Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 10
10 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR VELFERÐARMÁL Í dag stjórna fatlað- ir því ekki hvenær þeir fá þá þjón- ustu sem þeir þurfa á að halda. „Við getum stjórnað fyrirtæki en ekki því hvenær við förum í bað eða hvenær er þrifið heima hjá okkur,“ segir Ragnar Gunnar Þór- hallsson, formaður Sjálfsbjargar. Þetta breytist verði þingsályktun- artillaga Guð- mundar Stein- grímssonar og fleiri að veru- leika. Í henni er gert ráð fyrir að komið verði á fót notenda- stýrðri per- sónulegri aðstoð (NA P) fyrir fatlað fólk. Það er hugmynda- fræði sem rutt hefur sér til rúms á Norðurlöndum og víðar og segir Ragnar Gunnar að við séum langt á eftir nágrannalöndunum í þess- um efnum. „Þetta snýst um mann- réttindi, það að fatlað fólk njóti réttinda í samfélaginu til jafns við aðra,“ segir hann. Samkvæmt tillögunni á að tryggja rétt fatlaðra til að stjórna lífi sínu sjálfir, þrátt fyrir þörf fyrir aðstoð annarra. Það verði gert með því að gefa þeim kost á að ráða sér aðstoðarfólk sem hjálpi þeim eftir þörfum í daglega lífinu. Þá stjórnar fatlað fólk þjónustunni við sig sjálft, í stað þess að þiggja hana á stofnunum eða eftir for- skrift þeirra. Ragnar Gunnar segir góða reynslu af þessu á Norðurlönd- um, sérstaklega í Svíþjóð þar sem kerfið var tekið upp árið 1993. Þá starfi Bretar einnig eftir þessari hugmyndafræði. Guðmundur Steingrímsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en þingmenn allra flokka standa að henni. Guðmundur segir kerfið í dag gera fatlaða mjög háða stofn- unum. Tillagan geri ráð fyrir því að fatlaðir geti ráðið sér aðstoðar- menn eftir þörfum. „Þetta er for- senda þess að fólk með fötlun geti öðlast sjálfstæða lifnaðarhætti til jafns við aðra.“ Hann segir ýmsa útfærslu til á þessu, í Noregi eigi fatlaðir til að mynda samvinnufé- lag sem sjái um reksturinn. Not- andi fái beingreiðslu frá ríki og sveitarfélagi til að verða sér úti um þjónustu. Útfæra þurfi kerfið hér, verði tillagan að veruleika. Guðmundur segir tillöguna snú- ast um mannréttindi, en til lengri tíma litið verði sparnaður í velferð- arkerfinu sé þessi háttur hafður á. Peningarnir nýtist mun betur, fari allir í þjónustu en ekki steinsteypu stofnana. kolbeinn@frettabladid.is Fatlaðir munu fá að stjórna lífi sínu sjálfir Þverpólitísk samstaða er um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlaða. Gert er ráð fyrir að fatlaðir fái beingreiðslur og ráði sér þá aðstoð sem þeir þurfa. Erum langt á eftir Norðurlöndum segir formaður Sjálfsbjargar. RAGNAR GUNNAR ÞÓRHALLSSON GET OG VIL Fatlaðir ráða ekki sjálfir í dag hvenær þeir fá þá þjónustu sem þeir þarfn- ast. Því á að breyta, verði þingsályktunartillaga að lögum. Hér eru hreyfihamlaðir krakkar á ferð um Hvalfjörðinn árið 2003 að safna fyrir utanlandsferð. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR GRÆNLAND Samband strandveiði- manna í Nuuk, NAPP, telur að Grænlendingar geti ekki lengur staðið utan við ESB. Ein helsta ástæða þess að Græn- land dró sig út úr ESB árið 1985 var sú að Grænlendingar töldu sig geta betur farið með fiskveiðistjórnun en það sem þá hét Evrópubandalagið. Lars Mattæussen, formaður sam- bandsins, segir í viðtali við græn- lenska blaðið Sermitsiaq að þetta eigi ekki lengur við: „Við þurfum að viðurkenna að fiskveiðistjórnunin hefur ekki batn- að, og að örfáir einstaklingar ráða yfir öllum botnfiskveiðum.