Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 4
4 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Hlutlaust kynningar- efni vegna þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um Icesave 6. mars verður borið í hús og birt á vefsíðunni thjodaratkvaedi.is. Dóms- og mannréttindaráðu- neytið fól Lagastofnun Háskóla Íslands að semja kynningarefnið, í samræmi við nefndarálit alls- herjarnefndar Alþingis. Þess var gætt að fólk, sem hefur tjáð sig opinberlega um Icesave-málið, kæmi ekki að gerð efnisins. Miðað er við að kynningarefn- ið verði komið í hvert hús í síð- asta lagi tíu dögum fyrir kjördag. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst opnar áðurnefnd vefsíða á allra næstu dögum. - bþs Kynningarefni vegna Icesave: Borið í hús og birt á vefnum NEYTENDUR Breyta þurfti nafni og flöskumiða nýs páskabjórs brugg- hússins Ölvisholts svo hann fengist seldur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Nafnið, sem og kross sem sjá mátti á flöskumiðanum, var talið brjóta í bága við almennt velsæmi með skírskotun til trúarbragða. Bjórinn heitir Heilagur papi og verður hann fáanlegur með því nafni og upprunalegum miða í tak- mörkuðu magni á skemmtistöðum. Til að hann fengist seldur í Ríkinu þurfti hins vegar að breyta nafn- inu í Miklholts papa, og skipta um flöskumiða. Ákvörðun ÁTVR er byggð á regl- um númer 631 frá 2009 um vöruval verslananna. Þar segir að ÁTVR taki ekki við vörum ef texti eða myndmál á umbúðum „brýtur í bága við almennt velsæmi m.a. með skírskotun til ofbeldis, trúarbragða, kláms, ólöglegra fíkniefna, stjórn- málaskoðana, mismununar, refsiverðrar hátt- semi o.s.frv.“ Örn Sigurðs- son, innkaupa- stjóri ÁTVR, sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í fimmtán ár, seg- ist aðeins muna eftir einu öðru dæmi þess að vöru hafi verið hafn- að á grundvelli þessa ákvæðis. Það hafi líka verið innlend vara, og líka vegna trúarbragða. Örn Stefánsson segist ekki telja að gömlu umbúðirnar séu ýkja hneykslanlegar. Þó hafi verið talið að þær féllu undir þetta ákvæði reglugerðarinnar og athugasemd því gerð. „En þetta er auðvitað túlkunaratriði og það er erfitt að leggja línurnar í því. Við eigum ekkert auðveldara með það en birgjarnir,“ segir Örn. Eigendur Ölvisholts eru hins vegar óánægðir og hyggjast kæra, enda hafi þeir orðið fyrir tjóni við að þurfa að skipta öllum flösku- miðunum út. Tjónið hefur þó ekki verið metið. Árni Helgason, lögmaður Ölvis- holts, segir að líklega verði lögð fram stjórnsýslukæra gegn fjár- málaráðuneytinu í vikunni þar sem verður látið á það reyna hvort ÁTVR hafi heimild til að hafna vörum á þessum grund- velli. Ákvörðunin hafi haft mjög íþyngjandi áhrif fyrir Ölvisholt, sem hafi þurft að gera miklar og kostnaðarsamar breytingar á vörunni. Óeðlilegt sé að ÁTVR geti að eigin frumkvæði sett svo íþyngjandi reglu. Þá bendir Árni á að þegar séu ýmsar vörur til sölu hjá ÁTVR sem innihalda trúarlegar vísan- ir. Þeir selji bjórinn St. Peter‘s, sem vísi til Péturs postula, bjór- inn Thor, sem vísar til norræna þrumuguðsins, og kross sé áber- andi á umbúðum snafsins Jäger- meister. stigur@frettabladid.is Heilagur papi talinn særa velsæmiskennd ÁTVR vildi ekki selja nýjan páskabjór brugghússins Ölvisholts vegna þess að trúarlegar vísanir á umbúðum brytu í bága við almennt velsæmi. Líklega aðeins í annað sinn sem ákvæðinu er beitt á fimmtán árum. Ölvisholt undirbýr kæru. ÁRNI HELGASON HEILAGUR PAPI Á teiknaðri myndinni á flöskumiðanum má sjá hettuklæddan papa drúpa höfði með kross í greipum sér. MYND/ÖLVISHOLT VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 2° -4° -3° 2° -1° 4° -2° -2° 22° 5° 15° 2° 13° -5° 3° 17° -3° Á MORGUN 5-10 m/s og kólnar í veðri. MÁNUDAGUR 3-8 m/s en hvassara SA-til. 2 1 -3 0 -2 -1 -2 3 2 5 -4 5 8 6 7 5 7 5 10 6 8 7 -2 0 -4 -5 -2 -3 -5 -5 -2 -1 KÓLNAR Í VEÐRI Í dag og næstu daga verður tiltölulega hæg norðaust- an- og norðanátt ríkjandi. Horfur eru á éljum norðantil, snjókomu eða slyddu suðaustan- og austanlands en SV-til verður bjart með köfl um. Á morgun kólnar heldur í veðri, áfram verða él norðantil en bjartara syðra. