Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 80
 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Íslands gaf út bókina Bikardraum- ar – saga bikarkeppninnar í hálfa öld, fyrir þessi jól. Um er að ræða mikið og flott verk sem blaðamað- urinn Skapti Hallgrímsson ritaði. Í áætlun fyrir árið 2009 var gert ráð fyrir að kostnaður umfram tekjur yrði 2,5 milljónir króna. Þegar upp var staðið var þessi kostnaður 9,3 milljónir. Það er yfirkeyrsla um tæpar 7 milljónir króna. „Bókin var kannski dýr en við renndum blint í sjóinn með hversu mikil sala yrði á bókinni. Í þess- ari tölu er líka sjónvarpsþáttur sem við kostuðum en það var ekki gert ráð fyrir þessum sjónvarps- þætti í upphafi. Þetta átti fyrst og fremst að vera kostnaðurinn við ritun bókarinnar. Þetta er veglegt rit og kostaði vissulega sitt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Hann sagðist ekki hafa hand- bærar tölur um hversu mikið hefði selst af bókinni en sagði það vera hátt í 1.000 eintök. Sér Geir ekkert eftir því hversu mikill peningur fór í þessa bók? „Ég sé ekki eftir þessum pening- um. Ég held að eftir á að hyggja hefðum við mátt standa betur við að áætla þennan kostnað. Það er kannski gagnrýnivert. Svo varð seinkun á útgáfu bókarinnar og það hjálpaði heldur ekki til,“ segir Geir en hann segir nauðsynlegt fyrir Knattspyrnusambandið að leggjast í svona verkefni. „Það er mjög dýrmætt að halda sögunni við og það kostar peninga. Það er mikilvægt að sagan lifi og það þarf að færa þessar heimildir til bókar.“ henry@frettabladid.is Borguðu rúmar 9 milljónir króna með bikarbókinni Kostnaður við bókina Bikardraumar – saga bikarkeppninnar í knattspyrnu í hálfa öld, fór tæpar 7 milljónir króna fram úr áætlun. „Eftir á að hyggja hefð- um við mátt standa okkur betur við að áætla kostnað,“ segir formaður KSÍ. DÝRIR DRAUMAR KSÍ borgaði 9,3 millj- ónir króna með þessari bók þó svo það hafi selt um 1.000 eintök af bókinni. GEIR ÞORSTEINSSON Formaður KSÍ segir að það megi líklega gagnrýna hvernig KSÍ áætlaði kostnað við bókina Bikardraumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Besti leikmaður Pepsi- deildarinnar síðasta sumar, FH- ingurinn Atli Guðnason, kom heim frá Noregi í gær þar sem hann hefur verið til reynslu hjá norska félaginu Tromsö. FH hafði náð samkomulagi við norska félagið um kaupverð áður en Atli fór utan þar sem hann átti að fá tækifæri til þess að sanna sig. Upphaflega stóð til að hann yrði hjá félaginu yfir helgina en af því varð ekki og sendi félagið hann tómhentan heim í gær. „Það kom mér á óvart að þurfa að fara heim svona snemma. Ég átti von á því að fá að spila æfingaleik gegn Stabæk en var sendur heim áður en af því varð. Það eru aðeins tveir af fimm leik- mönnum sem voru til reynslu sem fá að spila þann leik,“ sagði Atli en hann telur sig ekki hafa fengið nægilegt tækifæri til þess að sanna sig. „Það var aðeins spilaður einn æfingaleikur á þessum tíma sem ég var þarna og þá vorum við allir sem vorum á reynslu í sama liðinu. Það var takmark- að vit í því og allir voru að spila meira fyrir sjálfan sig en liðið. Þess utan voru bara æfingar. Ég er frekar svekktur yfir því að hafa ekki fengið almennilegt tækifæri til þess að sanna mig. Ég hefði viljað fá að klára þenn- an tíma og spila gegn Stabæk. Ég skil þetta ekki alveg ef ég á að segja eins og er,“ sagði Atli en hann var þess utan látinn spila í fremstu víglínu sem er ekki sú staða sem hentar honum best. „Mér leist annars ágætlega á félagið og hefði svo sem getað hugsað mér að spila þarna,“ segir Atli en er hann svekktur að hafa ekki fengið samning? „Þeir sögðust ætla að hringja í mig um helgina en ég á ekki beint von á því að fá samnings- tilboð. Ég veit ekki alveg hvort ég sé svekktur. Ég þarf að melta það aðeins.“ - hbg Atli Guðnason fær ekki samning hjá Tromsö: Fékk ekki tækifæri til að sanna mig ÁFRAM Í FH Besti leikmaður Pepsi- deildarinnar þótti ekki nógu góður fyrir Tromsö. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÓLYMPÍULEIKAR Íslensku keppend- urnir á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada hefja keppni í dag en 21. vetrarleikar sögunn- ar voru settir við hátíðlega athöfn í nótt. Ísland er ein af 82 þjóðum sem eiga fulltrúa á leikunum. Allir íslensku strákarnir, Björgvin Björgvinsson, Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þor- valdsson, keppa í bruninu sem er fyrsta alpagrein leikanna og hefst klukkan 19.45 að íslensk- um tíma. Björgvin keppir í öllum fimm alpagreinum karla en þeir Stefán og Árni keppa ekki í tvíkeppninni heldur í bruni, svigi, stórsvigi og risasvigi. Næsta grein hjá strák- unum er síðan risasvigið á þriðju- daginn. Eina konan í íslenska hópn- um, Íris Guðmundsdóttir, keppir fyrst í tvíkeppni á sunnudaginn. Íris byrjar á bruninu sem hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en svig-hlutinn hefst síðan klukk- an 21.00 að íslenskum tíma. Íris keppir einnig í stórsvigi, svigi og risasvigi á leikunum og verður stórsvigið hennar næsta grein á laugardaginn eftir viku. - óój Vetrarólympíuleikarnir: Allir strákarnir keppa í dag GÓÐA FERÐ Björgvin Björgvinsson og félagar voru kvaddir í Kringlunni í upp- hafi vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI *Gildir ekki af DVD-diskum og tölvuleikjum. KORPUTORGI ÚTSALA 35% VIÐBÓTARAFSLÁ TTUR AF ÖLLUM VÖRU M* Outlet verð kr. 3.495 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 2.272 Outlet verð kr. 12.995 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 8.447 Outlet verð kr. 4.995 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 3.247 Outlet verð kr. 7.995 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 5.197 Outlet verð kr. 11.995 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 7.797 Ja kk af öt (4 6- 64 ) Opið: Mán.-lau. 11 til 18 Sun. 12 til 18 • Sími 578 9400 ÓTRÚLEGT VERÐ OG FLOTTAR VÖRUR! SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLUNNAR ER SUNNUDAGURINN 14. FEBRÚAR. Fó tb ol ta bú ni ng ar f/ bö rn A rs en al , C he ls ea , L iv er po ol , M an .U td . Outlet verð kr. 1.995 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 1.297 Fl ís pe ys a fy ri r dö m ur Ra uð /h ví t Sh of ts he ll ja kk i Va tn sv ör n 8. 00 0 m m (x xs -x xl ) Rú llu kr ag ab ol ir Sv ar t/ gr át t (s -x xl ) H um m el íþ ró tt ap ey sa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.