Fréttablaðið - 16.02.2010, Side 8

Fréttablaðið - 16.02.2010, Side 8
8 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvaða íslenski leikmynda- hönnuður vann til verðlauna á Art Director Guild Awards um helgina? 2 Hvar komust skosk mæðgin í hann krappan á sunnudag? 3 Hvað heitir lögfræðingurinn sem fer fyrir nýju Icesave-samn- inganefndinni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki DANMÖRK Dómsmálaráðuneyti Dan- merkur hefur sent út tilkynningu um að rúm sé fyrir allt að fjögur ný spilavíti í landinu. Kæmu þau til viðbótar við þau sex leyfi stjórn- valda fyrir rekstrinum. Í umfjöllun Berlingske Tidende kemur fram að eftir yfirferð á laga- umgjörð sem varðar fjárhættuspil hafi stjórnvöld auglýst að úthluta megi leyfi fyrir einu til tveimur spilavítum sem rekin yrðu á landi og tveimur sem starfrækt yrðu í áætlunarferjum. Berlingske segir að siglinga- fyrirtækið DFDS, sem siglir milli Kaupmannahafnar og Óslóar og milli Esbjerg og Harwich, fylg- ist af áhuga með framþróun mála. Um leið hefur blaðið eftir Erik Jen- sen, talsmanni spilavítageirans í Danmörku og framkvæmdastjóra Casino Copenhagen, að stjórnvöld hefðu ekki getað valið verri tíma- punkt til þess að auka samkeppni meðal spilavíta. Casino Copenhagen, sem er stærsta spilavíti landsins, hefur verið rekið með tapi síðustu ár og þótt ekki liggi enn fyrir tölur vegna síðasta árs, er búist við að niður- staðan verði enn verri en næstu tvö ár á undan. Svipuð staða er sögð uppi hjá fleiri spilavítum. „Ég hef rætt við menn hjá flest- um spilavítum landsins og þeir lýsa stórum áhyggjum af því að nú eigi að fara að fjölga á þegar aðþrengd- um markaði,“ er haft eftir Erik Jen- sen. - óká SPILASALUR Í Danmörku eru starfrækt sex spilavíti með leyfi stjórnvalda, sem telja rúm til að úthluta fjórum leyfum í viðbót. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Eigendur fjárhættuspilasala furða sig á danska dómsmálaráðuneytinu: Telur að fjölga megi spilavítum KÓPAVOGUR „Það er ljóst að fyrir- tæki Halldórs voru færð verk á silfurfati og tilboða ekki leitað. Það er ólíðandi í opinberri stjórn- sýslu og brýnt að alltaf sé leitað tilboða til að tryggja hagstæðasta verð,“ segir Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá síðan á laugardag fékk Halldór Jónsson verkfræðingur greiddar 71,5 milljónir króna fyrir vinnu við sjö framkvæmdir á vegum bæjarins á fimm ára tímabili til 2008. Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar- stjóri Kópavogs, hefur óskað eftir úttekt á því hvernig staðið var að ráðningu Halldórs. Ómar Stef- ánsson, bæjarfulltrúi framsókn- armanna, segir Halldór rúinn trausti. Málið verður tekið upp á fundi bæjarráðsins á fimmtudag. Guðríður fór á bæjarskrifstofur Kópavogs í gær og er verið að taka saman verksamninga sem tengjast vinnu Halldórs. Þá telur hún eðli- legt að bæjarráð óski eftir áliti samgönguráðuneytis hvort Hall- dór hafi mátt vera skoðunarmað- ur Kópavogsbæjar á meðan hann vann önnur verk fyrir bæinn í gegnum ráðgjafafyrirtækið Hall stein. Hún gerir ekki athuga- semdir við að nokkrir reikningar Halldórs hafi borist seint. Slíkt geti skrifast á samninga um að halda eftir greiðslu í ákveðinn tíma eftir verklok. - jab GUÐRÍÐUR Vinna Halldórs Jónssonar fyrir Kópavogsbæ verður rædd í bæjar- ráði á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kópavogsbær færði skoðunarmanni mörg verk á silfurfati í fimm ár: Segir vinnubrögð ámælisverð LANDBÚNAÐUR Framleiðsla á nautakjöti í janúar var 332 tonn, sem er 1,9 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Sala á nauta- kjöti í mánuðinum var 330 tonn, 4,5 prósentum meiri en í janúar 2009. Framleiðslan síðastliðna tólf mánuði er 3.767 tonn, sem er fimm prósentum meira en á sama tímabili fyrir ári. Salan undan- farna tólf mánuði er nákvæmlega sú sama og framleiðslan, 3.767 tonn, sem er aukning um 4,5 pró- sent frá sama tíma í fyrra. - shá Framleiðsla og sala á kjöti: Allt nautakjötið selt jafnóðum KÓNGAFÆÐI Neysla á nautakjöti hefur aukist á milli ára. KIRKJUMÁL Biskup Íslands og Félag héraðsskjalavarða á Íslandi standa fyrir sameigin- legu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna sóknarnefnda í land- inu. Héraðsskjalasöfnin munu sjá um að skrá og ganga frá skjölum sóknarnefndanna þeim