Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 12
12 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR TUNGLIÐ GERT ÚR SÍTRÓNUM Í bænum Menton á frönsku Rívíerunni stendur yfir „hátíð sítrónunnar“. Af því tilefni útbjó þessi maður tungl úr sítrónum og tileinkaði George Melies sem árið 1902 gerði kvikmynd um ferð til tunglsins. NORDICPHOTOS/AFP Markmið sjóðsins er að auka almenna þekkingu á íslenskri náttúru svo að umgengni okkar og nýting á verðmætum hennar geti í ríkari mæli einkennst af virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru landsins og efla með því gott hugarfar, mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið. Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar Virðing · Vægi · Verðmæti Markmiði þessu verði náð með því að styrkja verkefni sem fást við sköpun og miðlun þekkingar um náttúruna í víðum skilningi. Farvegurinn getur verið í gegnum listir, hvers kyns fræði og vísindi. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Náttúru- verndarsjóði Pálma Jónssonar. Skilafrestur er 15. apríl. Heildarúthlutun á þessu ári nemur allt að 25 milljónum króna. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má fá á vefsíðu sjóðsins: www.natturuverndarsjodur.is. Umsóknir sendist sjóðnum í Pósthólf 10, 550 Sauðárkróki. NÁTTÚRUVERNDARSJÓÐUR PÁLMA JÓNSSONAR STOFNANDA HAGKAUPS HEILBRIGÐISMÁL Starfsmönnum á Landspítalanum hefur fækkað um 350 á síðustu misserum og eru þeir nú 4.600 talsins. Á síðasta ári fækkaði dagvinnustöðugildum á spítalanum um 202 og eru nú 3.650 alls. Þetta kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra á heimasíðu LSH. Hann rekur þar niðurskurðar- sögu spítalans en á síðasta ári var hagrætt á LSH um þrjá milljarða króna eða rúmlega átta prósent af rekstarfé ársins á undan. Illa gekk að hagræða á fyrri hluta ársins og voru launagjöld spítalans 650 milljónum yfir markmiðum eftir sjö mánuði. Þrír síðustu mánuðir ársins komu mun betur út rekstr- arlega og var launahallinn um 200 milljónir króna eftir árið. Björn segir að árið 2010 verði erfitt. Krafan um niðurskurð sé níu prósent, eða 3,2 milljarð- ar króna. Ítarlegar aðgerðir hafa þegar verið kynntar til að mæta þessum niðurskurði. „Tölur fyrir janúar og um yfirvinnuna um jól og nýár benda áfram til þess að við séum á réttri leið,“ skrifar Björn. Janúar var fjórði mánuðurinn í röð þar sem launaútgjöld voru vel innan fjárheimilda þrátt fyrir talsverðan niðurskurð. Á tveimur árum er niðurskurðurinn á LSH orðinn um sautján prósent. - shá Niðurskurður á Landspítalanum nemur 17 prósentum á tveimur árum: Starfsmönnum LSH fækkar FRÁ LANDSPÍTALA Starfsmönnum hefur fækkað um 350 á síðustu misserum, en reynt er að forðast beinar uppsagnir eins og kostur er. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNMÁL Byggðastofnun gegnir lykilhlutverki í áætlunum iðnaðar- ráðherra um atvinnuuppbyggingu í landinu. Verður eigið fé stofnunar- innar aukið um 3,6 milljarða í því skyni. Eigið fé nemur nú um einum og hálfum milljarði króna. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær margvíslegar aðgerðir í atvinnu- og nýsköpunarmálum. Auk þess að styrkja Byggða- stofnun á meðal annars að verja 500-700 milljónum króna til upp- byggingar á fjölsóttum ferða- mannastöðum, Lánatryggingasjóð- ur kvenna verður endurvakinn, hafinn er undirbúningur að því að koma á fót fjárfestingarsjóði fyrir þá er hyggjast fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, við- haldsverkefni á landsbyggðinni eru í bígerð og stofnaður verður nýsköpunarsjóður framhaldsskóla- nema. Þá eru þrjú ný frumkvöðla- setur á döfinni. Í tilkynningu frá iðnaðarráðu- neytinu segir að undirbúnings- framkvæmdir við Búðarháls- virkjun hefjist í vor. Framkvæmt verður fyrir 600-800 milljónir króna og er gert ráð fyrir að 30- 40 störf skapist. Þá kemur fram að unnið sé að áætlun um gerð eldsneytis úr sorpi sem fellur til á Reykjavíkursvæð- inu. 160 þúsund tonn af sorpi færu til framleiðslunnar á ári. - bþs Aðgerðir í atvinnu- og nýsköpunarmálum: Eigið