Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.02.2010, Blaðsíða 86
58 13. febrúar 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. óskar, 6. ógrynni, 8. mánuður, 9. farvegur, 11. tveir eins, 12. laust bit, 14. enn lengur, 16. pot, 17. þjálfa, 18. fálm, 20. persónufornafn, 21. þjappaði. LÓÐRÉTT 1. harmur, 3. óhreinindi, 4. peningar, 5. tala, 7. fáskiptinn, 10. gras, 13. útsæði, 15. kviður, 16. einatt, 19. eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2. vilt, 6. of, 8. maí, 9. rás, 11. uu, 12. glefs, 14. áfram, 16. ot, 17. æfa, 18. fum, 20. ég, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. sorg, 3. im, 4. lausafé, 5. tíu, 7. fálátur, 10. sef, 13. fræ, 15. magi, 16. oft, 19. mó. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Alexander McQueen. 2 Björn Thors og Jóhannes Haukur Jóhannesson. 3 Tækniskólanum í Reykjavík. Aníta Björnsdóttir Aldur: Ég er 37 ára. Starf: Ég verð á flakki um heiminn næstu mánuðina og stunda svif- vængjaflug. Hægt er að fylgjast með ferðum mínum á vefsíðunni www. theflyingeffect.wordpress.com. Fjölskylda: Einhleyp og barnlaus. Búseta: Bjó í 101 þar til ég fór á flakk. Stjörnumerki: Ég er vog. Kvikmynd Dags Kára, The Good Heart, verður frumsýnd á Íslandi 5. mars. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda eru stórleikararnir Brian Cox og Paul Dano í helstu hlutverkum. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er nú unnið að því á bak við tjöldin að fá Dano og Cox til að vera viðstadda frum- sýninguna. Og það er sannkölluð kvikmynda- veisla fram undan í mars því Kóngavegur eftir Valdísi Óskars- dóttur verður tekin til sýningar 26. mars. Myndin skartar öllum Vesturports-hópnum í helstu hlut- verkum auk gamalreyndra leikara á borð við Sigurð Sigur- jónsson. Þá leikur hinn þýski Daniel Brühl stórt hlutverk í myndinni en heimsókn hans til Íslands fyrir skemmstu mæltist vel fyrir hjá íslensku kvenfólki sem var ákaflega hrifið af hinum smávaxna Þjóð- verja. Vesturports-hópurinn verður síðan aftur á kreik um miðjan september þegar kvikmyndin Brim í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar verður frumsýnd. Hennar hefur líka verið beðið með mikilli óþreyju en Dagur Kári og hljómsveit hans, Slowblow, sér um tónlistina við þá mynd. Þetta þýðir að Gísli Örn Garðarsson setur að öllum líkind- um þrennu á þessu ári því Hollywood- kvikmyndin Prince of Persia verður frumsýnd í sumar. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ólafur er bastarður í mynd- bandinu – reiður og aggressívur. Hann er ruslakarl á daginn og gefur lík á kvöldin,“ segir tónlist- armaðurinn Ingi Örn Gíslason. Ingi leggur nú lokahönd á myndband við lagið Power to the Bastards, sem kom út á plötunni Human Oddities árið 2008. Stór- leikarinn Ólafur Darri Ólafsson leikur aðalhlutverkið í mynd- bandinu og grefur meðal annars Inga lifandi. Ingi þekkti Ólaf ekki áður en hann ákvað að taka sénsinn á því að bjóða honum að leika í mynd- bandinu. „Það er magnað að hann hafi verið til í þetta,“ segir Ingi. „Mig langaði að sýna þennan bast- arð sem ég syng um í laginu. Ólaf- ur Darri hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég sá hann fyrir mér í hlutverkinu, en lét mig fyrst aðeins dreyma um að fá hann. Ég ákvað samt að bjalla í hann og senda honum plötuna. Hann svaraði strax og sagðist vera algjörlega til í þetta.“ En hvernig ætli Ólafur hafi staðið sig? „Mér fannst hann ekki þurfa að leita langt. Hann fílaði sig mjög vel,“ segir Ingi. „Við erum að klippa myndbandið núna og ég held að allir séu svakalega ánægð- ir.