Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 28
28 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR 1. Ertu tungulipur og heillandi? Líkar fólki yfirleitt vel við þig við fyrstu kynni þar sem þú ert glaðlyndur og drífandi? En getur verið að það sé samt dálítið á varðbergi gagnvart þér vegna þess að þú ert svo vinalegur að það er allt að því smeðjulegt? Áttu auðvelt með að þykjast vita um hvað málin snúast, jafnvel þótt þú hafir ekki minnstu hugmynd um það í raun og veru? Áttu það til að hrósa fólki í hástert og jafnvel daðra við það, en meinar ekkert endilega neitt með því? 2. Hefur þú háleitar hugmyndir um eigið ágæti? Montarðu þig stund- um og ertu ef til vill dálítið hrokafullur? Ertu yfirgangssamur eða upplifir sjálfan þig yfir aðra hafinn? Finnst þér stundum að þú fallir utan við reglurnar sem venjulegt fólk þarf að hlíta? Finnst þér stundum að allir hlutir snúist um þig? Gerir þú lítið úr fjárhagslegum eða persónulegum vandamálum þínum og kennir öðrum um þau, ef þú viðurkennir tilvist þeirra á annað borð? 3. Ertu lygalaupur? Finnst þér gaman að ljúga? Áttu það til að ljúga jafnvel þegar ekki er nokkur ástæða er til? Og ertu svellkaldur þegar þú er staðinn að lygum, því þú ert viss um að geta snúið þig úr aðstæðunum? Getur verið að saga fortíðar þinnar hafi breyst í tímans rás? Segistu jafnvel hafa átt erfiða æsku, þó að æska þín hafi í reynd verið ósköp eðlileg? Ertu jafnvel stundum ekki viss um hvort það sem þú segir sé sannleikur eða lygi? 4. Notar þú annað fólk? Gerirðu nánast hvað sem er til að komast yfir kynlíf, peninga eða völd og notar þú annað fólk til að eignast þá hluti sem þú girnist? 5. Ertu samviskulaus? Sérðu ekki eftir því, ef þú særir annað fólk? Biðstu ef til vill afsökunar en finnur ekki til sektarkenndar? Átt þú stundum bágt með að sjá að þú hafir gert eitthvað rangt? Kennir þú öðrum um vandræði sem þú sjálfur stofnar til? 6. Ertu kaldur og fjarlægur? Ertu kaldur og fjarlæg- ur, jafnvel þegar dauðs- fall verður í fjölskyldu þinni eða einhver nærri þér verður fyrir áfalli? Setur þú ef til vill tilfinningasýningu á svið sem lítið býr að baki? Segist þú vera vinur fólks, en veltir því sjaldan fyrir þér hvernig það hefur það, eða hvernig því vegnar í lífinu? Finnst þér innst inni að tilfinningar séu einungis fyrir vælu- kjóa? 7. Ertu kvikindislegur? Gerir þú stundum lítið úr öðru fólki? Áttu það til að beita fjölskyldu þína, vini eða vinnufé- laga andlegu ofbeldi með ljótum orðum og athöfnum. Þætti þér lítið mál að reka undir- mann þinn, ef þú lentir í þeim aðstæðum, og stæði þér á sama um hversu slæm áhrif það hefði á líf hans að missa vinnuna? 8. Ertu ábyrgðarlaus? Finnurðu alltaf ein- hverja afsökun fyrir athöfnum þínum og kennir þú öðrum um þitt eigið klúður? Held- ur þú sjálfsvörninni áfram, jafnvel þegar upp hefur komist að þú hefur farið illa að ráði þínu, hvort sem er í einkalífi eða starfi? Ert þú kannski siðblindur? Ertu samviskulaust sjarmatröll, hættir þér til að ljúga upp úr þurru og áttu erfitt með að setja þig í spor annarra? Þá getur vel verið að þú sért siðblindur, líkt og aðrir 1.500 til 3.000 Íslendingar. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir setti saman siðblindupróf, sem tilvalið er að fylla út yfir morgunkaffinu. Þú færð tvö stig fyrir já, eitt ef þú kannast við einhver einkenni og núll fyrir nei. Margir þeirra eiginleika sem undan- farin ár hafa talist til leiðtogahæfileika eru einnig skýr einkenni siðblindu. Aukin krafa um afköst og hraða hefur valdið því að einstaklingar sem eru áhættusæknir, kaldlyndir og samvisku- lausir hafa átt auðveldara með að komast til áhrifa. Allt eru það einkenni á siðblindu. Á dögunum stóð Nanna Briem