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, segir að Íran sé á góðri leið með að verða hernaðarlegt ein- ræðisríki. Byltingarher landsins hafi það mikil áhrif í landinu að hann sé í reynd langt kominn með að taka öll völd í sínar hendur. „Það er okkar skoðun,“ sagði hún við arabíska námsmenn í Katar, þar sem hún hélt ræðu. Hún sagði hins vegar ekkert hæft í því að Bandaríkin væru að undirbúa innrás í Íran. Bandarík- in vilji herða alþjóðlegar refsiað- gerðir gegn írönskum stjórnvöld- um vegna langvinnra deilna um kjarnorkumál. - gb Hillary Clinton í Katar: Íran að verða herstjórnarríki UTANRÍKISRÁÐHERRA BANDARÍKJANNA Hún er á ferðalagi um arabalönd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKUMÁL Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) samþykkti í gær rammasamning um orkusölu frá Hverahlíðarvirkjun til kísilmálm- og sólar- kísilverksmiðju við Þorlákshöfn. Stefnt er að bindandi samkomulagi á næstu mánuðum. Samningurinn tekur til 85 MW af 90 MW, sem framleiða á í Hverahlíð. Miðað er við afhendingu orkunnar árið 2013. Fyrirtæk- ið Thorsil ehf., í eigu kanadíska fyrirtækis- ins Timminco Limited og Strokks Energy er viðsemjandi Orkuveitunnar, segir í yfirlýs- ingu frá OR. Timminco rekur nú þegar kísil- málmverksmiðju í Kanada. Uppbygging verk- smiðjunnar við Þorlákshöfn á að kosta 28,5 milljarða króna. Hún verður byggð í þremur áföngum 2013 og 2014. 400 manns munu starfa við verksmiðjuna á byggingartíma en 160 eftir að framkvæmdum lýkur. Áður hafði OR gert rammasamning við Norðurál um að afhenda orku Hverahlíðar- virkjunar til álvers í Helguvík. Sá samningur rann úr gildi í desember en hefur verið talinn með þegar rætt hefur verið um að 325 MW af 625 MW orkuþörf álvers í Helguvík liggi fyrir. Samningurinn frá í gær byggir á að nýjum verkefnum í Ölfusi beri forgangsréttur að orku Hverahlíðarvirkjunar. Fjármögnun virkjunar- innar er ekki að fullu lokið, segir í tilkynningu frá OR í gær, en framkvæmdir hefjast þegar fjármögnun liggur fyrir og bindandi samning- ur hefur verið gerður um orkusöluna. Samningurinn við Thorsil var samþykktur í stjórn OR í gær með atkvæðum fulltrúa sjálf- stæðismanna, framsóknarmanna og Akranes- bæjar. Fulltrúar Samfylkingar og VG sátu hjá. - pg Orkuveita Reykjavíkur gerir rammasamning um sölu á orku til kísilverksmiðju við Þorlákshöfn: Kísilverksmiðja fái orku sem ætluð var álveri SKRIFA UNDIR Eyþór Arnalds hjá Strokki Energy, Hjörleifur B. Kvaran og Guðlaugur G. Sverrisson frá Orkuveitunni og Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Strokks. ATVINNUMÁL Karlar eru tveir þriðju hlutar starfsmanna á almennum vinnumarkaði en konur einn þriðji. Karlar vinna líka leng- ur en þeir skila 71 prósenti vinnu- stunda á almennum vinnumarkaði en konur 29 prósent. Hjá hinu opinbera eru konur þrír fjórðu hlutar starfsmanna en karlar fjórðungur. Þar skila konur tveimur þriðju hluta vinnustunda en karlar þriðjungi. Meðalvinnu- tími karla er rúmir 46 tímar á viku en konur vinna tæpa 36 tíma. Þetta kom fram á ráðstefnunni Virkjum karla og konur sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica í vikunni. Algengt hlutfall kvenna í atvinnulífinu er í kringum tuttugu prósent ef horft er til stjórnunar- starfa, stjórnarsæta eða til hlut- falls kvenna sem stofna fyrirtæki. - shá Vinnumarkaður: Kynjaskipting er áberandi Skipað í innflytjendaráð Árni Páll Árnason, félags- og trygg- ingamálaráðherra, hefur skipað fulltrúa í innflytjendaráð til næstu fjögurra ára. Nýr formaður ráðsins er Íris Björg Kristjánsdóttir. Hún tekur hún við af Hrannari B. Arnarssyni. STJÓRNSÝSLAN GENGIÐ 15.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 231,6449 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,52 129,14 201,51 202,49 175,05 176,03 23,513 23,651 21,694 21,822 17,699 17,803 1,4273 1,4357 197,38 198,56 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.