Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 22
22 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR H ér var uppbyggingu velferðarkerfisins illa sinnt í góðær- inu,“ segir Árni Páll sem hefur setið í embætti í rúma níu mánuði. „Sú samfélagstilraun hófst þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda 1991 og varð fjárhagslega og siðferðilega gjaldþrota 2007. Hún fólst í að vinna að því á öllum víg- stöðvum að veikja samhjálp, sam- stöðu og velferð fyrir alla um leið og búið var í haginn fyrir ábyrgð- arlaus forréttindi og auðsöfnun fárra,“ segir hann. Máli sínu til stuðnings tekur hann dæmi af vanda ungs fólks án atvinnu en nú er unnið að því að skapa 2.400 pláss til að koma fólki í þeim hópi til virkni og aðgerða, eins og það er orðað. „Þorri þessara krakka er búinn að vera atvinnulaus mjög lengi. Þetta vandamál varð ekki til núna. Það er afsprengi þess að mennta- kerfið sinnti ekki þörfum þeirra. Þau náðu ekki að fóta sig í fram- haldsskólakerfinu og völsuðu úr einni illa launaðri og réttindalítilli vinnunni í aðra. Hér var gert mjög vel við þá sem vildu fara í gegn- um háskólana en á sama tíma var þrengt að aðgangi að framhalds- skólum. Það er fráleitt að menn geti fengið ókeypis háskólagráður að vild, fimm eða fleiri, á sama tíma og fólk er hrakið út úr framhalds- skólunum ef það nær ekki að falla inn í það þrönga form sem þar er áskilið og skilar ekki námsárangri fljótt. Það er ekkert annað en glæp- samlegur skortur á fjárfestingu í fólki að gefa því ekki tækifæri til að nýta hæfileika sína, sjálfu sér og samfélaginu til góðs.“ Árni Páll segir að við endur- skipulagningu samfélagsins verði sú breyting að langtímahagsmunir fólks verði í forgrunni. „Hér hefur verið lögð áhersla á efnahagsupp- sveiflur sem skila stundarárangri og lítt hugað að afleiðingum niður- sveiflnanna sem alltaf koma. Þær eru miklu dýrari heldur en ávinn- ingurinn af uppsveiflunni. Nú þarf að taka með í reikninginn sjónar- mið velferðarþjónustunnar því hún ber kostnaðinn þegar illa fer.“ Spuni, staða og horfur Atvinnuleysið er í óþekktum hæðum. Um fimmtán þúsund manns eru án vinnu en málefni þeirra heyra undir félagsmálaráðu- neytið. Ríkisstjórnin hefur verið harð- lega gagnrýnd úr öllum áttum fyrir að draga lappirnar í atvinnusköpun. Af hverju hafið þið ekkert gert til að skapa varanleg störf? „Forsenda þess að hér verði sköp- uð varanleg störf er sú að einhverjir vilji fjárfesta og að þeir fái lánafyr- irgreiðslu. Eins og staðan er núna er ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum en vonandi breytist það með lausn á Icesave. En þá er eftir íslenska krónan sem hingað til hefur dugað til að halda erlendri fjárfestingu og uppbyggingu frá landinu ef frá eru talin álver sem ráðist er í fyrir milligöngu ríkis- ins og eru í raun svo stórar fram- kvæmdir að þeim fylgir eigið hag- kerfi.“ Þetta vefst ekki fyrir atvinnulíf- inu sem segir stranda á stjórnvöld- um. Ákvarðanir umhverfisráðherra eru þar helst nefndar og ákvarðana- fælni annarra ráðherra líka. „Það er heppilegur spuni en fyrir honum er engin innistæða. Það er búið að ganga frá Suðvesturlínu- málinu sem tafði ekki nokkurn skapaðan hlut þrátt fyrir úrskurð ráðherra. Og það er ekki ein ein- asta framkvæmd að fara af stað í neðrihluta Þjórsár og úrskurð- ur þar um hefur því heldur engin áhrif á framkvæmdahraða. Það er mikilvægt að gera sér ekki heldur óraunhæfar væntingar. Sá bygg- ingamarkaður sem hér var fyrir hrun verður aldrei endurreistur. Hann var ósjálfbær, byggði á gull- grafaraæði sem rann á gíruga verk- taka og taumlausri erlendri lántöku. Auðvitað verður áfram byggt og framkvæmt en vonandi aldrei með sama hætti og var. Ríkissjóður er háður mjög stífum aðhaldskröfum og getur ekki ráðist í stórar sam- gönguframkvæmdir, svo dæmi sé nefnt, þótt það væri æskilegt. En það má ekki gleymast að við erum að vinna að því að finna leiðir til framkvæmda með lífeyrissjóðun- um.