Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 6
6 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR Námskeið við félagskvíða unglinga • Átt þú feiminn og óframfærinn ungling? • Er unglingurinn þinn með lágt sjálfstraust? • Hefur hann miklar áhyggjur af áliti annarra? • Þarf unglingurinn þinn að bæta færni sína í samskiptum? Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir tí u vikna námskeiði við félag- skvíða unglinga (á aldrinum 13-16 ára) undir stjórn sálfræðinganna Margrétar B. Þórarinsdótt ur, Hrundar Þrándardótt ur og sálfræðinga Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Kenndar verða leiðir ti l að auka öryggi í samskiptum, félags- færni og sjálfstraust. Skráning á námskeiðið er þegar hafi n á kms@kms.is eða í síma 822- 0043. Skráningu lýkur 18. febrúar n.k. Minnt er á önnur námskeið sem eru að hefj ast m.a. við ofsakvíða, félagsfælni og áhyggjum, nánari upplýsingar um þau á www.kms.is. ASÍ krefst ... ... banns við innheimtukostnaði, sem reiknaður er út frá heildarupphæð láns, í stað þess hluta sem er í vanskilum. Nánari upplýsingar á www.asi.is EN N EM M / SÍ A / N M 40 92 4 Auður Capital veitir ábyrga fjármálaþjónustu Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 16. febrúar kl. 17:15 að Borgartúni 29. Allir velkomnir Hverjum treystir þú fyrir þínum sparnaði? Eignastýring og séreingarsparnaður Ættu sveitarfélögin að taka við rekstri heilbrigðisstofnana? Já 34,9% Nei 65,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti lögreglan að leita að fíkni- efnum á öllum stórum vinnu- stöðum á landinu? Segðu skoðun þína á Vísi.is DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt Sophiu Han sen í sex mánaða fangelsi, skilorðsbund- ið, fyrir að bera rangar sakir á Sig- urð Pétur Harðarson. Sophiu var gefið að sök að hafa falið lögmanni að kæra fyrir sína hönd, með kærubréfi til lögreglu, dagsettu 20. júlí 2007, fölsun á nafni sínu á þremur viðskipta- bréfum, samtals að fjárhæð krón- ur 42.069.051. Jafnframt að hafa í vitnaskýrslu hjá lögreglu þann 27. nóvember 2007, lýst því yfir að hana grunaði Sigurð Pétur, eða einhvern á hans vegum um að hafa falsað undirskriftir sínar og þannig komið því til leiðar að Sig- urður Pétur var ranglega sakaður um skjalafals. Dómurinn taldi sannað, gegn neitun Sophiu, að hún hafi sjálf ritað nafn sitt á þau þrjú viðskipta- bréf sem fjallað hefur verið um. Þrátt fyrir þetta hafi hún látið lög- mann sinn kæra fölsun á nafni sínu til lögreglu og lýst því síðan í lög- regluskýrslu 27. nóvember 2007 að hún grunaði Sigurð Pétur, eða ein- hvern á hans vegum, um fölsunina. Hann var hins vegar hreinsaður af sökum þar sem rannsókn sænskra rithandarsérfræðinga leiddi í ljós að trúlegast hefði Sophia sjálf skrifað undir viðskiptabréfin. - jss SOPHIA HANSEN Mætti ekki við dóms- uppkvaðningu. Sophia Hansen dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi: Bar rangar sakir á Sigurð Pétur SJÁVARÚTVEGUR „Það má sennilega best orða þetta með því að segja að það er ákaflega rólegt yfir þessum veiðum. Við drögum trollið allan daginn og megum þakka fyrir að ná 100 tonna afla. Í gær fengum við reyndar ekki nema 60 tonn og það er ekki viðunandi árangur,“ sagði Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, í viðtali á heimasíðu HB Granda. Lundey fór til veiða á gulldeplu í byrjun vikunnar eftir að skip HB Granda höfðu legið í höfn í nokkra daga vegna brælu á miðunum. Að sögn Arnþórs var Lundey komin á miðin að morgni þriðjudags. „Þetta eru pínulitlir blettir sem við erum að eltast við og það skiptir sköpum að hitta á þá,“ segir Arnþór. Lundey hefur verið að veiðum suður af Skerja- djúpinu en gulldepluveiðarnar hafa lengst af verið stundaðar í