Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 11.02.2010, Blaðsíða 70
50 11. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR Íslenski fjárhundurinn hefur verið notaður mikið í bæði Banda- ríkjunum og Þýskalandi til að fara inn á sjúkrahús og elliheim- ili. Lunderni hans og eðli þykir henta vel til að lyfta upp brúninni á sjúklingum og þeim sem eiga um sárt að binda. Bandaríska frét tastöðin WTVR CBS 6, greindi frá heim- sókn tveggja íslenskra fjár- hunda, Angel og Þorra til banda- ríska sprengjusérfræðingsins Mitchells Gilbert á þriðjudag. Gilbert er bundinn við hjólastól og missti annan handlegginn í skelfilegu slysi. Í fréttinni kemur fram að þeir Angel og Þorri hafi báðir fengið þjálfun hjá Rauða krossinum í Bandaríkjunum og séu því viðurkenndir sem svo- kallaðir „comfort dogs“ eða umhyggjuhundar. Eigandi hund- anna, Jaqueline Muio, segist hafa fengið ábendingu um það á hundaþjálfunarnámskeiði sem hún sótti að lunderni íslenska fjárhundsins hentaði einstaklega vel til að sinna svona verkefnum. Enda heilluðu þeir Angel og Þorri Gilbert alveg upp úr skónum. Brynhildur Inga Einarsdóttir, sem búsett er á Selfossi, hefur um árabil annast þjálfun og rækt- un íslenska fjárhundsins og hún segir þetta ekki koma sér óvart. „Nei, þeir hafa verið notaðir mikið í Bandaríkjunum og Þýska- landi til að fara inn á sjúkrahús og elliheimili. Hann er í passlegri stærð, er afskaplega vinalegur og nærvera hans hefur róandi áhrif,“ útskýrir Brynhildur og bætir því við að erlendir eigendur íslensku hundategundarinnar reyni yfir- leitt að finna íslensk nöfn á hund- ana sína. „Maður hefur rekist á nöfn á borð við Hnerra og Síma,“ segir Brynhildur og bætir því við að margir af þessum hundum séu fluttir út héðan og að allir erlend- ir ræktendur verði að fara eftir íslenskum stöðlum til að hljóta viðurkenningu. Guðni Ágústsson, formað- ur deildar íslenska fjárhunds- ins, tekur undir orð Brynhildar. „Hann er bara svona karakter þessi hundur, hann kemur hlaup- andi inn, hefur þennan brosmilda svip og fólk getur ekki annað en heillast af honum,“ segir Guðni og bætir því að hér á Íslandi hafi það líka tíðkast að hundahópar heimsæki sjúkrastofnanir og elli- heimili. Guðni segir á milli þrjú til fjögur hundruð íslenska fjár- hunda með viðurkennda ættbók í Bandaríkjunum og þeim fari sífellt fjölgandi. Fréttainnslagið um íslenska fjárhundinn má nálg- ast á heimasíðu CBS 6, wtvr.com. freyrgigja@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. merki, 6. kraðak, 8. slagbrandur, 9. óhreinindi, 11. til, 12. sveigur, 14. bæ, 16. kaupstað, 17. persónufornafn, 18. annríki, 20. mun, 21. ríki. LÓÐRÉTT 1. knattleiksknött, 3. spil, 4. sígild list, 5. hvíld, 7. biðja ákaft, 10. mas, 13. tangi, 15. tútta, 16. ófarnað- ur, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. tákn, 6. ös, 8. slá, 9. kám, 11. að, 12. krans, 14. bless, 16. bæ, 17. sín, 18. önn, 20. ku, 21. land. LÓÐRÉTT: 1. pökk, 3. ás, 4. klassík, 5. náð, 7. sárbæna, 10. mal, 13. nes, 15. snuð, 16. böl, 19. nn VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 3,2 milljarða króna. 2 Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans. 3 Noregi. GUÐNI ÁGÚSTSSON: EINSTAKUR PERSÓNULEIKI ÍSLENSKI FJÁRHUNDURINN SÁLUHJÁLPARI Í AMERÍKU SJARMATRÖLL Bandaríska fréttastöðin WTVR greindi frá heimsókn Angel og Þorra til Mitchell Gilbert sem er fyrrverandi hermaður hjá bandaríska hernum. Íslenski fjárhundurinn þykir henta einstaklega vel til að sinna sálu- hjálp inni á sjúkrahúsum enda er lundafar hans einstakt. „Það er auðvelt að slá metið,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, úr undirbúningsnefnd kærleiksvik- unnar í Mosfellsbæ. Mosfellingar stefna á að setja heimsmet í hópknúsi á Valentínus- ardaginn á sunnudag. Uppátækið markar upphaf kærleiksvikunn- ar sem lýkur á konudaginn. „Við stefnum á heimsmetið,“ segir Bryndís og staðfestir að full- trúi frá útgáfu Heimsmetabók- ar Guinness mæti á svæðið. „Það er búið að stúdera hvers konar heimsmet við ætlum að setja og við erum að vinna að tæknilegu hliðinni – að það verði örugglega skráð.