Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 30
 15. FEBRÚAR 2010 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Ömmur kætast eflaust þegar þær koma í heimsókn og sjá að unga kynslóð- in er aftur farin að hengja diska á veggi. Hver segir að rólur megi einungis vera utandyra? Sé hátt til lofts og vítt til veggja er ekkert því til fyr- irstöðu að koma þeim fyrir í stof- unni og eru þó nokkur dæmi þess bæði hér heima og erlendis. Innirólur hafa fjölmarga kosti og vekja gjarnan ómælda lukku hjá yngstu kynslóðinni. Með því að setja þær upp innandyra er hægt að hafa auga með börnunum á meðan á matseld eða tiltekt stend- ur og svo er ekkert sem segir að fullorðnir megi ekki róla sér. Hvað er til dæmis betra en líða um loft- ið með bók í hönd eða að láta sig dreyma með dinglandi fætur? Inni- rólur vekja líka án nokkurs vafa athygli gesta og er næsta víst að þeir vilji prófa. - ve Rólað í stofunni Innirólur henta vel þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. Nanna Ditzel fæddist árið 1923 og er ein þekkt- asta kona húsgagna- og skartgripahönnunar 20. aldarinnar. Hún starfaði í Kaupmannahöfn, þar sem hún fædd- ist, allt þar til hún lést árið 2005. Í ár eru 55 ár síðan hún og fyrr- verandi eiginmaður hennar, Jörgen Ditz- el, hönnuðu saman barnastól sinn en eftir Nönnu liggja enn fremur skart- gripir fyrir Georg Jensen, textílverk fyrir Kvadratr og húsgögn sem hún hannaði fyrir Freder- icia og Getama. Barnastóll Nönnu Ditzel 55 ára Hang chair-stóll Nönnu Dietzel er frá árinu 1957 en þeir eru enn í fram- leiðslu hjá ítalska fyrirtæk- inu Bonacina Pierantonio. Ditzel-barnastólana þekkja margir í sjón. Nanna Ditzel fæddist í Kaupmannahöfn árið 1923 en lést fyrir fimm árum. Hún hannaði húsgögn allt fram á síðasta dag.Límmiðana er hægt að fá í fjórum mynstrum sem öll voru í fram- leiðslu hjá Rörstrand í Svíðþjóð á fyrri hluta 20. aldar. ●LÍMMIÐADISKAR Á VEGGFÓÐUR Sænska vefverslunin cosas.se hefur meðal annars til sölu afar sniðuga límmiða sem eru gerðir eftir sænskum postulínsdiskum frá því um aldamótin 1900 til 1940. Límmið- arnir eru sérstaklega hugsaðir til að setja á veggfóður, þar sem nagli til að hengja upp alvöru disk skemmir veggfóðrið en límmið- ana er auðvelt að fjarlægja án ummerkja. Diskarnir fást í fjórum mis- munandi postulínsmynstrum, Birgitta, Ulla, Fågel blå og Vadstena, og má vart sjá á milli hvort um raunverulegan disk sé að ræða eða límmiða. - jma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.