sjá til. Nú stefnir hins vegar í vand- ræði því dagforeldrarnir misstu lifibrauð sitt þegar börnin flykktust inn á leik- skólana. Þeir hafa nú margir snúið sér að öðru og biðlist- arnir sem hurfu fyrir rúmu ári eru að þéttast upp á nýtt. Enda fjölgaði barneignum í kreppunni. EN hvað er þá til ráða? Ekki hafa allir um þann kost að velja að vera heima með börn sín því annað sem kreppan hefur alið af sér er hærra vöruverð, hærri afborganir lána og hærra bensínverð. Það er því kom- inn upp hálfgerður vítahringur því ekki er um annað að ræða en vinna fyrir reikning- unum. Margir verða að bæta við sig auka- vinnu eigi þeir nokkurn kost á því. Börnin fá að reka á reiðanum á meðan. LANGUR vinnudagur hefur reyndar gegn- um árin verið einkennandi fyrir landann. Ekki endilega vegna þess að hann hafi alltaf verið nauðsynlegur til að ná endum saman. Langur vinnudagur hefur frekar verið eins og hálfgert þjóðarstolt eða þjóð- arremba okkar Íslendinga. Fámenn þjóð en svona líka hörkudugleg! Vinnur myrkranna á milli án þess að blása úr nös og gerir grín að nágrannaþjóðum þar sem allir eru komnir heim á hádegi í lok vikunnar. NÚ átti reyndar að horfa til þessara sömu nágrannaþjóða við uppbyggingu nýs vel- ferðarsamfélags á Íslandi. Ríkisstjórnin skrifaði undir samstarfið í Norræna hús- inu! Mörgum þykir þó ganga full hægt og jafnvel að við höfum frekar fjarlægst drauminn um Nýja Ísland en hitt. Börnin og biðlistarnir Sendu SMS-ið EST PS3 á númerið 1900, svaraðu einni spurningu og þú gætir unnið! 10 hver vinnur. er komin aftur Viltu vinna eintak? Vinningar afhentir í ELKO Lindum.199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Leik lýkur 28. febrúar 2010. Fullt af aukavinningum LG Viewty sími · Bíómiðar · Aliens vs Predator leikir Heavy Rain leikir · DVD myndir og fullt af Pepsi Aðalvinningur er PS3 + tveirleikir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.