“ Árni Páll minnir líka á að á vegum félagsmálaráðuneytisins eru uppi áætlanir um alls níu millj- arða króna uppbyggingu hjúkrunar- heimila vítt og breitt um landið sem munu skapa 1.200 ársverk á næstu misserum. Það muni ekki síst koma sér vel í dreifðari byggðum þar sem atvinnuástand er víða bágborið. Þá séu jafnframt í bígerð áætlanir til að auðvelda Íbúðalánasjóði lánveit- ingar til breytinga og endurbóta á húsnæði. En hvernig metur þú horfurnar í atvinnumálum? „Ég held að við munum þurfa að þola talsvert atvinnuleysi um ein- hvern tíma. Það er óraunsætt að við sjáum aftur atvinnuleysi upp á 1-2 prósent, enda byggði það á ósjálf- bærri skuldsetningu og ofþenslu. Ég á hins vegar von á að atvinnu- ástandið fari að batna á seinni hluta ársins. Gangi það eftir fylgja því miklar breytingar. Við borg- um nú tvo milljarða króna á mán- uði í atvinnuleysisbætur og þegar sá reikningur fer að lækka skap- ast aukið svigrúm til að vinna í þágu þeirra sem hafa lengst verið atvinnulausir og þurfa mestan stuðning við að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fækkun atvinnu- lausra fylgir líka aukning skatt- tekna í ríkissjóð. Þar munar um hvert prósent.” Krónan er stóra vandamálið Sautján mánuðir eru liðnir frá því að bankarnir hrundu með látum. Þá þegar hafði gengi íslensku krónunn- ar fallið talsvert og átti enn eftir að falla. Árni Páll segir að fjárhags- legt tjón vegna bankahrunsins hafi enn ekki komið fram í útgjöldum almennings. „Við erum ekki byrjuð að bera kostnað vegna bankahrunsins heldur bara af gengisfallinu. Hrun krónunnar er eina ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir skuld- um heimilanna. Það er hollt að muna þegar menn dásama íslensku krónuna. Það kemur að því síðar að við þurfum í gegnum skattkerf- ið að borga ríkisskuldir sem eru til dæmis tilkomnar vegna þeirrar miklu stjórnsnilli í Seðlabankan- um að lána bönkum út á engin veð. Þann reikning borgum við á lengri tíma og svo Icesave og fleira.“ Árni Páll er þeirrar skoðunar að skipta verði um gjaldmiðil hið fyrsta enda fullreynt með krónuna. Hún hafi enda kostað íslenska þjóð háar fjárhæðir í gegnum árin. „Við reisum ekkert efnahags- líf á ný á þessum grunni,“ segir hann og gefur lítið fyrir tal manna um aðlögunarhæfni krónunnar og hve heppileg hún sé nú um stundir, útflutningsins vegna. „Hér er ekki um neinn varanleg- an ávinning að ræða. Sóknarfæri okkar núna eru vegna þess að hér er launakostnaður orðinn helmingur á við það sem hann er í nágranna- löndunum. Talsmenn krónunnar þurfa að svara því hvort þeir séu til langframa talsmenn þess að við séum hálfdrættingar í launum á við nágranna okkar. Auðvitað er verkefni okkar að byggja efnahags- umgjörð sem gerir okkur kleift að standa undir sömu launum og lífs- kjörum og eru í nágrannalöndun- um.