Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 72
44 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Sara McMahon Haute couture-línan frá Givenchy hefur sjaldan verið fal- legri. Þetta var fyrsta hátískulína ítalska hönnuðarins Riccardo Tisci sem hefur sannað sig við stjórnvölinn hjá tískuhúsinu síðastliðin fimm ár. Tisci segist hafa sótt inn- blástur til áttunda áratugarins og þeirrar „glam-rokk“- stemningar sem ríkti á þeim tíma. Fötin minna vissulega á múnderingar Davids Bowie og Marcs Bolan en þau voru skreytt með steinum, pallíettum og strútsfjöðrum í ríku- legum bláum og grænum tónum. Förðun fyrirsætnanna setti svo punktinn yfir i-ið. - amb > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Rómantík á Laugaveginum Verslunin GK er í rómantísku skapi vegna Valentínusardagsins og gefur sjóðheita rauða ástarsögu með öllum kaupum um helgina. Það er einmitt verið að halda upp á nýja heimasíðu Rauðu seríunnar, www.rauðaserian.is, en bækurnar hafa komið út hér á landi frá því árið 1982. Litríka, hlýja og röndótta peysu frá Soniu Ryki- el. Fæst í Kron Kron. Þennan undraverða nýja hypnose- maskara frá Lancôme sem lengir, þykkir og krullar augnhárin svo þau verða svakalega „sixtís“. Fallega „khaki“- græna litapallettu fyrir augun frá Clinique úr nýju vorlínunni. GLAM-ROKK HJÁ GIVENCHY FJAÐRIR, PALLÍETT- UR OG BLÚNDUR SMÓKING Hvítur smóking-jakki með fjöðrum við víðar svartar buxur. DRAMATÍSKT Fallegur drapplitaður kjóll með pífum. FJAÐRIR Ótrúlega falleg samsetning af svörtum stuttbuxum og drapplit- uðum strútsfjöðrum. GRÆNT Samfesting- ur sem minnir mikið á stíl Bowies á átt- unda áratugnum. TÖFF Smá goth-stemning í þessari siffon-slá yfir kvöldkjól. KVENLEGT Flott skyrta með ótrúlegum smá- atriðum. Á fimmtudaginn bárust þær fréttir að tískuhönnuðurinn Lee Alexand- er McQueen hefði svipt sig lífi á heimili sínu í London. McQueen þótti einn hæfileikaríkasti hönnuður síðari tíma. McQueen hóf feril sinn aðeins sextán ára gamall þegar hann hóf störf hjá klæðskerafyrirtækinu Anderson & Sheppard, en meðal við- skiptavina fyrirtækisins voru háttsettir embættismenn á borð við Mik- haíl Gorbatsjev og Karl Bretaprins. Sagan segir að hinn ungi McQu- een hafi eitt sinn saumað orðin „I am a cunt“ eða „Ég er drullusokkur“ innan í ermina á jakka ætluðum Karli Bretaprins. Tvítugur að aldri ferðaðist hann til tískuborgarinnar Mílanó þar sem hann starfaði um stund fyrir hönnuðinn Romeo Gigli. Þegar hann sneri aftur heim til Englands ákvað hann að sækja um inngöngu í hinn virta skóla, Central Saint Martins College of Art. Vegna þess hve góð umsóknar- mappa hans var hvatti deildarstjóri hönnunardeildarinn- ar hann til að sækja strax um í meistaranám, sem hann og gerði. Útskriftarlína hans var keypt af hinum heimsfræga stílista Isabellu Blow og er talið að það hafi verið hún sem hafi stungið upp á því að hann gengi undir millinafni sínu sem hönnuður. Árið 1996 var McQueen ráðinn sem aðal- hönnuður tískuhússins Givenchy. Hann vakti mikla athygli fyrir sjónrænar tískusýningar sínar og óhefð- bundna hönnun og var oft nefndur The hooligan of Eng- lish fashion af tískuspekúlöntum. Ótímabært fráfall Alexanders McQueen er mikill missir enda einstakur hönnuður þar á ferð. Ótímabært fráfall snillings Í tilefni 20 ára afmælis Tilveru er efnt til afmælisþings, laugardaginn 13. febrúar 2010 kl 14:00 á Háskólatorgi (stofu 104). Fjölbreytt dagskrá. Meðal fl ytjenda eru: Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur Þórður Óskarsson læknir frá ART Medica Allir velkomnir Kveðja, Stjórn Tilveru. Sjá nánari dagskrá á www.tilvera.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.