Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 52
32 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Skrifstofumaðurinn Guð- mundur Óskarsson hlaut hin íslensku bókmennta- verðlaun í gær fyrir bók sína Bankster. Hann vonast til að verðlaunin verði til þess að bókin fari á flug. „Ég bjóst alls ekki við þessari niður- stöðu, að vera tekinn út úr þessum glæsilega hópi,“ segir Guðmundur Óskarsson, sem í gær hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fag- urbókmennta fyrir skáldsöguna Bankster. Hún er önnur skáldsaga hans, sú fyrsta, Hola í lífi fyrr- verandi golfkennara, kom út 2008. Bankster Guðmundar fór ekki mjög hátt þegar hún kom út í fyrra. „Það er rétt,“ segir hann, „enda eru þetta engar hávaðabókmenntir. Hún gekk eðlilega, held ég. Það er aldrei að vita nema hún fari á eitt- hvert flug núna og svona verðlaun geta líka opnað glugga út í heim. Það er mikilvægt þegar maður er að skrifa á svona litlu málsvæði – upp á að eiga möguleika á að lifa af þessu.“ Guðmundur var starfandi í Landsbankanum þegar hann skrif- aði bókina og starfar þar enn. „Ég er nú bara skrifstofumaður, ekki bankamaður í ensku merkingunni. Ég sinni einföldum verkefnum þar sem sérfræðingar eru að störfum, ég er ekki að skrifa undir samninga og semja skýrslur, meira bara svona að ljósrita. En maður þekkir marga sem eru bankamenn og -konur og ég nærðist á því þegar ég skrifaði bókina.“ Guðmundur segir afslappaðan tón í bókinni. „Það er ekki mikil dóm- harka í henni. Hún fjallar um tíma- bilið frá hruninu og fram á vor. Hún er ekki mjög „plott-drifin“, heldur dregur hún upp myndir sem raðast saman og mynda heild.“ Skáldið segir allt aðra stemningu í bankanum nú en fyrir hrun. „Það fór allt náttúrlega. Það er allt annað gildismat núna. En ég er enn þá á mínum stað og kann ágætlega við það. Ýti á græna takkann og vona það besta.“ Eðlilega eru verðlaunin gríðarleg hvatning fyrir skáldið. „Það stytt- ist í að maður taki stökkið,“ segir Guðmundur. „Allavega að maður láti reyna á ritstörfin eingöngu. Maður kemst eflaust fljótt að því hvort það sé hægt eða hvort maður þurfi að hafa þau aukalega. Ég skrif- aði Bankster á kvöldin og um helg- ar, lítið í vinnunni. Ég er reyndar alltaf með minnisbók á mér sem ég punkta í. En það er bara leiftur- snöggt og tekur engan tíma.“ Auk Banksters Guðmundar voru bækurnar Auður eftir Vilborgu Davíðsdóttur, Enn er morgunn eftir Böðvar Guðmundsson, Góði elsk- huginn eftir Steinunni Sigurðardótt- ur og Milli trjánna eftir Gyrði Elías- son tilnefndar. Í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis hlaut hin mikla bók Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson Íslensku bókmenntaverð- launin. Auk hennar voru tilnefndar bækurnar Á mannamáli - Ofbeldi á Íslandi eftir Þórdísi Elvu Þor- valdsdóttur, Jón Leifs - Líf í tónum eftir Árna Heimi Ingólfsson, Mynd af Ragnari í Smára eftir Jón Karl Helgason og Svavar Guðnason eftir Kristínu G. Guðnadóttur. drgunni@frettabladid.is ÁTTI EKKI VON Á ÞESSU STYTTIST Í STÖKKIÐ Bankster eftir Guðmund Óskarsson hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin í gær. Guðmundur er skrifstofumaður hjá Landsbankanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Erró í Pompidou Yfirlitssýning á klippimyndum Errós - Erro. 50 years of collages - hefst á mánudaginn í Nútímalista- safninu í París, sem staðsett er í Pompidou-safninu. Á sýningunni eru verk frá árinu 1959 og fram til dagsins í dag, en Erró hefur alla tíð verið iðinn við klippimynda- kolann. Á sýningunni verða meðal annars til sýnis 66 verk sem Erró færði safninu nýlega að gjöf. Í kvöld hefst fimm daga djasshátíð, Vetrarjazz. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin, en henni er ætlað að vera „off season“ viðbót við Jazzhátíð Reykjavíkur. Allir tónleikarnir nema einir fara fram á Café Kúltúra við Hverfisgötu, en staðurinn er orð- inn helsta athvarf íslenskra djassara. Meðal annars er Jazzklúbburinn Múlinn starfræktur í kjallaranum. Tvennir eða þrennir tónleikar munu fara fram á hverju kvöldi. Tríó Reynis Sigurðarsonar ríður á vaðið kl. 21 í kvöld og leikur tónlist úr ýmsum áttum. Reynir leikur á víbrafón en með honum eru Jón Páll Bjarna- son á gítar og Gunnar Hrafnsson á bassa. Klukkan 22 er komið að hljómsveit bræðranna Óskars og Ómars Guðjónssona. Þeir fá ýmsa gesti til liðs við sig. Einu tónleikar Vetrarjazzins sem ekki fara fram á Kúltúra verða í Norræna húsinu kl. 17 á laugardaginn. Þar leika tvö af heitustu djassböndum Norðurland- anna, norska tríóið Pelbo og Plop frá Finnlandi. - drg Vetrardjassinn sýður á Kúltúra Á KÚLTÚRA Í KVÖLD Bræðurnir Ómar og Óskar og Davíð Þór Jónsson á milli þeirra. Kannski kíkir hann í kvöld? FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sigríður Rut Hreinsdóttir er SÍM-ari febrúarmánaðar og sýnir olíumálverk sem unnin eru á árunum 2001-2008 í sal SÍM í Hafnarstræti. Myndefnið sem hefur verið henni hugleikið um tíma er fíflar og lauf. „Lauf, sem í fljótu bragði virtust aðeins ófögur lauf, urðu við nánari athugun gjafir að ótal hugmyndum í sínum óendanlega fjölbreytileika og fegurð,“ segir Sigríður. „Myndirn- ar eru leikur að línum á myndfleti í samspili lita og ljóss, eins og tónar í músík. Óður til náttúrunnar og lands- ins.“ Afgreiðslutími er á virkum dögum á milli kl. 10 og 16. Á Safnanótt á föstudaginn verður Sigríður til við- tals um verk sín á milli kl. 19 og 23. Sýningin stendur yfir til 26. febrúar. Fíflar og lauf í SÍM > Ekki missa af Í kvöld kl. 20 standa ung- menni úr Réttarholtsskóla, Hvassaleitisskóla og Álftamýr- arskóla í samvinnu við kenn- ara þeirra, Marlon Pollock, fyrir sýningu á þéttbýlislist (Urban culture) í versluninni Mohawks í Kringlunni. Til sýnis verða meðal annars djúsfernur, tómir spreybrúsar og sígarettupakkar, sem hefur verið umbreytt. Verkin verða til sýnis í rúmar þrjár vikur. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Matur og drykkur Helga Sigurðardóttir Þegar kóngur kom Helgi Ingólfsson Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Stúlkan sem lék sér að eldinum - Stieg Larsson Svörtuloft Arnaldur Indriðason Bjargvætturinn í grasinu J.D. Salinger Heimsmetabók Guinness 2010 METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 03.02.10 - 09.02.10 Stórskemmtilega stelpubókin Andrea J. Buchanan Almanak Háskóla Íslands Þorsteinn Sæmundsson Garn og gaman Jóna Svava Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.