Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 4
4 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 0° -2° -1° 0° -3° 0° -1° -1° 21° 4° 14° 3° 20° -5° 2° 16° -3° Á MORGUN 8-13 m/s. MIÐVIKUDAGUR 3-8 m/s. 2 4 0 0 0 -3 2 2 4 -2 -4 18 13 18 20 16 10 15 8 10 7 15 3 1 -4 -2 0 -3 -6 -4 -4 -4 SLÆM FÆRÐ Á LANDINU Í DAG Gera má ráð fyrir slæmu ferðaveðri á landinu í dag og því nauðsynlegt að afl a upplýsinga um færð áður en lagt er af stað yfi r heiðar. Það dregur síðan smám saman úr vindi og ofankomu í nótt en í fyrramálið verður sums staðar áfram nokkuð hvasst í fyrramálið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL, Allt tiltækt lið lög- reglu í miðborg Reykjavíkur veitti ölvuðum ökumanni eftirför aðfaranótt sunnudags. Ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, reyndi að komast undan eftir að hafa verið stöðv- aður af lögreglu á Hverfisgöt- unni við hefðbundið ölvunareftir- lit. Hann ók á ógnarhraða á móti umferð um íbúðargötur en náðist síðar á hlaupum við Snorrabraut. Í ljós kom að hann var réttinda- laus og á honum fundust einnig fíkniefni. Einn lögreglumaður féll af mótorhjóli við eftirförina og hlaut smávægileg meiðsli. - rat Ölvunarakstur um Þingholtin: Allt tiltækt lið veitti eftirför LÍBANON Þúsundir manna söfnuð- ust saman í miðbæ Beirút í gær til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því Rafik Hariri, þáver- andi forsætisráðherra landsins var myrtur. Líbanski herinn sá um örygg- isgæslu en á samkomunni komu fram margir af helstu stjórnmála- mönnunum í Líbanon. Morðið á Hariri var áfall fyrir líbönsku þjóðina á sínum tíma. Líbanar kenndu Sýrlendingum um og eftir að vísbendingar komu fram sem tengdu stjórnvöld í Sýrlandi við morðið, drógu Sýrlendingar herlið sitt út úr Líbanon. Samskipti land- anna hafa batnað eftir það. - rat Fimm ár frá morði Hariri: Hariri minnst AFGANISTAN Nató hefur staðfest að tvær sprengjuflaugar, sem skjóta átti á hernaðarleg skotmörk í Helmand í suðurhluta Afganistans á laugardag, hafi misst marks. Flaugarnar grönduðu tólf óbreyttum borgurum þegar þær lentu á húsi í bænum Marjah og er talið að tíu þeirra sem fór- ust hafi verið úr sömu fjölskyld- unni. Markmið árásarinnar var að hrekja talibana af svæðinu. Í yfirlýsingu segjast fulltrúar Nató harma mistökin. Forseti Afgan- istan, Hamid Karzai hefur farið fram á rannsókn vegna málsins. - rat Granda óbreyttum borgurum: Sprengjur missa marks KÓPAVOGUR Verkin sem Halldór Jónsson verkfræðingur vann fyrir Kópavogsbæ og Fréttablað- ið greindi frá á laugardag tengj- ast sjö framkvæmdum í bænum á árabilinu 2003 til 2008. Alls er um 64 reikninga að ræða upp á 71,5 milljónir króna, Þar af eru fjórir upp á átján millj- ónir fyrir þrjú aðskilin verk sem greiddir voru 9. desem- ber 2008. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Halldór út nokkra reikning- anna sem skoðunarmaður Kópa- vogs. Halldór er einn af helstu trún- aðarmönnum Gunnars I. Birgis- sonar, fyrrverandi bæjarstjóra, og var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi frá 1986 til 2003. Líkt og og Fréttablaðið greindi frá kom umfang viðskiptanna Gunnsteini Sigurðssyni, bæjarstjóra í Kópa- vogi, á óvart. „Ég vissi að hann hafði verið í einhverjum verkum, en ég gerði mér enga grein fyrir umfanginu.“ Gunnsteinn hefur kallað eftir upplýsingum frá tæknideild bæjarins um hvernig hafi verið staðið að vali á verktök- um í umræddum verkum. Samkvæmt sveitarstjórnarlög- um mega bæjarstarfsmenn ekki vera skoðunarmenn sveitarfélaga. Trausti Fannar Valsson, lögfræð- ingur og sérfræðingur í stjórn- sýslurétti, segir að hvað verktaka varði skipti umfang verkefnanna máli og það hve viðvarandi þau eru. Ekki hafi reynt á hvort verk- takagreiðslur hafi gert menn van- hæfa sem skoðunarmenn. „Ég held að þó ekki hafi reynt á þetta, þá sé ekki opið á það að maður geti verið skoðunarmað- ur sveitarfélags alveg óháð því hversu mikil verkefni maður tekur að sér fyrir það.