fé Byggða- stofnunar stóraukið BYGGÐASTOFNUN Auka á eigið fé stofnunarinnar um 3,6 milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MOSFELLSBÆR Kjörstjórn Sam- fylkingarinnar hefur ekki rætt um að breyta röð efstu manna í nýafstöðnu prófkjöri flokksins. Svo segir Ólafur Ingi Óskars- son, formaður kjörnefndar. Heyrst hefur að til standi að Valdimar Leó Friðriksson verði færður úr öðru sæti og neðar á listann. Hann sjálfur kannast við þann orðróm. Formaður kjörstjórnar hefur einnig heyrt þessa sögu, en segir slíkar hugleiðingar ótíma- bærar. Í fyrsta sæti er Jónas Sigurðs- son, núverandi oddviti. - kóþ Kjörstjórn Samfylkingar: Efstu tvö sætin óbreytt enn SAMFÉLAGSMÁL Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra bað heyrn- arlausa afsökunar á langri sögu „mistaka, for- dóma og for- ræðishyggju“ sem einkennt hefði viðhorf stjórnvalda til heyrnarlausra um áratuga- skeið. Í ávarpi sem ráðherrann hélt við opnun 50 ára afmælishátíðar Félags heyrnarlausra sagði hann: „Áratugum saman meinuðu stjórnvöld heyrnarlausum að njóta tjáskipta á því máli sem þið áttuð möguleika á að tileinka ykkur, táknmálinu. Afleiðing- in varð sú að margar kynslóðir heyrnarlausra fóru á mis við þau tækifæri til þroska og menntun- ar sem okkur finnst öllum sjálf- sagt að njóta. Einangrun heyrn- arlausra varð verri en hún hefði þurft að vera.“ - pg Bað heyrnarlausa afsökunar: Saga mistaka og fordóma ÁRNI PÁLL ÁRNASON STJÓRNMÁL Þær miklu vonir sem vöknuðu í brjóstum fólks í bús- áhaldabyltingunni, svo sem um lýðræðisumbætur og stjórnlaga- þing, hafa ekki ræst. Þótt vinstrimenn hafi í fyrsta sinn hreinan meirihluta hefur landslag stjórnmála ekki breyst í grunninn. Fjórflokknum var ekki hafnað í kosningum og þátt- taka í prófkjörum hans hefur ekki minnkað. Varla er hægt að tala um raunverulega byltingu því stjórn- kerfið er einnig óbreytt. Helsta breytingin í viðhorfi almennings til stjórnmálalífs er sú að nú er stjórnmálamönnum meira og minna vantreyst. Það er þeirra helsta verkefni að endur- verkja þetta traust. Allt þetta kom fram í ræðum nokkurra fræðimanna á ráðstefn- unni Hverju hefur Búsáhaldabylt- ingin skilað? sem Háskólinn á Bif- röst stóð fyrir í Iðnó í gær. „Mér þætti synd og skömm ef ekki einu sinni eftir þessa miklu atburði væri hægt að ráðast í gagngera, nauðsynlega og róttæka endurskoðun stjórnarskrárinnar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur. Til hefði staðið að end- urskoða stjórnarskrá síðan 1944. Flokkarnir hefðu alltaf hummað það fram af sér. Núverandi flokkar gerðu það sama. Þetta sýndi „ægi- vald fjórflokksins“. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmála- fræðingur rakti í erindi sínu kann- anir á afstöðu almennings og þátt- töku í stjórnmálum. Í síðustu kosningum hafi fleiri nýir þingmenn verið kosnir inn en áður. En helsta breytingin sé sú að yfir fjörutíu prósent fólks telja nú að fáum eða engum stjórnmála- manni sé treystandi. Meirihluti kjósenda telur spillingu útbreidda meðal stjórnmálamanna. Ólafur segir brýnt að stjórn- málamenn geri heiðarlega upp fortíðina, til að endurheimta traust almennings. Þeir þurfi að viður- kenna mistök sín. Hann telur að um fimmtungur þjóðarinnar hafi tekið þátt í mótmælunum, sem sé mjög mikið. Sjötíu prósent kjós- enda hafi svo reynst hlynnt mót- mælunum, miðað við kannanir. klemens@frettabladid.is Fjórflokki ekki treyst Búsáhaldabyltingin var ekki bylting, því fjórflokk- urinn heldur velli og umbætur bíða. Almenningur treystir ekki stjórnmálamönnum. Fimmtungur þjóðarinnar tók þátt í mótmælunum. HVERJU SKILAÐI BÚSÁHALDABYLTING? Á ráðstefnu Háskólans í Bifröst í gær voru stjórnmálamenn hvattir til að láta af Morfís-tilburðum og viðurkenna mistök sín. Þannig gætu þeir endurheimt traust almennings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VANHÆF RÍKISSTJÓRN! Fræðimenn eru byrjaðir að gera upp búsáhaldabyltinguna, en á ráðstefnu í gær mátti heyra að ýmsir binda vonir við að henni sé ekki lokið. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.