“ - afb Ólafur Darri gróf Inga lifandi „Ormur Óðinsson er rómantíska hliðin á mér,“ segir Gói, eða Guð- jón Karl Davíðsson, sem leik- ur hinn 17 ára Orm í sýningunni Gauragangur sem verður sett á fjalirnar í Borgarleikhúsinu 19. mars. Guðjón, eða Ormur réttara sagt, gerði sér lítið fyrir og gaf öllum stelpunum sem leika í Gauragangi rósir og konfekt í tilefni af Valent- ínusardeginum sem er á morgun. „Mér fannst alveg tilvalið að vera smá rómó,“ segir hann. Uppátækið féll vel í kramið, eins og kannski gefur að skilja. „Þær voru nú sjúk- ar í mig fyrir en þetta var eigin- lega hálf vandræðalegt, þær voru svo ánægðar með þetta.“ Gói segir að æfingarnar fyrir Gauragang hafi gengið mjög vel. „Við erum farin að æfa á stóra sviðinu í leikmynd. Þetta er rosa- lega skemmtilegt leikrit eftir Ólaf Hauk og tónlistin eftir Nýdönsk er frábær. Þetta er líka geggjaður hópur sem ég er að vinna með.“ Rúmri viku eftir frumsýningu Gauragangs stígur Guðjón á svið í Laugardalshöllinni á Latabæj- arhátíðinni, 27. mars. Þar verður hann í hlutverki Glanna glæps, sem hann hefur leikið nokkrum sinnum áður. „Ég hef verið í Lata- bæjarhlaupunum tvisvar sinnum. Reyndar gifti ég mig þegar Lata- bæjarhlaupið var í fyrra. Það var frekar óheppileg tímasetning því ég gat ekki verið Glanni þá,“ segir Guðjón. Ormur er rómantíska hliðin á Góa Í HÓPI FAGURRA KVENNNA Gói, eða Ormur Óðinsson, í rómantískum gír í hópi fagurra kvenna úr Gauragangi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þeir eru alltaf að búa til einhverj- ar sögur um mig vegna þess að ég er vinsæl hérna. Þeir spyrja mig ekki einu sinni,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunn- arsdóttir og hlær. Búlgarski fréttamiðillinn Blitz. bg fullyrti í gær að rannsókn væri í gangi hjá óþekktu dagblaði um meint framhjáhald Ásdísar Ránar. Þar kom fram að Ásdís, sem er gift fótboltamanninum Garðari Gunnlaugssyni, ætti ástmenn á Íslandi og í Búlgaríu. Þegar líða tók á daginn höfðu fleiri vefmiðlar tekið fréttina upp, en Ásdís lætur sér fátt um finnast og segir að fólk í Búlgaríu taki slíkar fréttir ekki alvarlega. „Allt sem þeir skrifa er búið til,“ segir hún. „Þessar fréttir eru ekki teknar alvarlega í Búlgaríu. Það vita allir að þetta er bara eitthvert rugl, þessar sögur koma um alla sem eru frægir hérna. Um daginn var til dæmis saga um að einn í fótboltaliðinu hans Garðars væri svo ástfanginn af mér að hann skildi við konuna sína út af mér. Ég hef aldrei hitt hann! Ég veit ekki hvort þetta var satt eða ekki, en þetta var í öllum blöðum.“ Spurð hvort hún hafi látið athuga réttarstöðu sína gagnvart fjölmiðl- unum ytra, segist Ásdís ekki hafa gert það, enda séu flestar sögurn- ar fyndnar. „Það er ekkert á bak við þessar sögur, þeir nefna aldrei nöfn, hvað gerðist eða hvenær,“ segir hún. „En sögurnar eru yfir- leitt ekki slæmar, bara fyndnar.“ Fréttablaðið hafði samband við blaðamann vefsíðunnar Blitz.bg. Hann vildi ekki gefa upp hvaðan sagan væri sprottin og benti á að dagblað væri að rannsaka málið. Spurður hvort dagblaðið væri búlgarskt sagðist hann ekki vita það, en taldi þó að það væri annað- hvort enskt eða íslenskt – án þess að geta fært rök fyrir því. Það er nóg að gerast hjá Ásdísi og fjölskyldu, en fjölmiðlar greindu frá því í gær að Garðar Gunnlaugsson, eiginmaður Ásdís- ar, hefði skrifað undir hjá austur- ríska úrvalsdeildarliðinu LASK Linz. Samningur Garðars gildir út tímabilið, sem endar í maí, en Ásdís segist ekki ætla að flytja til Austurríkis. „Ég verð örugglega með annan fótinn þar,“ segir hún. „Ég er með fullt í gangi hérna. Þetta er svo stuttur samning- ur. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara að vesenast með krakkana til Austurríkis.“ atlifannar@frettabladid.is ÁSDÍS RÁN: BENDLUÐ VIÐ KYNLÍFSHNEYKSLI Í BÚLGARÍU OG Á ÍSLANDI Ásdís Rán hlær að lyga- sögum búlgarska fjölmiðla SKOTSPÓNN FJÖLMIÐLA Ásdís Rán segir fjölmiðla í Búlgaríu reglulega skálda um hana sögur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK AÐDÁANDI ÓLAFS DARRA Ingi er aðdá- andi Ólafs Darra og ákvað að láta reyna á að fá hann myndband sitt við lagið Power to the Bastards. Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.