Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 36
BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 20 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Náttúran eyði- lagði fyrir Hemma þá skemmtun að skoða fugla. Wok-pannan er töfr- um líkust, þú skerð niður allt sem þér finnst vera matur og setur á pönnuna. Lætur þetta aðeins sjóða og setur smá ólívuolíu. Og voilá! þú ert kom- inn með úrvarlsrétt. Tvöfaldur ostborgari! Töfrum líkastur! Sjáðu, þetta stendur hér á prenti! Greini- lega... Þú hafðir rangt fyrir þér, ég hafði rétt fyrir mér! Er eitthvað að? Ég var bara að vonast til að þú myndir taka niðurlægingunni öðruvísi. Hundrað prósent. Ertu viss um hvað þú ert að gera? Er ekki skák of flókið spil fyrir börnin Flókið? Sá sem getur lesið bók, hlustað á tónlist og stjórnað dvd-tækinu er fær í flestan sjó. Yfirburðir Fréttablaðsins aldrei meiri! Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Munur á lestri Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins hefur aldrei verið meiri eins og nýjasta könnun Capacent Gallup sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Félag fjölmiðlakvenna er uggandi vegna uppsagna kvenna á íslenskum fjölmiðl- um. Laugardaginn 6. febrúar birti Morg- unblaðið ályktun þar sem félagið skorar á stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að rétta þar hlut kvenna. Sama dag gat að líta viðtal Önnu Margrétar Björnsson við Þóru Tómasdóttur í Frétta- blaðinu en Þóru var nýlega sagt upp hjá Ríkissjónvarpinu. Þar segir Þóra: „Við- mælendur í umræðuþáttum sjónvarpsins eru um að bil 75 prósent karlmenn. Það er fullkomlega óásættanlegt.“ EFTIR að hafa rennt í gegnum laug- ardagsmoggann og -fréttablaðið var komið að því að lesa sunnu- dagsmoggann, barnið hans Péturs Blöndal. Og þar blöstu við undur og stórmerki. Öll aðalviðtölin þennan dag voru við karla: Balt- asar Kormák, Hjálmar Sveinsson, Ragnar Bragason, Atla Örvarsson, Pál Reynisson og Jón Pál Bjarnason. Ummælin úr fésbók vikunnar eru öll tekin frá körlum – sex talsins – og síðan er meðal annars fjall- að um knattspyrnuleikmann, strák á Vesturbakkanum, málið hans Dreyfusar, þrjá Holly- wood-leikara, páfann sjálfan og svo lýsir lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson degi í lífi sínu. Sami Sveinninn er jafnframt viðmælandi í grein í blaðinu, ásamt öðrum karli og tveimur konum. KONURNAR sem þó eru í sunnudags- mogganum þennan dag eru til dæmis handritshöfundur og prjónatextílhönnuður og svo bregður einni fyrir á mynd við frétt um búrkunotkun. Þó er tæpast hægt að segja að mikið sjáist í þá konu – ákaflega táknrænt auðvitað. Í umfjöllun um Kamm- erkór Norðurlands eru birtar myndir þar sem konur sjást en aðeins er rætt við þrjá karla úr kórnum. Í matarumfjölluninni er talað við karl og svo er annar valinn til að segja frá götunni sinni. Í ummælum vik- unnar er bara vitnað í eina konu en fjóra karla. Þrír pistlar í blaðinu eru eftir konur auk greinar Agnesar Bragadóttur. Varla þarf að taka fram hvort kynið skrifar Reykjavíkurbréf eða ritstjórnarpistilinn. ALLT er efni blaðsins ákaflega vel unnið og viðtölin vel skrifuð af fremstu blaðamönn- um þjóðarinnar – af báðum kynjum. Ójafn- vægi milli kynjanna í efnistökum er hins vegar ekki bara smekksatriði. Það stríð- ir gegn þeirri grundvallarstaðreynd að konur eru helmingur íbúa landsins. Félag fjölmiðlakvenna ætti að geyma þennan sunnudagsmogga og næst þegar einhver spyr „og hvað með það?“ við því að konum sé sagt upp er gott að grípa þetta eintak og blaka því upp við andlit spyrjanda. Mun þá vonandi gusta svo vel um huga hans að smám saman renni upp fyrir honum ljós. Sveinar í djúpum dali

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.