Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 13. febrúar 2010 3 „Landnámssetrið hefur verið með sýningu byggða á sögu Egils Skallagrímssonar. Ætli þessi sýn- ing sé ekki svona nútímaútgáfa af henni,“ segir Gunnar Þórðar- son tónskáld. Í kvöld frumsýnir Gunnar tónlistardagskrána Lífið og lögin í Landnámssetri Íslands í Borgarnesi. Lög Gunnars eru flestum Íslend- ingum að góðu kunn og eru mörg þeirra fyrir löngu orðin samofin íslenskri þjóðarsál. Í dagskránni í Landnámssetrinu rekur hann lífs- hlaup sitt frá því hann var ungur drengur á Hólmavík og fram til dagsins í dag. Gunnar er einn á sviðinu með gítarinn og meðfram sögunum syngur hann og leikur lög sem þeim tengjast. „Ég spjalla um allan andskot- ann,“ segir Gunnar og hlær þegar hann er spurður um viðfangsefni dagskrárinnar. „Keflavík kemur við sögu, gamlir félagar, Hljóm- arnir og þar fram eftir götunum. Í raun má líka segja að ég fari yfir þróun íslenskrar dægurtónlistar í nokkuð mörg ár og minn þátt í henni, sem er dálítill. Ég geri mitt besta til að vera sannur og dreg ekkert undan. Þetta hefur verið gaman, en líka sársaukafullt.“ Spurður um hvaða lög Gunnars áhorfendur komi til með að heyra í sýningunni segir hann þau koma úr öllum áttum af ferlinum. „Ég spila Hljómalög, Trúbrotslög og líka lög af sólóplötunum mínum, eins og Vetrarsól og ýmislegt sem fellur til.“ Auk alls þessa bregður Gunnar á leik og gefur áhorfendum færi á að syngja með sér á upptöku sem fólk getur síðan nálgast á netinu. Að sögn Gunnars stendur sýningin yfir hvern laugardag eitthvað fram eftir vetri. Nóg er um að vera í Landnáms- setrinu þessa dagana, en næsta föstudag verður þar frumsýnd ný sýning eftir Jón Gnarr sem nefnist Lifandi í Landnámssetri. Það er því óhætt að mæla með að fólk taki sér á hendur ferð í Borgarfjörðinn á næstu vikum. kjartan@frettabladid.is Líf og lög Gunna Þórðar Ný tónlistardagskrá með Gunnari Þórðarsyni verður frumsýnd í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld. Þar ræðir tónskáldið ástsæla um ævina, rifjar upp skemmtilegar sögur og leikur lög sem þeim tengjast. „Ég geri mitt besta til að vera sannur,“ segir Gunnar um nýja dagskrá sína í Landnámssetrinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Ferðafélagar, útivistarunnendur og fjallagarpar. Velkomin í World Class Laugum Sýningin er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á próteindrykkinn Hámark. Laugardaginn 13. febrúar kl. 14 - 17 býður World Class í samstarfi við Ferðafélag Íslands til sérstæðrar sýningar í Laugum. Til sýnis verða vegleg skilti sem Ferðafélag Íslands hefur sett upp í samstarfi við VALITOR og VISA á Íslandi á vinsælustu gönguleiðum landsins: Laugavegi, Fimmvörðuhálsi og Hvannadalshnjúki. Bergstaðastræti 4 – 101 Reykjavík – Sími: 562-0335 Gullsmíðaverkstæði Árna Höskuldssonar lokar 1. mars næstkomandi Opnunartími 13:00 til 18:00 virka daga 40% afsláttur af öllum vörum Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.