geðlæknir frammi fyrir fullum sal fólks í Háskólanum í Reykjavík, þar sem hún flutti fyrirlestur um siðblindu og birtingarmyndir hennar. Á meðal þess sem þar kom fram er að margir siðblindir búa yfir miklum persónu- töfrum sem hjálpa þeim við að fleyta sér áfram til áhrifa. Þangað vilji margir siðblindir gjarnan komast, því þeir laðist að völdum og peningum til að geta ráðskast með fólk. Hún sagði ekki ólíklegt að fyrirtæki í harðri samkeppni, með slíka starfsmenn í vinnu, hafi látið hjá líða að velta fyrir sér hvaða aðferðum starfsmenn beittu á meðan þeir náðu fram hagnaði. Nanna sagði frá bandaríska sál- fræðingnum Robert Hare, sem hefur gert umfangsmiklar rannsóknir á siðblindum en hann er meðal annars höfundur skimunarprófsins PCL (Psyc- opathy Check List) sem er greiningar- tæki notað til að greina siðblindu. Það skiptist í tvo hluta: einkenni sem lýsa tilfinningalífi og samskiptum ann- ars vegar en andfélagslegum lífsstíl hins vegar. Þeir sem skori hærra á andfélagslega sviðinu séu líklegri til að missa stjórn á sér, vera ofbeldisfullir og lenda á bak við lás og slá. Þeir sem hins vegar lenda hinum megin eiga auðveldara með að leynast í samfélaginu, enda sé siðblindu að finna á öllum samfélagsstigum í öllum starfsstéttum. Greiningartæki Hare er fyrst og fremst notað til að meta siðblindu innan réttarkerfisins og fangelsanna. Því segir Nanna óraunhæft að gera ráð fyrir að hægt væri að taka prófið upp víðast hvar. Hins vegar þætti henni eðlilegt að einhverra leiða væri leitað til að skima eftir siðblindu við ráðning- ar, ekki síst í stjórnunarstöður, í ljósi þess hversu hátt hlutfall siðblindra virðist leynast í röðum stjórnenda. Skimað fyrir siðblindu NANNA BRIEM GEÐLÆKNIR Segir siðblint fólk leynast á öllum stigum samfélagsins enda séu líklega 0,5 til 1 prósent lands- manna haldin henni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ...Siðblinda er ein alvarlegasta persónuleika- röskun sem til er. ...Siðblindir eru ekki geðveikir og fullkomlega sakhæfir. ...Siðblindir valda um 50 prósentum af alvar- legustu glæpunum. Margir af alræmdustu glæpamönnum og morðingjum heims myndu teljast siðblindir. ...Um 0,5 til 1 prósent Íslendinga eru siðblind, ef sama gildir um Ísland og aðrar þjóðir þar sem rannsóknir á siðblindu hafa farið fram. ...Stjórnendur eru töluvert líklegri en aðrir til að vera siðblindir. Í Bandaríkjunum er talið að 3,5 prósent efnilegra stjórnenda myndu greinast siðblind. ...Viðskiptaumhverfi sem einkennist af miklum hraða og hagnaðarkröfu er líklegra til að laða að sér siðblinda einstaklinga, heldur en hæg- ara umhverfi þar sem regluverk er stífara. ...Ekki er til nein lækning á siðblindu þó að meðferðarúrræðum fari fjölgandi eftir því sem þekking á fyrirbærinu eykst. * Upplýsingar fengnar úr fyrirlestri Nönnu Briem geðlæknis í Háskólanum í Reykjavík 3. febrúar. Vissir þú að... SIÐBLINDIR MORÐINGJAR Siðblint fólk hefur lengi verið vinsælt umfjöllunarefni kvikmyndanna. essar kvikmyndapersónur eiga það allar sameiginlegt að þær myndu skora hátt í skimunarprófinu fyrir siðblindu. Ef þú færð: 1-4 stig ertu ekki siðblindur, þótt þú sért ekki fullkominn. 5-7 stig ertu tiltölulega eðlilegur, þótt þú deilir nokkrum slæmum persónueinkennum með siðblindum. 8-12 stig hefur þú mörg einkenni siðblindu og ættir að íhuga að leita þér hjálpar. 13-16 stig ertu fullkomlega siðblindur og átt þér varla viðreisnar von. * Stuðst er við prófið Is Your Boss a Psychopath úr viðskiptatímaritinu Fast Company. Tekið skal fram að það er sett fram til gamans og dugar ekki sem raunveruleg greining á siðblindu. STIG: STIG: STIG: STIG: STIG: STIG: STIG: STIG:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.