Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 16
16 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Er ind i um h lá tur jóga Samhjálp kvenna verður með fræðslufundí Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins, þriðjudaginn 16. febrúar kl. 20.00. Ásta Valdimarsdóttir fl ytur erindi um hláturjóga, sem er auðveld aðferð til að létta lífi ð og draga úr streitu og líkamlegri vanlíðan. Nýir liðsmenn óskast Óskað er eftir sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir að styðja konur sem hafa farið í meðferð, að fræða um sjúkdóminn eða að stuðla að bættri þjónustu við sjúklinga. Sjálfboðaliðanámskeið er ráðgert í lok febrúar. Hafi ð samband við Samhjálp kvenna á netfang samhjalp@krabb.is eða í síma 898 1712. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Engir vextir Ríkisútvarpið greindi frá því í hádeg- inu á fimmtudag að kjarni nýrrar Icesave-sáttatillögu væri að Íslend- ingar greiði ekki vexti. „Íslendingar vilja ekki fallast á greiðslu vaxta,“ var sagt. Fréttin vakti verðskuldaða athygli enda hleypur vaxtakostnað- urinn á hundruðum milljarða króna ef vextirnir eru 5,5 prósent eins og samdist um á sínum tíma. Það munar því um hvert prósent og núll prósent vextir þýða auðvitað núll krónur í vaxtakostn- að. Staðið við fréttina Fjármálaráðherrann brást við í morgunútvarpinu á Rás 2 daginn eftir með því að segja fréttina ranga. Upplýsti hann um leið að hann hefði beðið RÚV um að fara ekki með fréttina í loftið. Bæði væri hún röng og skaðleg. Ekki var orðið við þeirri ósk. Fréttamenn hafa jú stundum heimildir fyrir einhverju sem ráðamenn vilja ekki eða geta ekki staðfest. RÚV brást heldur ekki við yfirlýsingum ráðherrans í morgun- útvarpinu. Mátti af því draga þá ályktun að fréttastofan stæði við fréttina; kjarninn væri að borga ekki vexti. Vextir Athyglisvert var því að hlýða á fréttir RÚV á laugardagskvöldið. Þar var vitnað til fréttar breska blaðsins Guardian um hugmyndir um að breyta íslensku gjaldþrotalögunum. Svo sagði: „Verði sú leið farin að greiða fyrr inn á höfuðstól Icesave skuldarinnar, eins og tillagan virðist gefa til kynna, fæli það í sér að Íslendingar þyrftu að greiða lægri heildarupphæð í vexti en gert hefur verið ráð fyrir hingað til.“ Vextirnir voru sumsé aftur komnir á kreik. Sem rímar illa við fimmtudagsfréttina um vaxtaleysið. bjorn@frettabladid.isF jölmennustu pólitísku mótmæli mannkynssögunnar áttu sér stað þann fimmtánda febrúar árið 2003, þegar talið er að þrjár milljónir Ítala hafi sótt mótmælaað- gerðir í miðborg Rómar. Þessi gríðarlegi fjöldi var að mótmæla grímulausum undirbúningi fyrir árás Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra á Írak. Mótmælin voru hluti af alþjóðlegri hreyfingu, því þennan dag mótmæltu tugmilljónir manna um heim allan. Hér á landi voru fjölmennir fundir í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði. Baráttuhreyfingin gegn stríði í Írak naut víðtæks stuðnings meðal almennings um víða veröld, ekki hvað síst í Vestur-Evr- ópu. Engu að síður megnaði hún ekki að afstýra innrásinni sem hófst rúmum mánuði síðar. Vígfúsir valdhafar létu gagnrýni borgaranna sig litlu varða, heldur vísuðu í leyniskjöl sem þeir einir hefðu fengið að sjá og sögðust óhræddir gangast undir dóm sögunnar. Það er því kaldhæðnislegt að sömu leiðtogar skuli nú vera á hröðum flótta undan sögunni. Óhætt er að telja Íraksstríðið einhverja verstu ákvörðun síðustu áratuga á sviði alþjóðastjórnmála. Fyrir Íraka voru afleiðingarnar hörmulegar. Heimsbyggðin öll varð sömuleiðis fórnarlamb þessarar innrásar, því með henni var grafið undan mörgum þeirra stofnana og sáttmála sem stuðla eiga að friði í heiminum. Vopnaeftirliti var misbeitt í pólitískum tilgangi og afleiðingin verður væntanlega aukin tregða ríkja til að veita réttar upplýsingar um vopnabúr sín, svo dæmi sé tekið. Bandaríkin voru aðalhvataríkið að Íraksstríðinu árið 2003. Til að ljá hernaðinum