Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2010, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 15.02.2010, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 15. febrúar 2010 — 38. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég var að hugsa um það í gær-kveldi hvað ég ætti að velja,“ við-urkennir Ingibjörg sem á fal-legt heimili í gömlu húsi. „Ég hef sankað að mér alls konar dóti en kaupi þó afar sjaldan húsgögnÞað sem er hér í k i máli þessi mynd. Ég hef líka svo lítið af þessu fólki að segja núna því ekkert af því er heima en það líður ekki svo dagur að ég stað-næmist ekki við myndin Hte i dóttur sinni sem heitir Dúna Steinunn og hjá honum situr Fan-ney Inga Birkisdóttir. Ljósmyndarinn heiti Bj Hún skiptir mig mjög miklu máli þessi myndMargir, sem lýst hafa heimilislegum hlut með sérstakt gildi, hafa tekið fram að hann sé það sem þeim þyki vænst um – fyrir utan fjölskylduna. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður gengur lengra. Ég hef svo lítið af þessu fólki að segja núna því ekkert þeirra er heima,“ segir Ingibjörg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÝ ENDURVINNSLUSTÖÐ Sorpu verður opnuð við Breiðhellu í Hafnarfirði í lok mánaðar. Sama dag verður stöðinni við Miðhraun í Garðabæ lokað og starfsemi þar lögð af. Á hinni nýju stöð er athafnarými viðskiptavina með besta móti og sérstök gryfja er á svæðinu fyrir garðaúrgang. www.sorpa.is Jóna Ma í VEÐRIÐ Í DAG INGIBJÖRG S. SVERRISDÓTTIR Fékk mynd sem gladdi hana ósegjanlega mikið • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS HÍBÝLI OG VIÐHALD Námskeið um bygging- arlist fyrir almenning Sérblað um híbýli og viðhald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Hvernig beygist Ýr? Málfarsleg ráðgjöf hefur verið veitt almenningi og sérfræðingum í 25 ár. TÍMAMÓT 18 híbýli og viðhaldMÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2010 Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 HLAUPTU KAUPTU! 45 cm uppþvottavél með orkunýtni A og þvottagæði A, 5 þvottakerfi þ.á.m. hraðkerfi og pottakerfi, hitastig 45-70°C. Áður kr 89.900 Verð nú 15.000 74.900 ÞÚ SPARAR Gildir mánudag & þriðjudag TILBOÐ Í 2 DA GA 45 CM BREIÐ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 0 9 9 Foreldrar á frumsýningu Kristjana og Baltasar Samper mættu á frumsýningu á Gerplu. FÓLK 22 Afmyndaðist í andliti Magnús Ólafsson varð að gefa frá sér hlutverk í stuttmynd. FÓLK 30 FÓLK Leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson vann til verð- launa á árlegri verðlaunahátíð Art Director Guild Awards sem haldin var á Beverly Hills Hilton-hótelinu á laugardag- inn. Leikmynd Karls í kvik- myndinni The Hurt Locker var valin sú besta í flokki nútímakvik- mynda og hafði þar betur gegn kvikmyndum á borð við Angels & Demons, The Lovely Bones og The Hangover. „Þetta kom nokkuð á óvart því myndin er gerð fyrir lítinn pening,“ segir Karl. „En það er gaman þegar menn taka eftir svoleiðis myndum.“ - fgg / sjá síðu 30 Karl Júlíusson: Sigursæll í Hollywood SLÆMT FERÐAVEÐUR Í dag verða norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 NV-lands. Víða snjókoma en yfirleitt þurrt og bjart S- og SV-til. Hiti um eða undir frostmarki. VEÐUR 4 -3 0 2 0 4 Dagur Valsmanna Karla- og kvennalið Vals í handbolta tryggðu sér sæti í bikarúr- slitunum í gær. ÍÞRÓTTIR 24 SKIPULAGSMÁL Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið hefur úrskurðað að Reykjavíkur- borg þurfi að endurgreiða Brimborg ehf. 113 milljónir króna vegna gatnagerðargjalda auk dráttarvaxta og innheimtukostnaðar