Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 42
26 15. febrúar 2010 MÁNUDAGUR Enski bikarinn: Bolton-Tottenham 1-1 1-0 Kevin Davies (34.), 1-1 Jermain Defoe (61.) Fulham-Notts County 4-0 1-0 Simon Davies (22.), 2-0 Bobby Zamora (41.), 3-0 Damien Duff (73.), 4-0 Stefano Chuka (79.). Crystal Palace-Aston Villa 2-2 1-0 Johannes Ertl (24.), 1-1 James Collins (35.), 2-1 Darren Ambrose (70.), 2-2 Stiliyan Petrov (87.). Chelsea-Cardiff 4-1 1-0 Didier Drogba (2.), 1-1 Michael Chopra (34.), 2-1 Michael Ballack (51.), 3-1 Daniel Sturridge (69.), 4-1 Salomon Kalou (86.). Southampton-Portsmouth 1-4 0-1 Owusu-Abeyie Quincy (66.), 1-1 Richard Lambert (70.), 1-2 Aruna Dindane (75.), 1-3 Nadir Belhadj (82.), 1-4 Jamie O´Hara (85.). Derby County-Birmingham 1-2 1-0 James McEveley (55.), 1-1 Scott Dann (73.), 1-2 Liam Ridgewell (90.). Reading-WBA 2-2 1-0 Jimmy Kebe (1.), 1-1 Robert Koren (18.), 2-1 Simon Church (73.), 2-2 Joe Mattock (87.). Man. City-Stoke City 1-1 1-0 Shaun Wright-Phillips (11.), 1-1 Ricardo Fuller (57.) ÚRSLIT NÝTT! MARGFALDUR ÁVINNINGUR FYRIR KYLFINGA KORTHAFAR PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS ICELANDAIR GOLFERS Félagar í klúbbnum njóta ýmissa hlunninda og fríðinda: • Ekkert gjald er tekið fyrir golfsett í áætlunarflugi Icelandair • 2.500 Vildarpunktar • 2.000 króna gjafabréf í Saga Shop • 100 æfingaboltar í Básum PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS Greiðslukort sem veitir margföld hlunnindi á við venjuleg greiðslukort og margborgar sig að nota bæði hér heima og í golfferðum erlendis. Meðal fríðinda Premiumkortsins má nefna: • Ókeypis aðild að Icelandair Golfers • 15 Vildarpunktar af hverjum 1.000 kr. af öllum færslum kortsins heima og erlendis • 20 Vildarpunktar af hverjum 1.000 kr. af öllum keyptum miðum og um borð hjá Icelandair • Frítt bílastæði við Leifsstöð þegar flogið er með Icelandair • Aðgangur að flýtiinnritun í Leifsstöð • Viðbótarfarangursheimild • Aðgangur að betri stofu Icelandair í Leifsstöð • 10.000 Vildarpunktar við fyrstu notkun kortsins SLÁÐU HOLU Í HÖGGI OG FÁÐU ÞÉR PREMIUM Þú getur sótt um Premium Icelandair American Express á Icelandairgolfers.is FÓTBOLTI Á ársþingi KSÍ um helg- ina var samþykkt tillaga um að spila bikarúrslitaleik karla í ágúst eða september. Þá helst á menningarnótt þegar það gengur upp. Af því verður reyndar ekki í sumar þar sem kvennalandsliðið á að spila á menningarnótt. Einnig var samþykkt tillaga um að færa undanúrslitaleikina af Laugardalsvelli á heimavöll þess félags sem fyrr kemur upp úr hattinum. Tillaga um að færa sjálfan bik- arúrslitaleikinn af Laugardals- velli ef svokölluð „minni“ lið eiga að spila var aftur á móti felld. - hbg Ársþing KSÍ: Bikarúrslit færð framar GEIR ÞORSTEINSSON Segir það ekki hafa verið mistök að færa leikinn á sínum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Gengi Íslendingalið- anna í Meistaradeildinni var mis- jafnt um helgina. Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, tapaði í stórleik helgarinnar á heimavelli gegn Barcelona, 30- 32. Aron Pálmarsson átti mjög góðan leik fyrir Kiel og skoraði sjö mörk. Barcelona náði toppsæti rið- ilsins með sigrinum en Kiel er í öðru sæti, stigi á eftir Barcelona. Rhein Neckar Löwen fór til Póllands og vann þar afar góðan sigur á Kielce, 32-35. Löwen fyrir vikið komið í sterka stöðu einum þremur stigum á undan Kielce sem er að elta Löwen og Veszprem sem hafa 12 stig. Íslendingarnir í liði Löwen komust ekki á blað í leiknum. Arnór Atlason og félagar í FCK eiga síðan engan möguleika á að komast áfram eftir stórtap gegn Croatia Zagreb á útivelli, 31-22. Staðan í leikhléi var 17-7 fyrir króatíska liðið. Gummersbach vann aðeins fjögurra marka sigur á Braga á heimavelli í Evrópukeppni bik- arhafa og á erfiðan leik eftir úti. Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Gummersbach í leikn- um. Lemgo á enn erfiðari leik fyrir höndum í Portúgal gegn Benfica eftir óvænt tap á heimavelli, 27- 30. - hbg Meistaradeildin í handbolta: Kiel tapaði en Löwen vann FLOTTUR Aron Pálmarsson heldur áfram að stimpla sig inn í handboltaheiminn og hann átti góðan leik gegn Barcelona. NORDIC PHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Það var ekki mikið um óvænt úrslit í enska bikarnum um helgina. Tom Huddlestone sá til þess að Spurs og Bolton þurfa að mætast að nýju, Chelsea rúllaði yfir Cardiff og Reading var næst- um búið að tryggja sig áfram. Eiður Smári Guðjohnsen sat á varamannabekk Tottenham allan leikinn er liðið sótti Grétar Rafn Steinsson og félaga í Bolton heim. Spurs fékk mun fleiri færi í leiknum en það lá ekki fyrir lið- inu að skora meira en eitt mark. Það kristallaðist í arfaslakri víta- spyrnu Tom Huddlestone. „Það var góð tilfinning að verja þetta víti. Stundum fellur þetta með manni,“ sagði Juusi Jaaskel- ainen kampakátur eftir leikinn en hann þurfti nú ekki að hafa mikið fyrir því að verja vítið. Spurs fær síðari leikinn á heimavelli en hann verður spilaður í vikunni. Bikarævintýri Reading lifir enn þó svo félagið þurfi að mæta WBA öðru sinni eftir að félögin gerðu jafntefli, 2-2, um helgina. WBA skoraði jöfnunarmark leiksins þremur mínútum fyrir leikslok. „Ég hélt við værum búnir að vinna leikinn,“ sagði svekktur stjóri Reading, Brian McDermott, en bæði lið misstu mann af velli í leiknum. Fyrst Reading og síðan WBA. „Við breyttum leikkerfi okkar þegar þeir misstu manninn sinn af velli og ætluðum að vinna leikinn. Jöfnunarmarkið var samt glæsilegt og verðskuldaði annan leik ef ég á að vera sanngjarn.“ Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading en Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leikið vegna meiðsla. Chelsea komst auðveldlega áfram eftir sigur á Cardiff, 4-1, þar sem John Terry var fjarri góðu gamni þar sem hann fékk frí til þess að bjarga hjónabandi sínu. „Þetta var erfiðari leikur en við bjuggumst við þó svo við hefðum ekki búist við auðveldum leik. Car- diff spilaði mjög vel í klukkutíma og lét okkur hafa virkilega fyrir hlutunum,“ sagði Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea. „Liðið okkar var nokkuð breytt en það komu gæðaleikmenn samt í liðið. Það er mikil fagmennska í okkar leikmönnum sem skín í gegn. Margir litu á þennan leik sem eitthvað létt verkefni en strákarnir tóku leikinn alvarlega og duttu ekki í þá gryfju að van- meta andstæðinginn. Þeir fá stór- an plús fyrir það.“ Man. City tókst ekki að klára Stoke án Carlos Tevez sem fékk frí og fór til Argentínu vegna per- sónulegra ástæðna. Robert Manc- ini, stjóri Man. City, býst ekki við því að Tevez verði kominn til baka er liðin mætast á nýjan leik í vik- unni. Stoke skoraði jöfnunarmarkið á kunnuglegan hátt – eftir innkast frá Rory Delap. Shay Given, mark- vörður Man. City, stóð sem límdur væri á línunni í markinu. „Shay gat ekki bjargað þessu. Leikmenn voru að dekka illa og það voru tveir leikmenn Stoke lausir. Það var ástæðan fyrir þessu marki,“ sagði Mancini. henry@frettabladid.is Dýrt víti hjá Huddlestone Slök vítaspyrna Toms Huddlestone, leikmanns Tottenham, sá til þess að Spurs og Bolton verða að mætast aftur í enska bikarnum. Chelsea sýndi fagmennsku með því að rúlla yfir Cardiff. Man. City réð illa við að spila án Tevez. MARKI FAGNAÐ Ballack fagnar laglegu marki sínu gegn Cardiff. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Í BARÁTTUNNI Grétar Rafn átti fínan leik í vörn Bolton í leiknum. Eiður Smári fékk aftur á móti ekki tækifæri til þess að spila á sínum gamla heimavelli. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.