Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 6
6 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Nítján innlendar lögfræðiskrifstof- ur og ráðgjafarfyrirtæki seldu Glitni þjónustu fyrir meira en fimm milljónir króna á árinu 2009. Kostnaður skilanefndar og slitastjórnar Glitnis vegna innlendrar sérfræðiráðgjafar nam á árinu 732 milljónum króna, en í þeim tölum eru greiðsl- ur til þeirra sem starfa í skilanefnd og slitastjórn bankans. Kostnaður við kaup á sérfræðiþjónustu utan landsteinanna árið 2009 nam svo 2,6 milljörðum króna. Kostnaður skilanefndar og slitastjórnar Glitnis er um 200 milljónum meiri en kostnaður skilanefndar Kaupþings, samkvæmt svari sem blaðinu barst fyrir helgi. Innlendur kostnaður skilanefndar Glitnis var í fyrra 162 milljónum króna undir kostnaði skilanefndar Kaupþings, en kostnaður utan landsteinanna var 314 milljónum króna meiri en hjá Kaupþingi. - óká Kostnaður skilanefndar og slitastjórnar Glitnis á árinu 2009 samkvæmt svari við fyrirspurn: Nítján ráðgjafar fengu 732 milljónir króna Skilanefnd og slitastjórn Glitnis keypti mesta sérfræðiþjónustu af eftirtöldum fyrirtækjum árið 2009: Bandaríkin: O´Melveny & Myers LLP, lögfræðistofa; Steptoe & Johnson LLP, lögfræðistofa. Bretland: Cadwalader, lög- fræðistofa; Deloitte, endurskoð- unar- og ráðgjafafyrirtæki; Deutsche Bank Bretlandi; DLA Piper, lögfræðistofa; Houli- han Lokey, ráðgjafafyrirtæki; KROLL, fjármálarannsóknarfyr- irtæki; KEWS Clifford Change, lögfræðistofa; Morrison & Forrester, lögfræðistofa (einnig í Bandaríkjunum); McGuire- Woods, lögfræðistofa; Slaughter & May, lögfræðistofa; Sungard, fjármálaráðgjafar; UBS, fjár- festingabankaráðgjöf (einnig í Bandaríkjunum). Írland: McCann FitzGerald, lögfræðistofa. Kanada: BCF, lögfræðistofa. Noregur: Arntzen de Besche Advokatfirma AS; Forretnings- advokatene, lögfræðistofa. Þýskaland: Schneider; Schwegler, lögfræðistofa, Ísland (þjónusta fyrIr fimm milljónir króna eða meira): AT ráðgjöf ehf.; BBA Legal ehf.; BT sf.; Borgarlögmenn ehf.; Deloitte hf.; Ernst & Young hf.; Gagnavarslan ehf.; Jónatansson & Co. lögfræðistofa ehf.; Juris hf.; KPMG hf.; Krónos ehf.; Lausnir lögmannsstofa sf.; LM lögmenn sf.; Lex ehf.; Logos slf.; Mörkin lögmannsstofa hf.; Lög- fræðimiðstöðin ehf.; Lögfræði- ráðgjöf Páls E slf.; Safn ehf. SKILANEFND GLITNIS KEYPTI AF ÞESSUM EFNAHAGSMÁL Héraðsdómurinn sem kvað myntkörfulán ólögmæt er vandaður og hefur víðtækt for- dæmisgildi. Hann kann því að hafa áhrif á hvort tveggja bílalán og fasteignalán. Þessi sjónarmið heyr- ast úr stétt lögmanna. Einn þeirra, Einar Hugi Bjarnason, bendir á að dómurinn kunni að opna leið- ir fyrir lántakendur til að fá end- urgreiðslu og veki spurningar um hvað verði með gerða gjörninga, svo sem þegar fólk hefur breytt lánunum sínum úr erlendum og í krónulán. Talsmaður neytenda rakti í pistli fyrir áramót að þeir sem nú þegar hafa mátt þola nauðungarsölu eða aðra fullnustuaðgerð, gætu átt skaðabótarétt á hendur bönkum eða öðrum fjármálastofnunum, vegna ólögmætis lánanna. En það sem gæti haft áhrif á flesta er sá möguleiki að greiðslur af myntkörfulánum, sem hafa um það bil tvöfaldast síðan krónan féll, þurfi að endurskoða. Lánþegi gæti jafnvel átt endurgreiðslu inni. „Svo eru þeir sem hafa nú þegar greitt upp sín lán eða samið upp á nýtt. Þeir hafa fært lán sín yfir í íslensk lán á miklu verri kjörum en þeir hefðu ella gert,“ segir Einar Hugi, sem starfar á sviði skaða- bótaréttar. Hann tekur undir með héraðsdómi. Úrskurðurinn sé vel rökstuddur og í samræmi við lög- skýringargögn. Sú hugmynd hefur heyrst að dómstólar eigi að breyta mynt- körfulánum í verðtryggð íslensk lán. Einar Hugi er ekki sannfærð- ur um þá niðurstöðu. „Dómstólar munu líta til þessa verðtrygging- arákvæðis. Það er það sem verður dæmt ógilt, en önnur ákvæði