“ Einnig spilar inn í hjá sjómönn- unum að brátt skellur á bann í ESB-ríkjum við innflutningi á grænlensku selskinni. Formaður sambands sjómannanna telur að innan ESB hefðu þeir verið í betri aðstöðu til að hafa áhrif á þessa ákvörðun. „ESB var skapað til að verja hagsmuni aðildarríkja. Við teljum að ESB hefði ekki tekið ákvörðun sem hefði skaðað hagsmuni aðild- arríkis,“ segir Mattæussen. Einnig hefðu innviðir landsins notið góðs af aðild, því þá hefðu styrkir fengist úr þróunarsjóðum sambandsins. Meirihluti Landssam- bands grænlenskra fiski- og veiði- manna, KNAPK, hafnaði ESB-aðild fyrir sitt leyti í fyrra, og var bann ESB við hvalveiðum, selskinnsölu og breytingar á tollalögum meðal ástæðna sem tilgreindar voru. - kóþ Grænlenskir strandveiðimenn: Vilja ganga inn í ESB vegna fisksins SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Álftanes ætlar að kanna hug íbúa sveitarfélagsins til samein- ingar við önnur sveitarfélög samhliða þjóð- aratkvæðagreiðslu um Icvesave. „Spurningar myndu miða að könnun á vilja Álftnesinga til annars vegar samein- ingar við önnur sveitarfélög og hins vegar ef já, þá hvaða sveitarfélags/sveitarfélaga,“ sagði í tillögu meirihlutans. „Skoðanakönnun vegna hugsanlegrar sameiningar er ekki tímabær,“ bókaði Sig- urður Magnússon, fulltrúi minnihluta Á- listans, sem greiddi atkvæði á móti. Sig- urður benti á að verið væri að finna lausn á fjárhagsvanda sveitafélagsins og að enn væri óafgreitt erindi Álftaness um leiðrétt- ingu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. „Ef sameiningarmálin koma síðar til athugun- ar, svo sem vegna þess að ekki næst lausn á fjárhagsvandanum, væri rétt og tímabært að láta fara fram könnun um afstöðu íbú- anna,“ sagði Sigurður og benti á Hafnar- fjörð, Garðabæ og Reykjavík í þessu sam- hengi. Engir valkostir hafi verið kynntir fyrir íbúum Álftaness. „Að öðru jöfnu er þó líklegast að sameining við Reykjavík tryggði Álftnesingum besta nærþjónustu, þar sem fjarlægð til Reykjavíkur væru rök fyrir að byggja upp öfluga þjónustu á Álfta- nesi,“ sagði hann. Fulltrúar meirihlutans sögðu samning Álftaness við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga kveða á um að lausn á fjár- hagsvanda Álftaness felist meðal annars í skoðun á sameiningarkostum. - gar Minnihluti á Álftanesi andvígur könnun um sameiningu við önnur sveitarfélög: Ekki tímabært að spyrja Álftnesinga ÍBÚAFUNDUR Á ÁLFTANESI Fulltrúi minnihlutans í bæjarráði Álftaness og fyrrverandi bæjarstjóri segir ótímabært að kanna hug íbúa til sameingar á meðan fjárhagsvandinn sé óleystur og valkostir ekki skýrir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hef opnað tannlæknastofu í Háholti 14 - Mosfellsbæ -áður Tannlæknastofa Kópavogs Ragnar Kr. Árnason, tannlæknir sími 554 2515 Ekki byggðir fyrir árið 2001. Verða að vera á eignarlóð. Ekki lengri keyrsla en rúm 1 klst frá Reykjavík. Verða að vera með rúmgóðri verönd og heitum pott. Ekki undir 80 fm. Eingöngu glæsilegir og vel búnir bústaðir koma til greina. Áhugasamir sendi upplýsingar um staðsetningu, verðhugmynd og myndir á villas.europe@gmail.com eða hafi samband í síma 897 8266 KOSS Í MADRÍD Rómantíkin sveif yfir vötnunum í Retiro-garðinum í Madríd í gær en þá var Valentínusardaginn. Þessi kona sá ástæðu til að smella kossi á ræðarann í tilefni dagsins. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.