lögmæti, kappkostaði Bandaríkjastjórn að fá samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þegar ljóst var að slík heimild fengist ekki, gripu bandarískir ráðamenn til þess bragðs að safna vænum hópi ríkja sem gáfu innrásinni pólitíska blessun sína. Með því var reynt að ljá stríðinu blæ lögmætis, en mat Bandaríkjastjórnar var að einhvers konar alþjóðleg stuðningsyfirlýsing væri nauðsynleg til að geta rétt- mætt ákvörðunina heima fyrir. Það er því engin ástæða til að gera lítið úr þeirri stuðningsyfirlýsingu sem ríkisstjórn Íslands gaf við innrásaráformin. Sú tillaga sem fram hefur verið lögð á Alþingi, að ráðist verði í rannsókn á aðdraganda stuðnings Íslands við Íraksstríðið 2003 er því mikilvæg. Fyrr eða síðar má búast við því að íslenskir ráðamenn verði á ný settir í þá stöðu að taka afstöðu til hern- aðaráforma Bandaríkjanna í fjarlægum löndum. Þegar til þess kemur er mikilvægt að geta lært af mistökunum frá 2003. Skynsamlegast væri þó að byrgja brunninn með varanlegum hætti. Stjórnarskrá Íslands má telja einstæð meðal stjórnlaga ríkja heims, að hún inniheldur engin ákvæði um hvort og með hvaða hætti stjórnvöld geti sagt öðrum ríkjum stríð á hendur. Í tengslum við löngu tímabæra endurskoðun stjórnarskrárinnar liggur því beint við að kippa þessu í liðinn og taka af öll tví- mæli um heimildir ráðamanna til að styðja hernað í fjarlægum löndum. Rannsókn á aðdraganda Íraksstríðsins: Við verðum að læra af reynslunni STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál Í náungasamfélagi sjáum við þarfir og hagsmuni hvers ann- ars og virðum þau sem eru ólík og ókunn okkur. Verkin sem eiga að móta viðhorfið til náung- ans eru talin upp í Biblíunni: Þér gáfuð mér að eta, þér gáfuð mér að drekka, þér hýstuð mig, þér klædduð mig, þér vitjuðuð mín, þér komuð til mín (Matt. 25). Þessi verk hafa í trúarhefðinni verið nefnd miskunnarverk og þau standa fyrir ábyrga afstöðu til náungans og mynda grundvöll sam- hjálpar og velferðar. Trú og trúarmenning helst ekki óbreytt á milli kynslóða. Hún tekur sífelldum breytingum. Við hljótum því að spyrja okkur eftir hvaða miskunn- arverkum er kallað í samtímanum? Fyrir nokkrum árum var leitað til almennings að svari við þessari spurningu. Niðurstaðan var: Þú ert í hópnum, ég stend með þér, ég tala vel um þig, ég geng með þér dálítinn spöl, ég deili með þér, ég heimsæki þig, ég bið fyrir þér. Þetta eru miskunnarverk samtímans. Þau kallast á við mannlegar þarfir eins og þær birtast hjá okkur Íslendingum í dag. Við viljum tilheyra stærri heild, eiga vini og vera stolt af landi og þjóð. Við þurfum að finna að við sitjum ekki ein uppi með sára og erf- iða reynslu heldur höfum pláss til að vinna úr henni og vaxa. Við þurfum að halda reisn okkar, líka í aðstæðum sem kreppa að. Við viljum finna að við erum ekki ein. Miskunnarverkin eru unnin í þágu annarra. Þau endurspegla samfélag sem er gott að tilheyra. Þau byggja á framtaki einstaklingsins vegna þess að hver og einn hefur frelsi til að þjóna náunganum. Þau marka leið sem við getum gengið saman í átt að góðu samfélagi, náungasamfélagi. Höfundar eru prestar. ÁRNI SVANUR DANÍELSSON KRISTÍN ÞÓRUNN TÓMASDÓTTIR „Ég stend með þér“ Góðkunningi minn, píanóleik-ari, gítarleikari, tónlistar- kennari, lagasmiður, söngvari og teiknari með meiru, varð nýlega fyrir undarlegri reynslu. Hann var að borða morgunmat í ró og næði þar sem hann býr í úthverfi Parísar, þegar nokkrir lögreglu- þjónar, gráir fyrir járnum, knúðu dyra og sögðu að fjölskylda hans hefði verið að reyna að hafa sam- band við hann en án árangurs og því farin að fá áhyggjur þungar. Kunningi minn sýndi lögreglu- mönnunum skilríki sín til að sanna að þetta væri hann sjálfur og enginn annar, og við það fóru þeir en sögðu honum áður að tala við lautinant Mary. En lautinantinn var ekki við þá stundina, svo kunningi minn byrj- aði á því að hringja í aldraða for- eldra sína. Af