að kostn- aðarlausu. Þeir sem hafa í fórum sínum skjöl sem varða starfsemi sóknarnefnda eru einnig hvattir til að skila þeim til síns héraðs- skjalasafns. Best er að fá skjöl- in í sem upprunalegasta ástandi, eða óflokkuð. Misjafnt getur verið hvers konar gögn einstakar sóknar- nefndir varðveita. Héraðsskjala- söfn landsins eru alls 20 talsins. - shá Varðveisla skjalasafna: Skjalaverðir og biskup safna ALÞINGI Skipulagsbreytingar hjá Landlæknisembættinu verða til umræðu á fundi heilbrigðis- nefndar Alþing- is í dag. Nefnd um breytta skip- an stjórn- sýslustofnana heilbrigðisráðu- neytisins hefur lagt til samein- ingu landlækn- isembættisins og Lýðheilsustöðvar. Kemur landlæknir, Geir Gunn- laugsson, fyrir nefndina og gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum. Hann hefur áður upplýst að sameining gæti orðið til hagsbóta og hagræðingar. Þuríður Backman, formaður heilbrigðisnefndar, segir bæði fjárhagsleg og fagleg sjónarmið höfð að leiðarljósi við verkið. - bþs Heilbrigðisnefnd fundar: Sameining stofnana rædd LÖGREGLUMÁL „Eftir því sem ég best veit hafa þessi mál færst til miklu betri vegar á undanförnum misserum,“ segir Geir Jón Þóris- son yfirlögregluþjónn um stöðu svokallaðra vandræðahúsa. Lögreglan hefur í gegn- um tíðina þurft að hafa stöðug afskipti af íbúum tiltekinna húsa í Reykjavík vegna ölvunar og óláta. Fyrir nokkrum árum taldi lögregla að slík vandamál tengd- ust fimmtán til tuttugu húsum. Geir Jón segir lögreglu hafa tekið á þessum vanda með eig- endum húsanna. Það hafi gefið góða raun, en hann hafi ekki tölu um fjölda húsanna nú. - jss Reykjavíkurborg: Vandræðahús- um fækkar GEIR GUNNLAUGSSON Stofna félag um sjávarútveg Ákveðið hefur verið að setja á stofn félag til að halda ráðstefnur um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs. Félagið á ekki að vera hagsmunasamtök einstakra hópa. Stofnfundur félagsins verður haldinn þann 19. febrúar í Verbúðinni – Víkin, Sjóminjasafninu í Reykjavík. SJÁVARÚTVEGUR LÖGREGLUMÁL Rapparinn Erpur Eyvindarson átti fótum sínum fjör að launa á útvarpsstöðinni X-inu í gær þegar annar rappari, Móri, réðst að honum vopnaður hníf og rafbyssu. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, gaf sig fram við lögreglu um klukku- stund síðar. Erpur hyggst kæra og telur að Móri hafi ætlað að drepa sig. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins metur Móri atvikið þannig að Erpur hafi ráðist á sig, og ætlar að kæra hann fyrir líkamsárás. Rappararnir tveir hafa átt í ill- deilum upp á síðkastið, og hafa stóryrði verið látin falla á víxl í fjölmiðlum. Snýst deilan meðal annars um það hvor er meiri frum- kvöðull á rappsviðinu. Til stóð að Móri og Erpur græfu stríðsöxina í beinni útsendingu í þættinum Harmageddon á X-inu í gær. Móri mætti á staðinn vopnað- ur hníf og rafbyssu, og með stóran doberman-hund sér við hlið. End- urbætur standa yfir á útvarpssviði 365 og beið Móri átekta í mann- lausu anddyrinu stutta stund. Þegar Erpur kom á staðinn sauð upp úr. „Hann ýtir í mig og fer að þenja sig. Ég gríp þá í hann og keyri á hann. Hann dettur og fer að kýla mig,“ segir Erpur. „Þegar ég held honum niðri dregur hann upp hníf og byrjar og sveifla honum á fullu. Ég hleyp í burtu og hann reynir að stinga mig. Ég tek þá moppu og lem hann í hausinn.“ Móri hrökklaðist þá burt. „Þessi hundur var latasti hundur sem ég hef séð. Ég þakka fyrir það,“ segir Erpur. Ekki náð- ist í Móra í gær. stigur@frettabladid.is atlifannar@frettabladid.is Erpur og Móri ætla að kæra hvor annan Rapparinn Móri elti annan rappara, Erp Eyvindarson, um útvarpssvið 365 í gær vopnaður hníf og rafbyssu. Erpur telur að Móri hafi ætlað að drepa sig og mun kæra. Móri telur hins vegar að Erpur hafi ráðist á sig og ætlar líka að kæra. BARÐI MÓRA MEÐ MOPPU Erpur ræddi við lögreglu fyrir utan útvarpssvið 365 í gær. Hann er viss um að Móri hafi ætlað að drepa sig. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Atvikið náðist að hluta á öryggis- myndavél. 1. Móri og kær- asta hans mæta á staðinn. 2. Örfáum sekúndum síðar kemur Móri hlaupandi á fleygiferð á eftir Erpi, sem skýlir sér á bak við bónvél. 3. Bónvélin liggur kylliflöt, en elting- arleikurinn heldur áfram. 1 2 3 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.