Grindavíkurdjúpi. Nú styttist í að skip HB Granda fari til loðnuveiða en rætt hefur verið um að Faxi RE fari til veiða um næstu helgi. Arnþór Hjörleifsson á Lundey neitar því ekki að það verði skemmtileg tilbreyting að fara á loðnuveiðar. „Maður hefur eiginlega varast að hugsa of mikið um loðnuna en maður kemst ekki hjá því að heyra hvar þau fáu skip, sem nú eru á loðnuveiðum, eru stödd. Loðnugangan virðist vera komin vestur að Grindavík og það verður að teljast til tíðinda,“ sagði Arnþór. - shá Nú styttist í að uppsjávarflotinn snúi sér alfarið að loðnuveiðunum: Dapurt á gulldepluveiðum GERT KLÁRT Faxi RE að taka flottroll í Reykjavíkurhöfn fyrir vertíðina 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK STJÓRNMÁL Reykjavíkurborg greiðir hér eftir Frjálslynda flokknum árlegan styrk en ekki Borgarmálafélagi F-lista Ólafs F. Magnússonar, sem var kjörinn fulltrúi F-lista, framboðs frjáls- lyndra og fleiri. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið ályktaði þann 4. febrú- ar að óumdeilt væri að Frjálslyndi flokkurinn hefði staðið að baki framboði F-lista. Styrkirnir eigi að renna til framboðs sem hafi boðið fram í næstliðnum kosn- ingum. Ekki skipti máli hvort og hvenær borgarfulltrúi þess fram- boðs, Ólafur F. Magnússon, hafi verið í Frjálslynda flokknum. - kóþ Styrkir til stjórnmálaflokka: Frjálslyndir fá styrk frá borg EFNAHAGSMÁL „Það er blóðugt að ekki skuli allt vera á fullu að koma hlutunum af stað,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífs- ins (SA), um þá kyrrstöðu sem einkennir íslenskt efna- hagslíf. Vilhjálmur og aðrir stjórnend- ur SA kynntu í t a r le g a og umfangsmikla aðgerðaáætlun í gær. Þar er lögð áhersla á að örlög íslensks atvinnu- og efnahagslífs séu í höndum Íslendinga sjálfra og ráði þær aðgerðir sem farið verði í mestu um það hvernig takist að komast í gegnum kreppuna. SA leggur fram fjölda hug- mynda til að koma landinu í gegn- um kreppuna. Þar á meðal telur SA æskilegt markmið stjórnvalda að hagvöxtur verði fimm prósent hér árlega frá næsta ári fram til 2015 eigi að takast að endurheimta þau störf sem töpuðust í kringum hrun- ið og skapa atvinnutækifæri fyrir þá sem leiti inn á vinnumarkaðinn á næstu árum samhliða því að ná aftur sambærilegum lífskjörum. Gangi þetta eftir tekur batinn sjö ár frá hruninu 2008, að mati SA. Hagvöxtur má þó vera 3,5 pró- sent að lágmarki, samkvæmt SA. Á móti dregur úr batanum, atvinnu- tækifærum fækki og að hægar dragi úr atvinnuleysi. Fram kom á blaðamannafundi SA í gær að hag- vöxtur og atvinnuþátttaka haldist í hendur, dragi fyrst úr hagvexti áður en atvinnuleysi aukist. Sama máli gegnir um uppsveifluna og því megi reikna með að atvinnu- leysi eigi enn eftir að aukast. Það mældist níu prósent í síðasta mán- uði. Vilhjálmur segir fjölda þrösk- ulda tefja fyrir því að efnahags- lífið geti tekið við sér. Icesave- málið sé þar á meðal. Hin séu of hátt vaxtastig, handónýt peninga- stefna og gjaldeyrishöft, sem hafi verið með öllu óþörf. Leggja verði áherslu á að opna fyrir aðgang að innlendu og erlendu fjármagni á nýjan leik og búa þeim hagstæð skilyrði sem vilja fjárfesta hér á landi. jonab@frettabladid.is Batinn tekur sjö ár Samtök atvinnulífsins lögðu fram ítarlega aðgerðaáætlun um viðsnúning efnahagslífsins í gær. Stjórnvöld eru hvött til að setja stefnuna á fimm prósenta hagvöxt næstu fimm árin og opna fyrir aðgang atvinnulífsins að fjármagni. VILHJÁLMUR EGILSSON FRAMKVÆMDIR VIÐ TÓNLISTARHÚS Stjórnvöld verða að leita allra leiða til að auka hagvöxt hér á landi. Verði hagvöxtur fimm prósent til 2015 verða lífskjör sambærileg og fyrir hrunið 2008, að mati framkvæmdastjóra SA. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.