Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 12.02.2010, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 19 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Guðjón Ingólfsson skrifar um fyrningu aflaheimilda Í stjórnarsáttmála rík-isstjórnar er kveðið á um að innkalla skuli allar aflaheimildir og endurráð- stafa á 20 árum. Innköllun og endurráðstöfun skal hefjast 1. september 2010. Sjávarútvegsráð- herra hefur yfirumsjón með þessu verki. Þetta þýðir að allar núgildandi úthlutunarhefðir gjafakvóta skulu vera fyrndar 1. september 2030. Allar aflaheimildir skulu þannig vera komnar í hendur réttra eig- enda sinna, þ.e. til þjóðarinnar, fyrir þann tíma. Í hennar umboði skal auðlindasjóður síðan sjá um endurúthlutun/-leigu á þeim, með nýjum formerkjum. Þess verður gætt að jafnræði og sanngirni verða látin taka við af hagsmunagæslu í þágu fárra útvaldra. Frá fulltrúum stórútgerðarinn- ar bergmálar hræðsluáróðurinn úr öllum áttum. Þeir berjast við að koma í veg fyrir að það verndaða, lokaða og spillta umhverfi, sem þeir hafa allt of lengi starfað í, líði undir lok. Nú veltur allt á því að stjórn- völd sýni þann styrk, áræði og kjark sem til þarf til að standa óhögguð gagnvart þessum öflum og gefa hvergi eftir með umbætur sínar. Eftir fyrningu aflaheimilda skal, að mati greinarhöfundar, hafa að leiðarljósi eftirfarandi markmið við endurúthlutun þeirra eða leigu: 1. Að veiðarnar verði eingöngu stundaðar með veiðiaðferðum sem útheimta lágmarks orkunotkun og um leið lágmarks kolefnislos- un. Þannig verða neikvæðar afleið- ingar veiðanna fyrir and- rúmsloftið lágmarkaðar og gjaldeyriskostnaður þjóð- arbúsins vegna olíukaupa til þeirra einnig lágmark- aður. 2. Veiðarnar verði stund- aðar með veiðarfærum sem ekki valda umhverfislegri eða vistfræðilegri eyði- leggingu. Fjölbreytt stað- bundið líf þrífst á hafsbotni og í honum er mikilvæg undirstaða viðkomu alls annars lífs í hafinu. 3. Að innkallaðar og endurúthlut- aðar/-útleigðar aflaheimildir dreif- ist um landið allt. Þannig verði sem best, um ókomna framtíð, tryggð búseta og blómlegt mannlíf í jað- arbyggðum sem og öðrum byggð- um þessa lands sem til þessa hafa byggt afkomu sína og tilveru á sjáv- arútvegi. Til að ná þeim markmiðum sem tilgreind eru undir liðum nr. 1 og 2 hér að ofan, verður að taka upp vistvænni veiðiaðferðir. Skaðleg- asta veiðarfærið er botnvarpan. Ekkert veiðarfæri útheimtir jafn mikla orku og losar því jafn mikið af gróðurhúsaloftegundum í rekstri og botnvarpan. Botnvörpuveiðar valda mikl- um skaða á hafsbotni. Þær brjóta, eyða, og jafna út búsvæðum alls staðbundins lífs. Þær eyða hraun- körgum, kóralsvæðum og loka gluf- um og gjótum. Skaði sem hlýst af botnvörpuveiðum veldur því að fæðuframboð í hafinu minnkar og minni fiskar og seiði missa lífsnauð- synlegt skjól. Að mati greinarhöf- undar koma togveiðar á þennan hátt í veg fyrir eðlilega viðkomu fjölda fiskistofna hér við land. Greinarhöf- undur telur t.a.m. að skýringuna á stöðugri minnkun þorskstofnsins, sem er okkar mikilvægasti veiði- stofn, sé að finna í því sem hér kemur fram. Árið 1950, var þorskstofninn hér við land u.þ.b. 2,5 millj. tonna. Frá þeim tíma og þar til nú hefur hann stöðugt verð að minnka, þrátt fyrir stöðugt aukna friðun. Núna er þorskstofninn kominn niður í u.þ.b. 700. þús. tonn, þrátt fyrir að veiði- álag hafi aldrei verið minna. Ekkert veiðarfæri útheimtir jafn mikinn rekstarkostnað við veiðar á bolfiski í hlutfalli við atvinnusköp- um eins og veiðar með botnvörpu. Það útgerðarmynstur og þau veið- arfæri við bolfiskveiðar sem falla best að þeim markmiðum sem hér hafa verið tilgreind er smábátaút- gerð sem notar handfæri, línu eða net við veiðar sínar. Þetta útgerðar- mynstur fellur best að markmiðinu um litla orkunotkun og litla losun gróðurhúsalofttegunda. Það fellur best að markmiðunum hvað varð- ar ósnortið fjölskrúðugt lífríki og umhverfi í og á hafsbotni. Þetta útgerðarmynstur fellur einnig best að markmiðinu hvað varðar byggða- sjónarmið og atvinnusköpun. Höfundur er verkfræðingur og fyrrverandi vélstjóri til sjós. Markmið fyrningarleiðar UMRÆÐAN Ólína Þorvarðardóttir svarar Hirti Gíslasyni Hjörtur Gíslason, stjórnarfor-maður Ögurvíkur hf., fékk birta athugasemd í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann sakar mig um „rakin ósannindi“ um skulda- stöðu og fjárfestingar fyrirtækis- ins Ögurvíkur. Af þessu tilefni skal tekið fram að ég hef hvergi fjallað sérstaklega um skuldir eða fjárfest- ingarstefnu Ögurvíkur. Nafn fyrir- tækisins kom fyrir í grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið 21. janúar sl. þar sem talin voru upp fjölmörg útgerðarfyrirtæki sem hafa starf- að lengi í sjávarútvegi. Ummælin voru þessi: „Eigendur þessara fyr- irtækja hafa nýtt þær veiðiheim- ildir sem útdeilt var á fyrstu árum kvótakerfisins til þess að fjárfesta og skapa ný verðmæti. Gallinn er bara sá að þau verðmæti hafa mest- megnis runnið út úr greininni með áhættufjárfestingum og erlendum skuldum.“ Þarna er almennt verið að fjalla um skuldastöðu og fjárfest- ingarstefnu íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja, sem stjórnarformaður Ögurvíkur kýs að taka til sín og vill bera af sér. Það er honum heimilt. En að sverta nafngreint fólk með fullyrðingum um „rakin ósannindi“ er ofmælt af þessu tilefni. Höfundur er alþingismaður. Ósann- indabrigsl GUÐJÓN INGÓLFSSON 3.499kr 2.999kr 3.499kr 3.499kr 2.999kr 3.999kr 2.999kr 2.999kr 3.999kr 3.499kr 3.499kr 3.999kr 4.999kr 4.999kr 2.999kr 2.299kr 2.299kr 6.999kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.