“ Guðríður Arnardóttir, bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, ætlar að skoða reikn- inga Halldórs í dag. Þar á meðal verksamninga. „Mér sýnist í sumum tilvikum sem reikning- ar hafi verið greiddir fyrir verk sem lauk tveimur árum fyrr. Það er mjög sérstakt,“ segir hún. Ómar Stefánsson, bæjarfull- trúi Framsóknarmanna, segir ein- staka reikninga ekki koma inn á borð bæjarstjórnar. „En Halldór hefur að mínu mati farið illa með það traust sem honum var sýnt. Ég mun ekki styðja hann áfram sem skoðunarmann,“ segir Ómar. Ekki náðist í Halldór Jónsson í gær. jonab@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Halldór rukkaði Kópavogsbæ nokkrum árum eftir verklok Kópavogsbær greiddi Halldóri Jónssyni fjóra reikninga upp á átján milljónir á sama degi í lok árs 2008. Í nokkrum tilvikum voru liðin tvö ár frá verklokum. „Halldór fór illa með traustið, segir Ómar Stefánsson. STÓRSKULDUGT FÉLAG Hallsteinn ehf., félag Halldórs Jónssonar, tapaði 76,6 milljónum króna og var eigið fé félagsins neikvætt um 63,8 milljónir í lok árs 2008, samkvæmt síðasta ársreikn- ingi félagsins. Tapið liggur að nær öllu leyti í neikvæðum gengismun en langtímaskuldir félagsins voru í evrum, Bandaríkjadölum og japönskum jenum. Í lok árs námu heildarskuldir Hallsteins 143,5 milljónum króna. Langtímaskuldir námu tæpum 53,3 milljónum. Þar af voru 18,2 milljónir á gjalddaga á síðasta ári og 35 milljónir á gjald- daga á þessu ári. Örlítil hækkun hefur orðið á gengi gjaldmiðlanna gagnvart krónu síðan þá. Efnahagshrunið setur strik í afkomu Hallsteins. Félagið átti hlutabréf í Existu, Landsbankanum, Kaupþingi, Straumi og Glitni fyrir 1,6 milljónir króna að nafnverði árið 2008. Markaðsverðmæti eign- anna nam 51 milljón króna í lok árs 2007 en voru verðlausar ári síðar. Einn var á launaskrá Hallsteins í lok árs 2008. Launagreiðslur námu 2,3 miljónum króna, að jafnaði 191 þúsund krónum á mánuði. - jab VERKIN FYRIR KÓPAVOG Verk Fjöldi reikn. Upphæð m. vsk Vatnsendaskóli 7 15.720.080 - Hábraut 2-4 6 13.981.350 - Roðasalir 19 13.851.566 - Fannborg 2 3 10.704.285 - Hörðukór 2 5 7.781.250 - MK (viðbygging) 21 5.237.520 - Hjallaskóli 3 4.214.036 - Samtals 64 71.490.087 - ÚR KÓPAVOGI Verkfræðingurinn Halldór Jónsson fékk rúma 71 milljón króna greidda á fimm árum frá Kópavogsbæ. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir Halldór ekki njóta trausts lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÓMAR STEFÁNSSON VINNUSLYS Annar mannanna tveggja sem misstu meðvitund um borð í nóta- og togveiðiskipinu Hoffelli á Fáskrúðsfirði, snemma í gærmorgun, er enn í öndunarvél. Hinn losnaði úr öndunarvél í gær að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans en ekki fengust frek- ari upplýsingar um líðan mannanna. Mennirnir voru staddir í lest skipsins þar sem þeir misstu meðvitund og voru þeir fluttir með sjúkra- flugi til Reykjavíkur strax um sjöleytið í gærmorg- un. Var annar mannanna með meðvitund við kom- una til Reykjavíkur. Talið er að súrefnisskortur í lest skipsins hafi valdið því að mennirnir misstu meðvitund en súr- efnismælir verksmiðjunnar var í viðgerð. Súrefni þverr hratt í lestum skipa þegar magainnihald fiska rotnar, sérstaklega smærri fiska eins og gulldeplu og loðnu en Hoffellið, sem er gert út af Loðnuvinnsl- unni ehf. á Fáskrúðsfirði, var að koma af gulldepl- uveiðum. Rannsóknarnefnd sjóslysa og Vinnueftir- litið rannsaka málið í samvinnu við lögreglu. -rat Tveir menn voru fluttir með sjúkraflugi frá Fáskrúðsfirði snemma í gærmorgun: Misstu meðvitund í lestinni HOFFELL Rannsóknarnefnd sjóslysa og Vinnueftirlitið rannsaka nú tildrög slyssins í samvinnu við lögreglu. MYND/ ÓÐINN MAGNASON MIÐBORG BEIRÚT Fjöldi fólks minntist þess í gær að ár er liðið frá morði Rafiks Hariri. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 12.02.2010 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 231,6931 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,11 129,73 201,57 202,55 175,04 176,02 23,510 23,648 21,625 21,753 17,619 17,723 1,4366 1,4450 197,93 199,11 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Auður Capital veitir ábyrga fjármálaþjónustu Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 16. febrúar kl. 17:15 að Borgartúni 29. Allir velkomnir Hverjum treystir þú fyrir þínum sparnaði? Eignastýring og séreingarsparnaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.