stæðu þá óbreytt,“ segir hann. Sem fyrr segir telur talsmaður neytenda að bankarnir geti orðið bótaábyrgir gagnvart neytend- um, fallist Hæstiréttur á niður- stöðu héraðsdóms. Sumir neytend- ur gætu krafist bóta, hvort sem bankarnir vissu um ólögmæti lán- anna eða ekki. Talsmaðurinn, Gísli Tryggvason, telur ekki útilokað að æðstu stjórnendur bankanna beri meðábyrgð á þessu tjóni. Viðmælendur úr hópi lögmanna taka undir þetta. Stjórnendur bankanna hafi sýnt gáleysi, sé rétt að þeir hafi ekki kynnt sér lögin betur. klemens@frettabladid.is Lánþegar gætu átt endurgreiðslu inni Dómur um myntkörfulán er sagður vel rökstuddur og með víðtækt fordæm- isgildi. Hann gæti einnig átt við um húsnæðislán. Lánþegar gætu átt endur- greiðslur inni og skaðabætur ef þeir hafa nú þegar borið tjón. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Slapp vel eftir veltur Ökumaður slapp með lítils háttar meiðsl þegar bíll hans lenti utan vegar í Önundarfirði á sunnudag. Bíll- inn fór nokkrar veltur og hafnaði ofan í skurði um þrjátíu metra frá veginum. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði má rekja slysið til hálku. LÖGREGLUFRÉTTIR Nýtt rit um hvali Nýlega kom út í ritröðinni NAMMCO Scientific Publications sérhefti tileinkað hvalatalningum á Norður- Atlantshafi. Bók þessi hefur að geyma þrettán ritrýndar ritgerðir um útbreiðslu og fjölda hinna ýmsu hvalategunda og breytingar sem átt hafa sér stað á tímabilinu 1987-2001. Rannsóknir íslenskra vísindamanna eru fyrirferðarmiklar í ritinu. NÁTTÚRA Eru íslenskir stjórnmálamenn upp til hópa spilltir? Já 84,1% Nei 15,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fékkstu þér bollu á bolludag- inn? Segðu skoðun þína á visir.is SJÁVARÚTVEGUR Ríflega 130 styrk- umsóknir bárust til AVS rann- sóknasjóðs í sjávarútvegi að þessu sinni. Öll eiga verkefnin að hafa það að markmiði að auka verðmæti sjávarfangs. Hafin er vinna við að meta umsóknirnar og er vonast til að það liggi fyrir í lok apríl hvaða verkefni fá styrk að þessu sinni. AVS sjóðurinn hefur 306 milljónir úr að spila í ár en hafði 335 millj- ónir 2009. Frá því sjóðurinn tók til starfa árið 2003 hefur hann styrkt hundruð verkefna með um 1,5 milljarði króna, sem þýðir í raun að unnin hafa verið rannsókna- og þróunarverkefni fyrir 3 milljarða króna hið minnsta. Ástæðan er að styrkir eru aldrei hærri en sem nemur um helmingi af kostnaði verkefnanna. Að jafnaði hefur verið sótt um rúmlega helmingi meira fé en sjóð- urinn hefur til ráðstöfunar. Í ár er hlutfallið nokkuð óhagstæðara þar sem ráðstöfunarfé sjóðsins er tæplega tíu prósentum minna en á fyrra ári. Í ár og í fyrra var lögð áhersla á að umsækjendur kæmu með hnit- miðaðar umsóknir sem gætu skil- að störfum og verðmætum á sem skemmstum tíma og hafa aldrei borist fleiri umsóknir sem taka á markaðssetningu og vöruþró- un. Margar hugmyndir sem liggja fyrir geta skapað spennandi tæki- færi ef væntingar umsækjenda ganga eftir. - shá Ríflega 130 umsóknir um styrki bárust til AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi: Þrír milljarðar í rannsóknir ÞORSKELDI Fjörlmargir styrkir hafa runnið til þorskeldis frá AVS rannsóknasjóðnum á undanförnum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BETRI RÉTTUR STENDUR Viðskiptavinir Íslandsbanka, sem hafa „nýtt sér og munu nýta sér úrræði bankans til höfuðstólslækkunar hafa ekki fyrirgert mögulegum betri rétti sínum komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að gengistryggð bílalán séu ólögleg“. Svo segir í tilkynningu frá bankanum. Á fjórða þúsund viðskiptavina hafi nýtt sér höfuðstólslækkun vegna bílalána. SKULDSETT UPP Í RJÁFUR? Úrskurður héraðsdóms um að myntkörfulán séu ólög- mæt gæti haft áhrif á ekki bara bílalán heldur einnig á húsnæðislán. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.