Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Mín lífsregla er sú að huga velað heilsunni og ku sérst kl Drekkur netlute og fer reglulega í kraftgönguJónína Björg Yngvadóttir ákvað að breyta um lífsstíl fyrir nokkrum árum. Þá var bágborið heilsufar farið að setja mark sitt á líf hennar og hún sá ekki annað í stöðunni en að auka hreyfingu og bæt „Mér líður bara svo miklu betur í alla staði,“ segir Jónína, sem ákvað að breyta um lífsstíl vegna síþreytu og þrálátra veikinda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TILVALIÐ ER AÐ HAFA prjónapoka eða körfu undir prjónadótið, svo auðveldara sé að halda öllu til haga. Merkihringir og annað smádót á það til að fara á flakk og því sniðugt að geyma allt á sama stað. Taupokar, stórar töskur eða bast-körfur henta vel undir prjónadót. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnirhæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur www.heyrn.is * Tal fólks í margmenni* Hjal smábarns * Marr í snjónum Ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? GRÍPTU TIL ÞINNA RÁÐALáttu sérmenntaðan heyrnarfræðing mæla heyrnina og fáðu faglega ráðgjöf. ÞRIÐJUDAGUR 16. febrúar 2010 — 39. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ICESAVE Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það rangt hjá Evu Joly að eignir þrotabús Lands- bankans muni ekki duga fyrir nema 30 prósentum af skuldum vegna Icesave. Þetta kemur fram í grein sem birtist bæði í Frétta- blaðinu og norska dagblaðinu Aftenposten. Þórólfur gagnrýnir Joly fyrir að fullyrða að samkvæmt Icesave-samningnum þurfi íslenskir skattgreiðendur að greiða samtals 700 milljarða króna. „Með því að gera þessa tölu að megininntaki greinar sinnar undirstrikar Eva Joly að hún hefur látið glepjast af áróðri InDefence og látið undir höfuð leggjast að kynna sér staðreyndir málsins,“ skrifar Þórólfur. Hann segir Joly mögulega rugla saman heildarkröfum í bú Landsbank- ans og forgangskröfum í útreikn- ingum sínum. - bs/ sjá síðu 22 Þórólfur Matthíasson: Segir Joly fara með rangt mál JÓNÍNA BJÖRG YNGVADÓTTIR Breytti um lífsstíl og hefur aldrei liðið betur • heilsa • garn • handverk Í MIÐJU BLAÐSINS Síungt embætti Landlæknisembætt- ið á Íslandi fagnar 250 ára afmæli á árinu. TÍMAMÓT 24 BJARNI HARÐARSON Í villta vestrinu Ferðast um Eþíópíu með syni sínum FÓLK 30 FÓLK Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbraut- ar í Listahá- skóla Íslands, sendi Evu Maríu Jóns- dóttur harðort bréf þar sem hún gagnrýnir klæðaval henn- ar og Ragnhild- ar Steinunnar í úrslitaþætti Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Þið stöllur voruð í einhverjum ljótustu kjólum sem ég hef séð í kvöld í sjónvarp- inu,“ segir meðal annars í bréf- inu. Linda gagnrýnir skort á fag- mennsku hjá Ríkissjónvarpinu. Hönnuður kjólanna, Birta Björnsdóttir, segir bréfið bera vott um hroka og biturð. - fgg / sjá síðu 38 Linda Björg Árnadóttir: Úthúðar ljótum kjólum á RÚV ELÍS PÉTURSSON Gengur til liðs við Leaves Hallur bassaleikari segir skilið við sveitina FÓLK 38 Lögbann Saga Film hefur fengið lögbann á auglýsingar sem Júlíus Brjánsson leikur í. FÓLK 38 VIÐSKIPTI Aðkeypt sérfræðiþjón- usta að meðtöldum virðisauka- skatti þegar við á nam 3,4 milljörð- um króna árið 2009 hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis. „Þar af námu greiðslur til erlendra aðila 2,6 milljörðum króna en 0,7 millj- örðum króna til innlendra aðila,“ segir í svari við fyrirspurn blaðs- ins um kostnað skilanefnda bank- anna vegna aðkeyptrar sérfræði- þjónustu. Tekið er fram í svarinu að með í tölum um aðkeypta þjónustu inn- lendra aðila séu greiðslur til þeirra sem starfi í skilanefnd og slita- stjórn Glitnis. Upphæðirnar eru sambærilegar við þær sem skilanefnd Kaupþings hefur látið frá sér fara, en Frétta- blaðið greindi frá því í síðustu viku að þar á bæ hefði ráðgjafarkostn- aður numið 3,2 milljörðum króna í fyrra, 2,3 milljarðar fóru til fyrir- tækja utan landsteinanna og 894 milljónir króna innanlands. Í svari skilanefndar Glitnis er tekið fram að gera megi ráð fyrir að kostnaður við aðkeypta sérfræði- aðstoð fari lækkandi á næstu miss- erum. „Eðli málsins samkvæmt er slíkur kostnaður mestur fyrstu tvö til þrjú árin í slitaferlinu,“ segir þar. Þá segir í svarinu að mikil- vægt sé að hafa í huga að kostnað- ur við rekstur bús Glitnis greiðist af kröfuhöfum, sem séu að stærst- um hluta erlendir aðilar eða um 80 prósent. „Fulltrúar kröfuhafa fylgjast náið með starfsemi Glitn- is og eru þeir reglulega upplýstir ítarlega um framvindu mála. Til að hámarka virði þeirra eigna sem eru í búi Glitnis hafa fulltrúar kröfu- hafa lagt ríka áherslu á að leitað sé ráðgjafar og aðstoðar hjá fær- ustu sérfræðingum á hverju sviði. Vegna umfangs búsins og flókinna verkefna sem við er að fást hefur eðli málsins samkvæmt reynst nauðsynlegt að leita til alþjóðlegra sérfræðinga í ríkum mæli.“ Skilanefndir Glitnis og Kaup- þings hafa upplýst um kostn- að við kaup á sérfræðiþjónustu, en Landsbankinn neitar að veita sömu upplýsingar. - óká / sjá síðu 6 Kostnaður Glitnis meiri en Kaupþings Kostnaður skilanefndar og slitastjórnar Glitnis vegna aðkeyptrar sérfræðiþjón- ustu árið 2009 nam 3.377 milljónum króna. Þar af var kostnaður innanlands 732 milljónir. Erlendur sérfræðikostnaður er meiri en hjá skilanefnd Kaupþings. KETILBJÖLLUNNI SVEIFLAÐ Sprenging hefur orðið í fjölda ketilbjölluiðkenda hér á landi. Daglegar ketilbjölluæfingar fara fram í húsnæðinu hjá bardagafélaginu Mjölni við Mýrargötu. Yrja Dögg Kristjánsdóttir leiðbeinandi handleikur hér ketilbjölluna af mikilli fimi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 -3 -2 -2 2 LÆGIR OG DREGUR ÚR ÚRKOMU Í dag má búast við NA-áttum, víða 5-10 m/s. Horfur eru á éljum norðan- og norðaust- anlands en snjókomu eða slyddu SA-til. SV-lands verður bjart með köflum. VEÐUR 4 LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR Góðir kennarar „Ég held að kennarastéttin hér á landi sé almennt vel mönnuð og margir leggi mun meira af mörkum en þeim ber skylda til,“ segir Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 18 Veislan hefst í kvöld Fyrstu leikirnir í 16-liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu fara fram í kvöld. ÍÞRÓTTIR 34

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.