vegna lóðar sem fyrirtækið fékk ekki að skila eftir bankahrunið. Fjöldi annarra fyrirtækja og ein- staklinga hefur beðið eftir þessum úrskurði og svo getur farið að borgaryfirvöld þurfi að reiða fram nokkur hundruð milljónir króna vegna hans. Samkvæmt úrskurðinum má Brimborg nú skila Reykjavíkurborg 24 þúsund fermetra atvinnulóð á Esjumelum á Kjalarnesi sem fyrirtækið fékk úthlutað í febrúar árið 2006. Reykjavíkurborg braut jafnræðisreglu með því að neita að taka við lóðinni. „Það hafa mörg fyrirtæki verið í sambandi við okkur sem voru að bíða eftir úrskurðin- um,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar. „Maður veltir fyrir sér af hverju borg- arráð braut lög svona harkalega. Ástæðan hlýtur að vera sú að það er greinilega fullt af svona málum í pípunum.“ Alls tók það Brimborg tíu mánuði og fjóra daga að fá úr málinu skorið. „Við hömuðumst í ráðuneytinu í hverjum einasta mánuði,“ segir Egill og veltir fyrir sér hvort borgin sé skaðabótaskyld og sömuleið- is borgarfulltrúar. „Þessi biðtími hefur valdið okkur gríðarlegu tjóni. Eru borgarráðsfulltrú- ar skaðabótaskyldir? Ég er sannfærður um að þeir vissu betur og gerðu þetta gegn betri vit- und til að fresta greiðslum. Við erum að íhuga skaðabótamál. Það er grundvallaratriði að stjórnkerfi geti ekki níðst á borgurum.“ Meðal þeirra fyrirtækja sem eru í sömu sporum og Brimborg er verktakafyrirtækið BYGG sem fékk ekki að skila um þúsund fer- metra lóð á Vesturlandsvegi skammt frá Korp- utorgi, þar sem rísa átti verslunar- og skrif- stofuhúsnæði. Þar eru um 200 milljónir króna í húfi. „Það er algjör skömm að þessu hvernig er komið fram. Borgin hefur ævinlega endur- greitt lóðir en þegar kom að því að við vild- um fá okkar endurgreiðslu var lokað á okkur,“ segir Gunnar Þorláksson, annar af eigendum Bygg, sem útilokar ekki skaðabótamál. Hvorki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur borgarstjóra né Óskar Bergsson, formann borgarráðs, við vinnslu fréttarinnar. - fb Borgin gæti þurft að greiða hundruð milljóna til baka Fyrirtækin Brimborg og BYGG íhuga að höfða skaðabótamál gegn Reykjavíkurborg fyrir að neita að taka við lóðum þeirra. Borgin gæti þurft að reiða fram hundruð milljónir króna vegna nýs úrskurðar. ICESAVE Fimm manna viðræðunefnd Íslands vegna nýrra samningavið- ræðna við Breta og Hollendinga um Icesave-deiluna heldur til Lundúna í dag til viðræðna við viðsemjend- ur. Bandaríski lögfræðingurinn Lee C. Buchheit fer fyrir íslensku nefndinni en samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins eru auk hans í nefndinni þeir Guðmundur Árna- son, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu og hæstaréttarlögmenn- irnir Jóhannes Karl Sveinsson og Lárus Blöndal. Ekki fékkst opinber staðfesting frá stjórnvöldum um nefndarskip- anina í gær. Á fundinum í Lund- únum verður, eftir því sem næst verður komist, nýr samningsrammi Íslendinga kynntur með formlegum hætti en hann varð til í samstarfi forystumanna stjórnmálaflokk- anna. Breskum og hollenskum ráð- herrum hefur þegar verið kynnt efni rammans og hafa þeir fallist á að setjast að samningaborðinu á grundvelli hans. - bþs Búið að skipa samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni: Fundað með Bretum í dag MUNDAR RJÓMASPRAUTUNA Bolludagurinn er í dag og viðbúið að ófáum rjómabollum verði rennt niður um land allt í tilefni dagsins, sér í lagi ef ungviðið hefur verið duglegt við að „bolla“ eldri kynslóðirnar í morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KARL JÚLÍUSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.