Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 14
 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR Verð á mann í tvíbýli 88.700 kr. Innifalið: Flug með sköttum, gisting á 4* hóteli með morgunverði á Hotel Mercure Korona í hjarta borgarinnar í fjórar nætur og íslensk fararstjórn. Skoðunarferðir ekki innfaldar. Búdapest Borgarferð Fyrirspurnir og nánari upplýsingar: www.expressferdir.is info@expressferdir.is Sími 590 0100 11. – 15. mars 2010 Heimsborgin glæsilega Express ferðir bjóða frábæra 5 daga ferð með beinu flugi til Búdapest. Um er að ræða langa helgi þar sem sögu og menningu borgarinnar verða gerð góð skil – og ekki spillir einstaklega hagstætt verðlag í Ungverjalandi. Fararstjórarnir Lilja Hilmarsdóttir og Þórarinn Sigurbergsson eru þaulreynd í faginu og gjörþekkja borgina. F í t o n / S Í A F I 0 3 0 8 1 7 Frábært verð! Bjóðum einnig stök flugsæti til og frá Búdapest á einstöku tilboðsverði. 57.900 kr. Flug með sköttum og öðrum greiðslum. Meira í leiðinni WWW.N1.IS Sími 440 1000 N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 N1 verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. N1 og Tork. Sterkt lið á pappírunum. N1 er umboðsaðili Tork á Íslandi. Við bjóðum upp á mikið úrval af pappír og hreinlætisvörum frá Tork, en þær eru þekktar fyrir gæði, þægindi og hagstætt verð. Tork vörurnar eru umhverfisvænar og státa af vottun samkvæmt ISO 9001 og ISO 14000 stöðlunum. Hafðu samband við okkur og veldu þær vörur og lausnir frá Tork sem henta þér best. VÍSINDI „Það er vitað að jöklar eru að minnka mjög mikið og það hefur þær afleiðingar að landið rís. Allt bendir til þess að þetta landris muni hafa aukna eldvirkni í för með sér,“ segir Freysteinn Sig- mundsson hjá Norræna eldfjalla- setrinu, sem á morgun heldur fyr- irlestur um efnið í fyrir lestraröð Vísindavefjarins. Freysteinn segir mælingar sýna að landris sé yfir 20 mm á ári þar sem það er mest sem sé mikið miðað við til að mynda flekahreyf- ingar undir Íslandi. Allar þess- ar hreyfingar skili sér í myndun meiri bergkviku, þó óvíst sé hve- nær hún skili sér upp á yfirborðið, það geti tekið áratugi eða hundruð ára. En allt bendi til þess að tíma- bil fari í hönd þar sem búast megi við meiri eldvirkni undir jöklum en verið hefur. Þess má geta að níu staðfest gos voru undir Vatnajökli á síðustu öld. Fyrirlesturinn hefst kl. 13 og mun fara fram í Öskju, sal 132. - sbt Jöklar hopa og land rís: Búist við meiri eldvirkni á Íslandi BYLTINGARAFMÆLI FAGNAÐ Lítið fór fyrir mótmælendum innan um mannfjöldann sem safnaðist saman í Teheran. NORDICPHOTOS/AFP ÍRAN, AP Lögregla tók hart á mót- mælendum víða í Teheran, höf- uðborg Írans, í gær. Táragasi var skotið á hópa mótmælenda til að dreifa þeim og málningarkúlum var einnig skotið á hópana til þess að merkja þá sem átti að hand- taka. Mótmælendurnir komu saman í tuga- og sums staðar í hundraða- tali innan um hundruð þúsundir manna sem fögnuðu byltingaraf- mæli landsins. Þrjátíu og eitt ár er liðið frá því að íslamskir klerk- ar og námsmenn steyptu keisara- stjórninni af stóli undir forystu Khomeinis æðstaklerks. Mahmoud Ahmadinejad forseti notaði tilefnið til að lýsa því yfir í sjónvarpsávarpi til mannfjöldans að Íran væri nú kjarnorkuveldi. Hann hélt því fram að búið væri að framleiða fyrsta skammtinn af 20 prósenta auðguðu úrani, en til þess að framleiða kjarnorkuvopn þarf úran að vera 90 prósent auðgað. Stjórnvöld höfðu mikinn við- búnað til að halda í skefjum mót- mælendahreyfingunni sem hefur reglulega minnt á sig allt frá hinum umdeildu forsetakosning- um í júní á síðasta ári. Ahmadinejad gagnrýndi Barack Obama Bandaríkjaforseta harð- lega og sagði hann halda áfram á sömu braut og George W. Bush, forveri hans. „Við bjuggumst við því að Obama myndi gera breytingar,“ sagði Ahmadinejad. Á einum stað var ráðist með kylfum og piparúða á bílalest eins af leiðtogum stjórnarandstöðunn- ar, Mahdi Karroubi, og voru meðal annars brotnar rúður í bifreið hans. Hann neyddist til að snúa við og gat ekki tekið þátt í mót- mælum. Einn stjórnarandstæðingur, sem ekki er nafngreindur af ótta við viðbrögð stjórnvalda, sagðist hafa reynt að taka þátt í mótmælum en þurft frá að hverfa. „Við vorum þrjú hundruð, eða í mesta lagi fimm hundruð, á móti tíu þúsund manns,“ sagði hún, en bætti því við að lítið hefði verið um átök. „En þetta þýðir ekki að unn- inn hafi verið endanlegur sigur á okkur,“ bætti hún við. Annar stjórnarandstæðing- ur segir mannfjöldann ekki hafa verið vandamálið, heldur hafi lög- regla og her beitt það miklu ofbeldi að fólk hafi hörfað undan. „Margir urðu hræddir,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is Hart tekið á mótmælum Íranar söfnuðust saman í hundruð þúsundatali til að fagna byltingarafmæli landsins. Innan um reyndu hópar mótmælenda að vekja athygli á málstað stjórn- arandstöðunnar, en fengu óblíðar móttökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.