einhverjum ástæð- um var síminn hjá honum bilaður en hann náði sambandi gegnum gemsa sem hann var alveg nýbú- inn að festa kaup á, og enginn vissi því um. Í ljós kom að foreldr- arnir höfðu ekki reynt að ná sam- bandi við hann og höfðu þar af leiðandi engar áhyggjur. Það var ekki fyrr en kunningi minn hafði tal af lautinantinum, sem reyndist vera kona með blíða og mjög svo ólautinantslega rödd, að hann gat lagt saman tvo og tvo. Daginn áður hafði hann sem sé verið að vinna á Netinu, og þar sem hann var nýbúinn að dreifa 3000 auglýsingamiðum um tónlist- arkennslu var hann á höttum eftir svörum. En þá birtist tilkynning á skerminum þar sem honum var sagt að hann yrði þegar í stað að slá inn nafn sitt og lykilorð, ann- ars myndi vefsíða hans lokast. Í einhverju fáti hlýddi hann þessum fyrirmælum hugsunarlaust, og hélt áfram að vinna. En þarna voru að verki svika- hrappar, og þeir notuðu nú þess- ar upplýsingar til að komast inn á vefsíðu hans og fiska þar upp nöfn og tölvupóstnúmer allra þeirra sem hann hafði verið í netsam- bandi við gegnum tíðina, nemenda bæði gamalla og nýrra og fjölda- margra annarra. Þessum mönn- um öllum sendu þeir nú tölvubréf í nafni kunningja míns, og hljóðaði það á þessa leið: „Ég er í mestu nauðum stadd- ur í frumskógum svörtu Afríku, og þarf á hjálp að halda tafar- laust. Viltu nú gera það fyrir mig að senda mér 450 evrur sem allra fyrst og leggja þær inn á með- fylgjandi bankareikning.“ Svo kom númer á bankareikningi í Abidjan, en ef einhver skyldi ekki vita það er sá staður á Fílabeins- ströndinni. Ekki er gott að segja hvern- ig gamlir nemendur kunningja míns, eða þá menn sem hann hafði haft eitthvert lauslegt sam- band við fyrir mörgum árum og aldrei síðan tóku þessari orðsend- ingu, en fáein svör fékk hann. Einn sagði: „Á enga aura,“ annar sagði: „Farðu til andskotans.“ En sá þriðji brást þannig við að hann reyndi þegar í stað að hafa sam- band við kunningja minn í heima- síma hans en árangurslaust, því sá sími var sem sé bilaður eins og áður var sagt. Og þá hringdi hann í lögregluna með þeim árangri að lautinantinn gerði menn sína út af örkinni. Kunningi minn vildi nú gera eitthvað í málinu og senda tölvu- bréf til að leiðrétta þann misskiln- ing sem kynni að hafa orðið. En þá brá svo við að hann gat það ekki, hann gat einungis tekið á móti bréfum en ekki sent þau. Einhver hafði sem sé klagað hann fyrir „misnotkun á tölvupósti“, eins og það mun vera kallað, og þess vegna hafði netsambandi hans við umheiminn verið lokað með þessum hætti. Allar tilraunir til að útskýra málið fyrir viðeigandi aðilum hafa reynst árangurslaus- ar til þessa, og við það situr enn. En í þessu hálfgildings iðju- leysi veltir hann fyrir sér þeirri spurningu hvers vegna hann hafi verið svona trúgjarn. Þegar hann rifjar upp fyrir sér tölvubréf- ið sem kom öllu af stað minnist hann þess að í því voru nokkr- ar slæmar stafsetningarvillur og jafnvel málvillur að auki; hann átti því að geta sagt sér sjálfur að þarna lægi fiskur undir steini. Telur hann að dómgreindarleys- ið hafi stafað af því að hann varð skyndilega dauðhræddur um að missa af svörum við auglýsing- unni um tónlistarkennslu. En er þetta einhlítt? Æfintýri kunn- ingja míns er ekkert einsdæmi; margir hafa fengið tölvubréf sem eru augljóslega runnin undan rifjum einhverra svindlbraskara og gengið í gildruna. Samkvæmt frönskum blaðafréttum er þetta að færast í aukana og tekur á sig alls kyns myndir, m.a. fá menn bréf sem svo látið er heita að séu frá skattyfirvöldum og boða mikl- ar endurgreiðslur; eru þeir beðnir um upplýsingar um bankareikn- inga o. fl. svo hægt sé að leggja þessar fúlgur inn. Viðvaranir stoða lítið. Svo er að sjá að þegar Netið er annars vegar verði dóm- greindin oft að láta í minni pok- ann. Í frumskógum Afríku EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Netið og hættur þess

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.