Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 62
34 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR ÖRLYGUR SIGURÐSSON LISTMÁL- ARI (1920-2002) VAR FÆDDUR ÞENNAN MÁNAÐARDAG. „Fjöllin eru alltaf eins en fólkið undir fjöllunum er síbreytilegt og stökkbreyti- legt með kostum sínum og göllum.“ Örlygur var fjölhæfur listamað- ur og helgaði líf sitt myndlist og ritstörfum. Meðal annars málaði hann myndir af mörg- um þekktum Íslendingum. MERKISATBURÐIR 1668 Spánn viðurkennir sjálf- stæði Portúgals. 1693 Eldgos hefst í Heklu. 1945 Loftárásir hefjast á Dresden. 1960 Frakkar gera tilraunir með sína fyrstu kjarnorku- sprengju. 1971 Suður-Víetnamar ráðast inn í Laos með hjálp Bandaríkjamanna. 1983 Lofsteinn fellur í sjóinn austur af landinu. Víða birti um austanvert landið er hann þaut gegnum himinhvolfið. 1988 Vetrarólympíuleikar hefj- ast í Calgary í Kanada. 2001 Jarðskjálfti upp á 6,6 stig á Richters-kvarða ríður yfir El Salvador. Mikil hraðsala á málverkum átti sér stað þenn- an dag árið 1945. Þá opnaði Jóhannes S. Kjar- val málverkasýningu í Listamannaskálanum og er dyrnar á skálanum voru opnaðar klukkan tíu stóðu um hundrað manns þar úti fyrir og hópar fólks þyrptust að næstu mínúturnar. Þegar sýn- ingargestir komu inn í salinn hófst æðisgeng- in keppni milli þeirra um að festa kaup á mynd- unum sem þar voru til sölu. Alls voru fjörutíu og ein mynd á sýningunni en fjórar þeirra voru ekki falar. Eftir um það bil tuttugu mínútur höfðu þrjá- tíu og þrjár myndir verið seldar. Urðu marg- ir frá að hverfa sem þarna komu til að kaupa sér málverk því aðrir höfðu orðið á undan að hreppa þau. Önnur eins hraðsala á málverkum hafði aldrei átt sér stað hér á landi áður og mun fátíð meðal annarra þjóða, að því er segir í Öldinni okkar. ÞETTA GERÐIST: 13. FEBRÚAR 1945 Keppt um kaup á málverkum „Við höldum upp á afmælið með rjóma- tertum og randabrauði,“ segir Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháða söfnuðin- um, glaðlega þegar hann er spurður út í hátíðahöld morgundagsins vegna sex- tugsafmælis safnaðarins. Hann tekur þó fram að ekki verði sest að borðum fyrr en að aflokinni guðsþjónustu með tónlistarívafi þar sem aðalræðumaður verður Ómar Ragnarsson, fréttahauk- ur og margmiðlunarmaður. „Ómar er með trúfastari sóknarbörnum hér og Helga konan hans líka. Ég reikna frek- ar með að hann segi einhverja brandara þannig að gestir geti glott út í annað, ef ekki bæði,“ segir sérann. Sjálfur kemur hann fólki oft til að brosa með sinni fjörlegu framkomu og sérstöku mál- notkun. Pétríska orðabókin er lands- þekkt og með tilvitnunum í hana kætir hann stundum lund kirkjugesta. „Þeir taka því vel,“ segir hann. „Þó sumum finnist aðalsyndin sú að vera fyndinn eru hinir fleiri sem kunna að meta létt- leika; það er fagnaðarerindi sem við prestarnir eigum að boða.“ Í Óháða söfnuðinum eru um þrjú þúsund manns nú um stundir. „Fólk er skráð í þetta trúfélag hvar sem er á landinu,“ lýsir sr. Pétur. „Hér eru messur annan og fjórða sunnudag hvers mánaðar og fólk gengur að þeim vísum. Svo erum við með göngumess- ur á vorin, þá er byrjað að morgni með stuttri helgistund í kirkjunni áður en lagt er í ferðalag út fyrir bæinn þar sem við göngum í fimm til sex tíma. Eftir það er farið í sund og sána, snætt lambalæri og sungið og dansað. Þetta er heilmikil vorhátíð.“ Sr. Pétur lýsir fleiri föstum liðum í safnaðarstarfinu svo sem gúllasguðsþjónustunni í byrj- un júlí „Þá er blessunin hún Búkolla brytjuð niður og etin að ungverskum hætti,“ segir hann hlæjandi og kveðst líka beita töfrabrögðum í fjölskyldu- messum sem haldnar séu tvisvar á ári. Nú er sr. Pétur beðinn að skauta yfir hina sextíu ára sögu safnaðarins. „Fylgjendur séra Emils Björnsson- ar stofnuðu þennan söfnuð kringum hann eftir að hann laut í lægra haldi í prestskosningum við Fríkirkjuna og hann var hér í þrjátíu ár,“ byrjar hann frásögnina. „Hann messaði fyrst í sal aðventista í Ingólfsstræti, fermdi í háskólakapellunni og flutti ræður í Stjörnubíói en kirkjan hér við Háteigs- veg var byggð í sjálfboðavinnu og vígð 1959, þannig að hún varð fimmtíu ára í fyrra.“ Aðspurður segir sr. Pétur um lúterska fríkirkju að ræða, þar sé sami klæðnaður, sálmabók og helgisiðir og hjá þjóðkirkjunni og sóknargjald safn- aðarbarna gangi til hennar í stað hverf- iskirkna. Eftir að sr. Emil fór til sjónvarps- ins var sr. Baldur Kristjánsson prest- ur safnaðarins í eitt ár, þá kom sr. Þór- steinn Ragnarsson en sr. Pétur hefur þjónað óháða söfnuðinum í hálfan annan áratug, eða „háóða“ söfnuðinum eins hann heitir á „pétrísku“. gun@frettabladid.is ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: HELDUR UPP Á SEXTÍU ÁRA AFMÆLIÐ Á MORGUN Kirkjugestir geta örugglega glott út í annað, ef ekki bæði GUÐSMAÐURINN „Þó sumum finnist aðalsyndin sú að vera fyndinn eru hinir miklu fleiri sem kunna að meta léttleika,“ segir séra Pétur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AFMÆLI TÓMAS INGI OLRICH sendi- herra er sextíu og sjö ára. AGNAR GUÐNASON ráðunautur er áttatíu og þriggja ára. 90 ára afmæli Hér með vil ég þakka öllum þeim sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu þann 23. janúar. Sérstakar þakkir til Söngskólans í Reykjavík fyrir veitta aðstoð og ekki síður öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera þennan dag ógleymanlegan. Guðmunda Elíasdóttir söngkona Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir sýndan hlýhug og ómetanlega aðstoð vegna andláts og útfarar Jóhannesar Bekk Ingasonar kennara, Lambastaðabraut 13, Seltjarnarnesi. Alda Svanhildur Gísladóttir Jón Þór Þorleifsson Ingi Einar Jóhannesson Aðalbjörg Sigurðardóttir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Þökkum auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför sonar okkar, bróður og mágs, Kristins Freys Arasonar Stekkjarhvammi 12, Hafnarfirði. Ólöf Sigurlín Kristinsdóttir Ari Óskar Jóhannesson Steinunn Aradóttir Sigríður Jóhannsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, Bárðar Brynjólfssonar. Rósa Magnúsdóttir og fjölskylda. timamot@frettabladid.is Fallegir legsteinar JÓHANNES S. KJARVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.