Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 16
16 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Réttlæti er lykilhugtak í þrætunni um fiskveiði-stjórnunina. Forystu-menn núverandi ríkis- stjórnar lögleiddu gildandi kerfi fyrir tveimur áratugum. Þeir hafa síðan sannfært meirihluta þjóðar- innar um að gjörð þeirra á sínum tíma hafi verið ranglát. Nú boða þeir réttlæti. Eftir því sem næst verður kom- ist felst ranglætið í því hversu fáir nýta fiskveiðiauðlindina í ljósi þess að hún er skilgreind sem sameign þjóðarinnar. Þetta er alveg gilt umhugsunarefni. Rétt- lætið getur hins vegar farið eftir því af hvaða bæjarhellu er horft. Ríkisstjórnin hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta leiðin sé að fjölga þeim sem stunda útgerð. Ekki er ljóst hversu mikil sú fjölg- un þarf að vera til að fullu rétt- læti sé náð. Nokkuð ljóst er hins vegar að því fleiri sem félagsmenn í LÍÚ verða þeim mu n m e i r a verður réttlæt- ið eftir þessum kvarða. Eftir loforði ríkisstjórnarinn- ar á enginn af núverandi félags- mönnum LÍÚ að fara á hausinn vegna aðgerða hennar. Það þýðir að skattgreiðendur verða að borga fyrir að fjölga í LÍÚ. Vandinn er sá að þetta er ranglæti en ekki réttlæti þegar horft er af bæjar- hóli skattgreiðenda. Það eru almannahagsmunir að verja skattgreiðendurna og eig- endur auðlindarinnar. Krafan um fjölgun í LÍÚ er hins vegar varðstaða um sérhagsmuni. Þegar forystumenn núverandi ríkisstjórnar lögleiddu fiskveiði- stjórnunarkerfið snerust þeir á sveif með almannahagsmunum. Þeir voru því ekki jafn ranglátir þá eins og þeir sjálfir vilja vera láta nú. Réttlæti gagnvart eigendum fiskveiðiauðlindarinnar felst fyrst og fremst í því að tryggja þjóðhagslega hagkvæman rekst- ur greinarinnar. Það gerðist 1990. Eftir það ár fækkaði félagsmönn- um LÍÚ og ekki þurfti lengur að flytja peninga frá almenningi til útgerðarmanna með stöðugu gengissigi og skattpeningum í gegnum millifærslusjóði. ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Rakin ósannindi Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í grein hér í blaðinu í gær að Hjörtur Gíslason, stjórnarformaður Ögurvíkur, hafi svert nafn hennar. Ástæðan er að í grein á fimmtudag sagði Hjörtur að Ólína hefði farið með rakin ósann- indi í grein sem birtist 21. janúar. Í henni gaf Ólína í skyn að verðmæti, byggð á úthlutun aflaheimilda við upphaf kvótakerfisins, hefðu runnið út úr Ögurvík til áhættufjárfestinga. Hjörtur segir að þetta sé ekki rétt. Ólínu virðist þykja fátt til þeirrar staðhæfingar koma en segist svo sem ekki hafa verið að tala um Ögurvík í greininni heldur um útgerðarfyrirtæki almennt. Samt nefndi hún Ögurvík. Að sverta Ekki verður með nokkru móti séð að Hjörtur hafi svert nafn Ólínu með því að segja hana fara með rakin ósannindi þegar hún tengdi saman Ögurvík og áhættu- fjárfestingar fyrir verðmæti byggð á ókeypis kvóta. Stundum sjá menn sjálfir um að sverta nöfn sín. Ógæfa „Að mínu mati er mikilvægt að rannsaka það sem hefur gerst frá hruninu og til dagsins í dag,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæð- isflokki, í samtali við mbl.is eftir fund í viðskiptanefnd Alþingis í gær. Verk- lagsreglur bankanna voru til umræðu. Áhugi Guðlaugs á bönkunum er til algjörrar fyrirmyndar. Hann er óþreytandi við að fylgjast með