“ Óábyrgir útgerðarmenn Árni Páll rifjar upp að fyrir ári voru gjaldmiðilsmálin ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni; allir hafi þá verið sammála um nauðsyn þess að finna lausn á því vandamáli sem krónan væri. Nú verði aftur að setja það mál í forgrunn. „Við getum ekki velt vöngum yfir þessu mikið lengur og þurfum að gera að forgangsmáli í aðildarvið- ræðunum við Evrópusambandið að komast inn að evrunni sem allra, allra fyrst. Það er alrangt sem haldið hefur verið fram að evran sé rót efnahagsvandans í þeim evruríkjum sem hafa farið illa út úr kreppunni. Þvert á móti hefur evran afstýrt því að verr færi. Hitt vitum við að íslenska krón- an er afskaplega vinsæl hjá gömlu útgerðinni. LÍÚ heldur dauðahaldi í þennan bjargvætt sem er núna búinn að skera útgerðina niður úr snöru afleiðinga ofurskuldsetn- ingar. Þessir menn hafa hegðað sér eins og spilafífl og apakettir út um allar koppagrundir og veð- sett fyrirtækin upp í rjáfur til að fjármagna óskylt brask. Íslenska krónan kemur þeim hins vegar alltaf á þurrt af því að almenning- ur í landinu borgar á endanum allt- af með gengisfellingum fyrir mis- tök þeirra. Kjaraskerðing okkar er bjarghringur þeirra.“ Það var einmitt það. En Árni Páll vill ekki bara taka krónuna af útgerðinni, hann vill líka svipta hana kvótanum. Fyrningarleiðin er jú á dagskrá ríkisstjórnarinn- ar. Að auki vill hann í ESB sem er sem eitur í beinum útgerðarmann- anna. „Um krónuna er það að segja að meta verður hagsmuni samfélags- ins alls og það er staðreynd að hún leggur óásættanlegar ofurbyrðar á almenning og kemur í veg fyrir efnahagslega uppbyggingu og erlenda fjárfestingu. Það er enginn vandi að finna útfærslu á fyrningu sem sam- rýmist hagsmunum vel rekinnar útgerðar. Söngurinn um að fyrning sé aðför að greininni er falskur. Öll efnisleg eign sem keypt er fyrnist samkvæmt skattalögum og enginn vandi að útfæra sambærileg viðmið um kvótann.“ ESB-aðild tryggir bætt lífskjör Mér finnst Samfylkingin ekki hafa talað mikið um pólitík að undan- förnu. Það er eins og þið bíðið bara eftir að Ísland verði komið í ESB og að þá lagist allt. „Ásýndin er kannski sú og það kemur ekki á óvart, menn eru að vinna sig í gegnum erfið verk. En ég held að það sé mikilvægt að nálgast öll verkefni út frá okkar pólitísku sýn. Það er réttmæt gagn- rýni að við höfum ekki verið nógu beitt í málflutningi en sýn okkar er alveg skýr og við sitjum ekki með krosslagðar hendur. Við vilj- um eitt samfélag fyrir alla í staðinn fyrir hrundu samfélagstilraunina sem snerist um að auka auð fárra á kostnað hinna mörgu. Ofan af því erum við að vinda. Við viljum var- anlega verðmætasköpun og trausta velferð í þágu allra, ekki bólur fyrir fáa.“ Er ekki ábyrgðarleysi að horfa jafn stíft á ESB-aðild og þú gerir þegar nákvæmlega ekkert er fast í hendi um að af henni verði? Samn- ingur þar um verður kannski kol- felldur og hvað gerum við þá? „Þá verðum við að reyna að tak- ast á við það flókna verkefni að tryggja sambærileg lífskjör og í öðrum löndum án hinnar nauð- synlegu forsendu sem er stöðugur gjaldmiðill. Þess vegna er að sama skapi ábyrgðarleysi að segja ekki frá því hvað gerist ef ekki verður af aðild. Það er bæði gömul saga og ný og Langtímahagsmunir í forgang Nýr gjaldmiðill er forsenda þess að íslenskt efnahagslíf verði endurreist og að fólk geti notið lífskjara til jafns við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þetta er skoðun Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. Björn Þór Sigbjörnsson ræðir við hann um nýtt og betra samfélag, skyldur banka og atvinnumálin. Árni Páll segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi markvisst veikt velferðarkerfið. EKKI NÓGU BEITT Árni Páll segir flokk sinn ekki hafa verið nógu beittan í málflutningi en pólitíska stefnan sé skýr. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Talsmenn krónunnar þurfa að svara því hvort þeir séu til langframa talsmenn þess að við séum hálfdrættingar í lánum á við nágrannaríki okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.