Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 13. febrúar 2010 39 Söngkonan Courtney Love tjáir sig opinskátt um fyrrverandi eig- inmann sinn, hinn sáluga rokk- ara Kurt Cobain úr Nirvana, í viðtali við tímaritið Spin. „Ég giftist náunga, hann drap sig og ég erfði allt saman. Þannig gekk þetta fyrir sig,“ sagði Love. Hún á þessa dagana í forræðisdeilu vegna dóttur þeirra, Frances Bean, sem er sautján ára. Nýlega var ákveðið að aðgangur Love að Frances verði áfram takmark- aður þangað til í apríl. Þá munu dómstólar endurskoða málið. Love hefur lengi átt við vímu- efnavandamál að stríða, auk þess sem fjárhagurinn hefur verið dapur upp á síðkastið. Tjáir sig um Kurt Cobain COURTNEY LOVE Rokkekkjan hefur tjáð sig opinskátt um eiginmanninn fyrrver- andi, Kurt Cobain. Spænska leikkonan Penelope Cruz er í viðræðum um að leika í fjórðu sjóræningjamyndinni Pir- ates of the Caribbean: On Strang- er Tides. Landi hún hlutverkinu mun hún leika á móti sjálfum Jack Sparrow, sem Johnny Depp hefur túlkað á eftirminnilegan hátt í fyrstu þremur myndun- um. Tökur á framhaldsmyndinni hefjast í sumar og frumsýning- in verður í maí á næsta ári. Pen- elope Cruz var nýverið tilnefnd til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Nine. Leik- stjóri hennar er Rob Marshall, sá hinn sami og leikstýrir Stranger Tides. Cruz glímir við Sparrow PENELOPE CRUZ Spænska leikkonan verður líklega í næstu Pirates of the Caribbean-mynd. Söngvarinn Friðrik Ómar, ásamt hópi annarra tónlistarmanna, held- ur tónleika í Salnum laugardag- inn 20. febrúar í tilefni af 75 ára afmæli Elvis Presley. Farið verð- ur yfir feril kóngsins þar sem lög á borð við Jailhouse Rock, Love Me Tender og Can´t Help Falling in Love verða á efnisskránni. Elvis fæddist í Mississippi í Bandaríkj- unum 8. janúar 1935 og hefði því orðið 75 ára á þessu ári hefði hann lifað. Miðasala á tónleikana í Saln- um fer fram í síma 570 0400 og á Salurinn.is. Miðaverð er 2.900 krónur. Minnast 75 ára afmælis FRIÐRIK ÓMAR Friðrik syngur lög Elvis Presley í Salnum 20. febrúar. Bandarískur dómstóll hefur úrskurðað að eiginkona leikarans Dennis Hopper, Victoria, þurfi að halda sig að minnsta kosti þremur metrum frá honum. Hinn 73 ára Hopper, sem er alvarlega veikur, vill ekkert með Victoriu hafa og hefur heitið því að hún fái ekki krónu í arf fari svo að hann lifi ekki af veikindi sín. Segja læknar Hoppers að samskipti við Victoriu hefðu í för með sér mikla streitu sem hann þarf ekki á að halda þessa dagana. Þau hafa verið gift í fjórtán ár en skilnaður er nú í vændum. Hopper segir að eiginkonan hafi hagað sér sérlega illa síðasta árið og vísar í rifrildi þeirra um umgengnisrétt vegna sex ára dóttur þeirra, Galen. Victoria heldur því fram að leik- arinn hafi reykt maríjúana fyrir framan dóttur þeirra, hótað henni og að hann sé ekki lengur hæfur til að taka u ákvarðanir. Þessu hefur hann vísað algjörlega á bug. Hopper, sem hefur verið kvænt- ur fimm sinnum, er í lyfjameðferð þessa dagana vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. „Við læknarnir mínir erum vongóðir um að þessi meðferð skili góðum árangri og að ég geti notið lífsins og starfsins á nýjan leik,“ sagði hann. Þekktustu myndir Hoppers eru Easy Rider, Apocalypse Now, Blue Velvet og Speed. Neitar að hitta eiginkonuna DENNIS HOPPER Eiginkona leikarans þarf að halda sig að minnsta kosti þremur metrum frá honum. www.bluelagoon.is 20% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum Í tilefni af Valentínusar- og Konudeginum veitum við 20% afslátt af öllum Blue Lagoon húðvörum í verslun okkar að Laugavegi 15 dagana 13. – 20. febrúar. Snyrtifræðingur veitir ráðgjöf á staðnum. Opið frá 10.00 – 18.00 mánudaga – föstudaga og 10.00 – 16.00 laugardaga. a n to n & b e rg u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.