hverju skrefi þeirra. Mikil er ógæfa samfélagsins að Guð- laugur var heilbrigðisráðherra en ekki viðskiptaráðherra misserin fyrir hrun. Hann hefði án efa gætt þess að ekki fór jafn illa og raun ber vitni. bjorn@frettabladid.is Er réttlátt að fjölga í LÍÚ? Ýmsar þeirra bóka sem skrifaðar hafa verið um hrunið varpa ljósi á við-fangsefni sem mikilvægt er að glíma við í endurreisninni. Þorkell Sigurlaugsson ritaði til að mynda merka bók um hrun- ið og stjórnun fyrirtækja. Hún dregur skýrt fram brotalamir í starfsháttum stjórna fyrirtækja í aðdraganda hrunsins. Þar eru sýndir brestir sem þarf að berja í. Viðfangsefnið lýtur að siðferðileg- um og klassískum gildum í fyrir- tækjastjórnun. Merkilegt er að félög atvinnu- fyrirtækja skuli ekki hafa tekið þessa bók til almennrar umræðu. Enginn vafi er á að opin hrein- skiptin umræða um þau efni á vettvangi samtaka fyrirtækjanna getur hjálpað þeim að vinna traust almennings í landinu á ný. Þess er þörf. Ólafur Arnarson lýsir í bók sinni átökum í viðskiptalífinu og pólit- íkinni. Bókin var ekki með öllu óumdeild. Það sem helst má læra af henni er hvernig þjóðfélagsum- ræðan tók á siðferðilegum álita- efnum. Atvinnulífið skiptist upp í hólf. Í umræðunni var ekki að öllu jöfnu greint á milli þess sem rétt var og rangt eftir því hvað gert var heldur fremur eftir hinu hver átti hlut að máli eða úr hvaða hólfi hann kom. Í æviminningum Sigurðar prests og alþingismanns frá Vigur er útskýrt hvernig Jónas frá Hriflu innleiddi þess háttar umræðu- hefð um atvinnulífið á öndverðri síðustu öld. Endurtekningin var óholl. Siðferðilega er nauðsynlegt að lyfta umræðunni upp úr þessu fari eigi endurreisnin að takast. Margt bendir til að það hafi enn ekki gerst. Siðferðileg gildi og hólfaskipting Bók Styrmis Gunnars-sonar um hrunið er um margt athyglisverð. Hann kemst að mjög afdráttarlausri niðurstöðu um einangrun Íslands. Sennilega er þó ofmælt að Ísland sé umset- ið. Það breytir ekki hinu að eitt af stóru viðfangsefnunum sem þjóðin þarf að glíma við í kjölfar hrunsins er að losa landið úr ein- angrun. Í þessu ljósi þarf Ísland að end- urmeta stöðu sína í alþjóðasamfé- laginu. Styrmir segir réttilega að við það endurmat eigum við ekki að þykjast vera meiri en við erum. Stakk á að sníða eftir vexti. Tvær leiðir eru færar við þetta endurmat. Önnur er sú að grund- valla utanríkisstefnuna á tvíhliða samskiptum við tiltölulega fá ríki. Þá leið vill höfundur fara. Hin er sú að grundvalla utanríkisstefn- una á þátttöku í fjölþjóðasamtök- um. Það er meir í samræmi við þau sjónarmið sem að baki bjuggu þegar Ísland gekk í NATO. Mikilvægi þess að fá sam- keppnishæfa mynt er augljósasta röksemdin og brýnasta ástæðan fyrir því að halda áfram á þeirri braut fjölþjóðasamstarfs sem farið var inn á fyrir sextíu árum. Sömu pólitísku sjónarmið og þá eru enn í gildi. Endurmatið á því að leiða til nýrra skrefa á þeirri braut en ekki fráhvarfs. Miklu stærri þjóðir en við telja sig ekki hafa bolmagn til að grundvalla utanríkisstefnuna á tvíhliða samskiptum og samn- ingum. Aðalatriðið er að hrunið kallar á nýtt mat á stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu. Það er í bestu samræmi við smæð okkar að velja leið fjölþjóðasamstarfs eins og aðrar fullvalda smáþjóðir í Evrópu hafa gert. Þess vegna á að leiða í ljós hvað