Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 13. febrúar 2010 23 þekkt í öllum löndum að efnahags- legur óstöðugleiki með gengisfell- ingum og verðbólgu hittir verst fyrir þá sem eru á lægstu launun- um og lífeyrisþega. Traustur og stöðugur gjaldmiðill og lág verð- bólga er stærsti lífskjaraávinning- ur sem hægt er að hugsa sér. Þetta fæst með aðild að Evrópusamband- inu.“ Bankarnir beri tjónið Frá þessu víkur sagan að skuldum heimilanna. Margir eru að kikna undan þeim. Sumir hafa þegar kikn- að. Fólk bendir á stjórnvöld, stjórn- völd benda á bankana og bankarnir benda bara út í loftið. Hvað ætlarðu að gera í málinu? „Bankarnir verða að bera þess- ar byrðar, því við eigum ekki að ríkisvæða kostnaðinn af hruninu. Þegar hefur verið tryggt greiðslu- jöfnunarúrræði með löggjöf sem gerir öllum þorra fólks kleift að standa í skilum. Það fólk sem var í lagi fyrir hrun á því að vera í lagi eftir hrun. En svo eru hinir sem hafa viðkvæmari tekjugrunn eða hafa jafnvel misst vinnuna, þeir sem voru að kaupa á allra óheppi- legasta tíma og eins þeir sem tefldu á tæpasta vað í skuldsetningu. Í þeim tilvikum verðum við að ætla bönkunum að færa skuldirnar niður í það sem greiðslugeta og veðrými standa undir. Þeir sem fóru offari og skulda mjög mikið eiga að fá sömu meðferð gegn því að minnka við sig og draga saman í einka- neyslu. Þeir þurfa þá að vera í hóf- legu húsnæði, á einum bíl og selja aðrar eignir eins og sumarbústaði og snjósleða og hvaðeina.“ Árni Páll segir mikilvægt að bankarnir vinni hratt að þessum málum, af því sé samfélagslegur ávinningur. Það sé engum til góðs að halda óraunhæfum kröfum að fólki. „Við eigum að gefa fólki færi á að byrja upp á nýtt. Hingað til höfum við rekið fólk í gjaldþrot og bankar og aðrir kröfuhafar hafa elst við það í áratugi og þannig þvingað það ofan í neðanjarðarhagkerfi þar sem það greiðir ekki skatta og verður ann- ars flokks borgarar í eigin landi. Af þessu er gríðarlegur samfélagsleg- ur og mannlegur kostnaður. Það er ekki eðlilegt að þú þurfir að taka út lengri refsingu fyrir að fara off- ari í fjármálum en fyrir stórfelldan þjófnað. Engin rök eru fyrir því.“ Sagan segir okkur að íslensk þjóð læri ekki svo glatt af mistökum. Er ekki hætt við að bankarnir verði komnir í gamla farið innan fárra missera og hegði sér óábyrgt í von um gróða? „Auðvitað er hætta á því og þess vegna er mikilvægt að setja þeim strangar reglur. Stærsti hluti starf- semi bankanna var að lána fyrir skuldsettum yfirtökum. Viðskipta- snillingarnir okkar tóku fyrirtæki, gróin og góð fyrirtæki, fundu í þeim dulda eign, bútuðu þau sundur og komu í verð. Í þessu fólst engin verðmætasköpun og takmarkaður samfélagslegur ávinningur. Svona snúningar verða ekki leyfi- legir nema eftir mjög stífum reglum samkvæmt nýju frumvarpi efna- hags- og viðskiptaráðherra um fjár- málafyrirtæki. Við þurfum líka að taka á launakerfi bankanna sem var út úr öllu korti og beinlínis hvatti menn til að taka mikla áhættu og vanrækja langtímasjónarmið. Við sjáum nú að skortur á regl- um leiddi til verra bankakerfis og minni verðmætasköpunar en ella hefði verið. Stífari reglur hefðu skil- að meiri hagsæld – ekki minni.“ Aldrei einn sannleikur Von er á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið á næstu vikum. Mörður Árnason, flokks- bróðir Árna Páls, velti því upp í vik- unni hvort Samfylkingin þyrfti ekki upp á eigin spýtur að rannsaka sinn þátt í hruninu. „Við höfum rætt mikið um hrun- ið í okkar hópi en ég tel að þessi atburðarás öll muni skýrast með rannsóknarskýrslunni og þá munum við auðvitað ræða hana eins og aðrir í samfélaginu. Þá mun vonandi líka skýrast margt um ábyrgð einstakl- inga. Ég held að við höfum misst af sögulegu tækifæri með því að hafa ekki yfirheyrslur nefndar- innar opnar. Ég held að ástandið í samfélaginu, traust fólks, skilning- ur á atburðarásinni og skilningur á hvers vegna við erum í þeirri stöðu sem við erum í væri með öðrum hætti ef við hefðum treyst okkur til að vinna þetta eins og alvöru þjóð fyrir opnum tjöldum, með opnar yfirheyrslur. Það voru að mínu mati sorgleg mistök. Ég lagði þetta ítrek- að til í þingræðum og í greinum strax eftir hrunið en varð ekki var við miklar undirtektir.