“ Bryndís segir þrjár útgáfur til af heimsmetinu, en það sem þau ætla að slá var sett í London 12. nóvember í fyrra. Þar föðmuðust 122 manns í pörum á sama stað í eina mínútu og metið var stað- fest. „Það er raunhæft að slá það,“ segir hún. „Hugmyndin er auðvit- að að breiða út kærleik á meðal Mosfellinga. En það eru allir vel- komnir á miðbæjartorgið í Mos- fellsbæ þó að þetta sé stílað á Mosfellinga. - afb Stefna á heimsmet í hópknúsi KNÚS Mosfellingar ætla að setja heimsmet í hópknúsi á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er búinn að rappa síðan Erpur var í bleyju,“ segir rapparinn Móri. Erpur lýsti yfir í útvarpsþættinum Harmageddon á dögunum að hann hefði uppgötvað Móra á sínum tíma. Sagð- ist hann hafa fundið Móra í ræs- inu fyrir utan Nonnabita og vísar í að þeir hafi hist fyrst á skemmtistaðnum Thomsen, sem stóð við Hafnarstræti. Móri telur Erp fara með fleipur og hringdi inn í þáttinn þegar hann frétti af ummælunum frá mági sínum. „Ég ákvað að skella mér í símann og Erpur var eins og kúkur. Ég sagði honum að hann væri að end- urskrifa söguna og stakk upp á að við hittumst undir fjögur augu og ræddum þetta,“ segir Móri. „Hann ætlaði að hringja í mig eftir þáttinn en er ekki ennþá búinn að því.“ Erpur segir að Móri hafi verið algjör- lega óþekktur þegar hann rappaði í laginu XII vandamál á fyrstu Rott- weiler-plötunni. „Það sem hann er að væla yfir er það sem allir vita, staðreynd. Að það hafði eng- inn heyrt í Móra rappa þegar hann rappar á fyrstu Rottweiler-plöt- unni sem kom út árið 2001,“ segir Erpur. „Hann getur vælt endalaust og vaðið í kannabisskýi misskiln- ings, en ári seinna kom platan hans út.“ Móri hefur verið opinber stuðningsmaður þess að kanna- bisefni verði lögleidd á Íslandi og Erpur er ómyrkur í máli um hann: „Móri er gangandi sönnun þess að kannabisefni eru ekki skaðlaus.“ - afb Móri sakar Erp um að endurskrifa söguna EKKI BENDA Á MIG Erpur sagði í útvarpsþættinum Harmageddon að hann hefði uppgötvað Móra, en Móri sakar Erp um að endurskrifa söguna. Þorrablót 101-elítunnar, Lopapeys- an, var haldið hátíðlegt á veitinga- staðnum Prikinu á föstudaginn. Sindri Kjartansson er í forsvari fyrir þennan árlega viðburð sem mörg af þekktustu miðborgarandlitunum sóttu að þessu sinni. Að sjálfsögðu var boðið upp á alvöru þorramat sem síðan var drekkt með íslensku brennivíni. Sérstakur gestur kvöldsins var enginn annar en Gylfi Ægisson, enda holdgervingur íslenskrar karlmennsku sem þorrinn er oft kenndur við. Gylfi mætti á svæðið með spúsu sinni og hugðist taka nokkur vel valin lög fyrir borgar- börnin. Hann komst hins vegar lítt áleiðis því gestirnir vildu eingöngu heyra lagið Út á gólfið. Gylfi gafst hins vegar upp eftir sjötta skiptið enda þá búinn að fá nóg af eigin lagi. Meðal þeirra sem hlýddu á söng Gylfa var enginn annar en Fjölnir Þorgeirsson en hann sýndi mið- borgarrottunum hvernig ætti að sporðrenna hákarli. Lilja Nótt leikkona var einnig á staðnum sem og starfsbróðir hennar, Jörundur Ragnarsson. Hugleikur Dagsson lét sig ekki vanta og Davíð Örn mynd- listarmaður sat á sínum stað. FRÉTTIR AF FÓLKI MORGUNMATURINN „Morgunmaturinn minn samanstendur af einu glasi af appelsínusafa, einum til tveimur bollum af kaffi og tveimur rista- brauðsneiðum með smjöri, osti og sultu. Fæ mér croissant með sama áleggi ef ég geri mér ferð í þorpsbakaríið.“ Baldvin Esra Einarsson útgefandi býr í Belgíu um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.