samningar um Evrópusambandsaðild fela í sér. Nýtt mat á stöðu Íslands Það er í bestu samræmi við smæð okkar að velja leið fjöl- þjóðasamstarfs eins og aðrar fullvalda smáþjóðir í Evrópu hafa gert. Siðferðilega er nauðsynlegt að lyfta umræðunni upp úr þessu fari eigi endurreisnin að takast. Margt bendir til að það hafi enn ekki gerst. Auglýsingasími Allt sem þú þarft… S kólastjórnendur í Tækniskólanum höfðu á fimmtudag frumkvæði að sérlega einkennilegri aðgerð. Lokuðu þeir á tólfta hundrað nemendur inni í um 45 mínútur og fengu á svæðið hóp lögreglumanna og tollvarða með hunda til að leita vímuefna í skólanum. Spurður hvort rökstuddur grunur um meðferð vímuefna hefði verið að baki þessu framtaki, sagði Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans, að svo hefði alls ekki verið. Að sögn Baldurs er það skoðun stjórnenda skólans að leitin hafi haft „ákveðið for- varnagildi“. Nú eru forvarnir svo sannarlega veigamesti þátturinn í bar- áttunni gegn vímuefnum, en að óska eftir rassíu lögreglu með fíkniefnaleitarhunda ber vitnisburð um furðulega afstöðu til þess mikilvæga starfs. Nemendur í Tækniskólanum vita örugglega að neysla og með- ferð vímuefna er bönnuð í og við skólann. Ekki á að þurfa inni- lokun og leit með hundum til þess að koma þeim skilaboðum á framfæri. Skilaboðin, sem leit Baldurs skólameistara skilur hins vegar eftir sig, eru að þeir nemendur sem mögulega hafa staðið í ein- hverri tilraunastarfsemi með vímuefni eiga ekki að mæta í skól- ann, því þar eiga þeir á hættu að vera gripnir. Nú hefði maður talið að fátt væri mikilvægara fyrir villuráfandi krakka en að halda þeim í skóla með öllum tiltækum ráðum frem- ur en að hrekja þá á brott, en stjórnendur Tækniskólans virðast ekki deila því sjónarmiði. Leitin í skólanum bar engan árangur. Vímuefni fundust ekki á neinum af þeim ríflega ellefu hundruð nemendum sem urðu fyrir leitinni. Þær upplýsingar Baldurs skólameistara að fyrir- myndin að aðgerðinni hafi verið sótt til annarra framhaldsskóla vekur hins vegar upp spurningar um á hvaða slóðum skólayfirvöld almennt eru í forvarnastarfi sínu. Að gera út á óttann við að vera tekinn er ekki árangursrík aðferð til að fyrirbyggja neyslu. Sá lærdómur er óhrekjanleg niðurstaða áratugalangra tilrauna stjórnvalda víða um heim við að berjast gegn fíkniefnum með sífellt þyngri fangelsisdómum. Mun líklegra til árangurs er öflug og hispurslaus fræðsla fyrir ungdóminn og áherslan á að ná eins snemma og hægt er til þeirra sem eru útseldir fyrir fíkninni, áður en þeir hverfa endanlega út fyrir garðinn. Enn og aftur má ítreka að aðferðirnar til að minnka líkurnar á að fíklar verði til eru þekktar. Og íslenskar rannsóknir, afrakstur meira en tuttugu ára starfs, sýna að þetta eru ekki flókin vísindi. Allra mikilvægasti þátturinn er að foreldrar eyði tíma með börn- um sínum. Ein klukkustund á dag getur haft úrslitaáhrif. Það þarf að halda börnum í íþróttum eða öðrum tómstundum, og forða þeim frá áfengi sem allra lengst. Ef lögð er rækt við þessi þrjú atriði eru innan við eins prósents líkur á að ungt fólk ánetjist vímuefnum. Ótti við yfirvöld, hvort sem það er skólameistari eða fulltrúi lögreglunnar, vegur margfalt minna. Fíkniefnaleitin í Tækniskólanum: Fíflalegar forvarnir JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.