Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 32
2 fjölskyldan Sólveig Gísladóttir skrifar Í snotru bárujárnshúsi við Suðurgötuna í Hafnarfirði búa þau Erla Björg Birg-isdóttir og Árni Jónas Kristmundsson með börnunum sínum tveim- ur, Jónasi Víkingi og Sólveigu Maríu. Fjölskyldan hefur búið í Firðinum í rúmt eitt og hálft ár og kann vel við sig. „Við förum varla út úr Hafnarfirði enda er það mjög fjölskylduvænn bær og mikið hægt að gera með krílin,“ segir Erla. „Við förum til dæmis oft í sund í Vallalaug- ina en þar er góð innilaug og gott leiksvæði fyrir börn.“ Erla segir fjölskylduna gjarnan nota föstudagana til að gera eitthvað saman en þá daga losni Árni fyrr úr vinnunni. Þá nota þau tækifærið og sækja Jónas Víking snemma á leikskólann og rölta svo niður í bæ. „Það er mjög gaman að tylla sér inn á Súfistann og Jónasi Vík- ingi finnst það mjög spenn- andi. Við mæðginin förum síðan oft í sunnudagaskól- ann og róterum þá bara milli kirkna. Síðast fórum við í Fríkirkjuna og komum svo við í bakaríi á leiðinni heim. Það þarf ekki að vera svo mikið tilstand til að gleðja þessi kríli. Bara það að við komum bæði að sækja hann í leikskólann á föstu- dögum finnst honum alveg frábært.“ Erla segir þau Árna hafa einsett sér að gera eitthvað skemmtilegt saman einu sinni í viku þegar þau bjuggu í Árósum í Danmörku í eitt ár. Þangað fluttu þau með Jónas Víking sjö mánaða þegar Erla fór í nám og Árni var í feðrarorlofi. „Áður en við fluttum út hafði alltaf verið brjálað að gera hjá okkur í vinnu og öðru. Úti höfðum við ekki fjölskylduna eða okkar tengslanet í kringum okkur og því reyndum við að vera dugleg að gera eitthvað saman. Við höfum síðan haldið í þessa venju eftir að við fluttum heim. Eins erum við dugleg að fá vinafólk í kaffi og förum líka einu sinni í viku í mat til foreldra Árna þar sem stórfjölskyldan hittist. Okkur finnst þetta gaman og mik- ilvægt meðan börnin eru lítil því þegar þau eldast vilja þau kannski frekar vera með vinum sínum. Það eru litlu stundirn- ar í lífinu sem gilda.“ - rat Þarf ekki mikið tilstand Sæl í Hafnarfirði Erla Björg Birgisdóttir og Árni Jónas Kristmundsson með Jónas Víking og Sólveigu Maríu heima á Suðurgötunni. Dóttir mín talar viðstöðulaust þessa dagana. Það er gleðilegt en ekki þætti mér verra að skilja hvað hún er að segja og stundum finnst mér að hún hljóti að vera ættuð frá Póllandi. Hún hefur þó allsérstaka tækni til að gera móður sinni skiljanlegt hvað hún sé að fara, sérstaklega ef hún þarf að láta gera eitthvað fyrir sig; eins og að ná í kókómjólk í ísskápinn eða kveikja á sjónvarpinu. Ég vil kalla tæknina gömlukonulistina því barn- ið mitt nýtir sér ævaforna tækni aldraðra Íslend- inga við að tala við útlendinga. Þegar svo ólíklega vildi til að útlendingar flæktust hingað til lands fyrr á öldum hefur tungumálakunnátta Íslendinga ekki verið beysin. Hins vegar hafa þeir getað nýtt sér hina sérstöku samskiptatækni sem felst í því að segja orðið nógu oft og hækka alltaf róminn í hvert skipti. Þannig neyðist sá sem á hlýðir að geta upp á því hvað um sé að ræða. Það er nefnilega alveg ótrúlegt hve vel er hægt að gera sig skiljanlegan með þrautseigjunni einni saman. Ég hef þó fulla trú á því að unga daman mín verði brátt orðin jafnvíg á íslensku og ensku enda hefur sjónvarpið unnið hug hennar undan- farið. Hún hefur einkar mikið yndi af landkönnuðin- um Dóru, Diego og Latabæ. Hús- móðirin kann vel við að geta eldað kvöld- matinn óáreitt meðan barnið er í góðum höndum Dóru að læra að tala ensku. Hins vegar er slæmt ef eldamennskan dregst eitthvað því það þýðir að eina barnaefnið í boði er á Cartoon network þar sem ókræsilegar persónur á borð við Power Puff- stelpurnar ráða ríkjum. Þá fær húsfrúin móðurlegt samviskubit yfir að saurga huga unga barnsins í eiginhagsmunaskyni en reynir að hugga sig við að kannski verði barnið tungumálaséní í framtíðinni. Enskukunnáttan hefur þó ekki enn látið á sér kræla þrátt fyrir nokkra einkatíma hjá Dóru og Diego. (Þó get ég raunar ekki staðreynt þessa full- yrðingu þar sem ég skil ekki hvað barnið er að segja nema að litlum hluta.) Hins vegar hefur hún tileinkað sér frasa sem unglingurinn á heimilinu á til að kasta fram við hin ýmsu tækifæri. Þannig sátu þær systur og horfðu á íslensku söngvakeppn- ina um síðustu helgi og þeirri eldri þótti eitthvað fremur asnalegt og hrópaði upp yfir sig: „Oh my god!“ Sú yngri greip þetta á lofti og þykir mikið sport að slá um sig öðru hvoru með einu góðu „Ómægod“, sérstaklega þegar gesti ber að garði. Ó mæ god Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Ragnheiður Tryggvadóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsing- ar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is FRÉTTA BLA Ð IÐ /STEFÁ N Fáir dagar setja jafn mikinn svip á bæjarlífið á Akureyri og öskudagur. Í tilefni þessa skemmtilega dags hefur verið sett upp örsýning á Minjasafninu á Akureyri en hún verður opnuð í dag. Akureysk börn eru mjög dugleg við að taka daginn snemma, arka um bæinn og heimsækja fyrirtæki í von um góðgæti fyrir fagran söng. Siðurinn er nú orðinn útbreiddari um landið en var lengi vel einungis hafður í hávegum í höfuðstað Norðurlands. Á sýningunni gefur að líta heimagerða öskudagsbúninga sem ýmist hafa verið lánaðir á sýninguna eða eru úr fórum safnsins. Þarna má sjá öskupoka frá því snemma á síðustu öld, tunnukóngsmerki og ýmsa gripi sem notaðir voru á öskudegi. Sýningin höfðar þannig örugglega til barna á öllum aldri, rétt eins og öskudagur sjálfur. Sýningin er hluti af fjölskyldusýningu safnsins, Allir krakkar, allir krakkar – líf og leikir barna, sem óhætt er að mæla með við íbúa og gesti á Akureyri en margar fjölskyldur leggja leið síðan norður á þessum árstíma til að fara á skíði og ekki úr vegi á kíkja í Minjasafnið í leiðinni. Sýningin er opin á laugardögum frá 14-16 fram til 6. mars. Börn í í öskudagsbúningum í byrjun 20. aldar. Ljós- mynd: Hallgrímur Einarsson Dagur sem setur svip sinn á bæinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.