“ En býstu við að útgáfa skýrslunn- ar hafi einhverja sérstaka þýðingu? „Hún hjálpar allavega vonandi við að greiða úr aðstæðum og auka skilning okkar á atburðum. Við verðum hins vegar að hafa í huga að sannleikurinn er aldrei einn og það á enginn einkarétt á sannleikanum. Jafnvel ekki vel skipuð nefnd. Þess vegna hefði verið gagnlegt að hafa opnar yfirheyrslur því þær veita öllum sama aðgang að upplýsingum á sama tíma og menn eru því frjálsir að því að móta sér sínar eigin skoð- anir.“ Skýr markmið í málefnum ungs fólks án atvinnu Ungt fólk til athafna er yfirskrift verkefnis félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem miðar að því að greiða úr vanda ungmenna sem hvorki eru í námi né vinnu. Markmiðið er að enginn verði atvinnulaus lengur en í þrjá mánuði án þess að bjóðast vinna eða önnur úrræði sem felast í virkni í samfélaginu. Skal þessu markmiði náð gagnvart fólki yngra en 25 ára fyrir 1. apríl og 1. september fyrir aðra. Vinnumálastofnun annast framkvæmdina í samstarfi við stéttarfélög, fyrirtæki og sveitarfélög. Fimm leiðir, sem samtals mynda 2.400 ný starfs- eða námstækifæri fyrir ungt fólk hafa verið settar upp. ■ Allt að 450 ný námstækifæri í framhaldsskólum. ■ Allt að 700 ný námstækifæri á vegum símenntunar- stöðva og til aðfararnáms að frumgreinadeildum. ■ Allt að 450 ný starfsþjálfunarpláss og störf við átaksverk- efni á vegum félagasamtaka, sveitarfélaga og annarra. ■ Allt að 400 ný sjálfboðastörf. ■ Allt að 400 ný pláss á vinnustofum ásamt endurhæfing- ar- og meðferðarúrræðum. MEÐ UNGA FÓLKINU Árni Páll ræddi við ungt fólk í atvinnuleit á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurlandsbraut í vikunni. RÍKISSKULDABRÉFASJÓÐIR | landsbankinn.is | 410 4000 Ríkisskuldabréfasjóðir Landsbankans eru verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Vörslufélag sjóðanna er Landsbankinn. Rekstrarfélag sjóðanna er Landsvaki hf. Gengi hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóðum getur bæði hækkað og lækkað. Nánari upplýsingar um sjóðina má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðanna sem finna má á heimasíðu Landsbankans www.landsbankinn.is eða heimasíðu rekstrarfélagsins www.landsvaki.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna áður en fjárfest er í þeim, en þar er meðal annars ítarleg umfjöllun um þá áhættu sem felst í fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða. N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 10 13 Fjórar góðar leiðir til ávöxtunar Sparibréf meðallöngReiðubréf ríkistryggð Sparibréf stutt Sparibréf löng *Samsetning sjóðanna 01.02.2010 Kynntu þér kostina Komdu við í næsta útibúi Landsbankans eða hafðu samband við Fjármálaráðgjöf Landsbankans sem veitir upplýsingar og aðstoð við fjárfestingar í innlánum, verðbréfasjóðum og öðrum fjárfestingarleiðum í síma 410 4040. Landsbankinn býður upp á fjóra skuldabréfasjóði sem fjárfesta nær eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum. Sjóðirnir henta vel til reglubundins sparnaðar og hafa á síðustu mánuðum skilað betri ávöxtun en almennir innlánsreikningar. Einfalt er að kaupa og selja í sjóðunum og njóta viðskiptavinir þess að enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskrift. Sjóðirnir hafa sömu fjárfestingarstefnu en mismikla vaxtaáhættu. Skuldabréf og aðrar kröfur með ábyrgð íslenska ríkisins nema 90-100% af heildareignum sjóðanna en innlán á bilinu 0-10%. Ríkissku ld a b réfasjóðir Landsbanka ns www.landsbankinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.