Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 10
10 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR ORKUMÁL. Gagnaver Verne Hold- ings á Keflavíkurflugvelli mun greiða fjögur sent fyrir hverja kílóvattstund af raforku eða rúmar fimm krónur miðað við núverandi gengi. Þetta segir tæknistjóri Verne í viðtali við bandarískt dagblað. Það er tals- vert lægra en meðalverð raforku til fiskvinnslustöðva, samkvæmt upplýsingum frá Rarik, en hins vegar hærra en garðyrkjubænd- ur greiða. Tate Cantrell, framkvæmda- stjóri tæknimála hjá Verne Global, segir í viðtali, sem birt er á vef San Francisco Chronicle, að Verne telji Ísland fullkominn stað fyrir gagnaver. Auk aðgangs að orku frá jarðhita og vatnsafli sé í boði ókeypis kæling allan árs- ins hring og háhraðatenging við Ameríku og Evrópu. „Það eru umtalsverðir mögu- leikar á sparnaði,“ segir Cantrell. Dæmigert orkuverð til gagnavera í Kaliforníu er 10 sent en getur orðið allt að 20 sent í Bretlandi. Verne geti sparað bandarískum viðskiptavinum 30 prósent af hýsingarkostnaði en breskum 50- 60 prósent með því að hýsa gögn þeirra á Íslandi. Fram kemur að byggingaframkvæmdir við gagna- verið standi nú yfir; það verði til- búið að þjóna viðskiptavinum í lok ársins. Frumvarp til laga um heim- ild til samninga um gagnaver Verne Holdings er nú til meðferð- ar á Alþingi. Í þingskjölum er raforkuverð gagnaversins sagt trúnaðarmál en Landsvirkjun og Verne undirrituðu orkusamning í október á síðasta ári. Samkvæmt honum er raforkuþörf gagnavers- ins á bilinu 80-140 MW. Miðað við 4 cent fyrir kílóvatt- stund og gengið 129 krónur fyrir hvern dollara, mun gagnaver Verne greiða hærra orkuverð en garðyrkjubændur, sem nú greiða að meðaltali 3 til 4 krónur fyrir hverja kílóvattstund, að sögn Stef- áns Arngrímssonar hjá Rarik. Þar er tekið tillit til þess að garðyrkju- bændur fá sinn dreifingarkostnað endurgreiddan. Meðalraforkukostnaður fisk- vinnslunnar er hins vegar nokkru hærri eða 7 til 10 krónur á kíló- vattstund, að sögn Stefáns. Raf- orkuverð til álvera er trúnaðar- mál. peturg@frettabladid.is Það eru umtalsverðir möguleikar á sparnaði. TATE CANTRELL FRAMKVÆMDASTJÓRI TÆKNIMÁLA HJÁ VERNE HOLDING Vinkonur saman úti að stela Tvær konur voru handteknar nýverið á Selfossi vegna þjófnaðar úr verslun- um. Þær eru vinkonur og voru báðar undir annarlegum áhrifum. Þær voru vistaðar í fangageymslu og látnar lausar að loknum yfirheyrslum. LÖGREGLUFRÉTTIR 500 bæklingar með nýju sniði. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 50 kassar utan um augnakonfekt. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is MENNING Eyrarrósin 2010 kom í hlut tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði eystra og veittu aðstand- endur hennar viðurkenningunni móttöku í gær við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þrjú verkefni voru tilnefnd og kynnt sérstaklega auk Bræðslunnar. Verkefnin eru Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg, heimildarmyndahátíð á Patreksfirði. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borg- arfirði eystra er haldin árlega í húsi gamallar síldarbræðslu Kaupfélags Héraðsbúa, sem breytt hefur verið í tónleikahús. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt allt frá upphafi hennar árið 2004 og á síðasta ári voru gestir Bræðslunnar um tvö þúsund talsins. Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggða- stofnunar og Flugfélags Íslands. Markmiðið með Eyrarrósinni er að efla fagmennsku og færni við skipu- lagningu menningarlífs og list- viðburða á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveit- arfélaga og landshluta og skapa sókn- arfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Áður hafa hlotið Eyrarrósina Þjóð- lagahátíðin á Siglufirði; LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, Strandagaldur á Hólmavík, Rokkhá- tíð alþýðunnar; Aldrei fór ég suður og Landnámssetrið í Borgarnesi. - shá Eyrarrósin 2010 var veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær: Bræðslan á Borgarfirði eystra hlaut Eyrarrósina BESSASTÖÐUM Í GÆR Magni og Áskell Heiðar Ásgeirssynir, forsvarsmenn Bræðslunnar, tóku við viðurkenningunni úr hendi Dorrit Moussaieff, sem er verndari Eyrarrósarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verne greiði fjögur sent á kílóvattstund Tæknistjóri Verne upplýsir orkukostnað gagnaversins í viðtali við bandarískt dagblað. Orkuverðið trúnaðarmál í orkusamningi og þingskjölum á Íslandi. Verðið virðist hærra en garðyrkjan greiðir en lægra en fiskvinnslan greiðir. GAGNAVER Verne Holdings undirritaði samninga um byggingu gagnavers í Reykja- nesbæ árið 2008. Framkvæmdir lágu niðri um tíma í vetur en tæknistjóri fyrirtækis- ins segir í viðtali í Bandaríkjunum að gagnaverið verði komið í gagnið í lok þessa árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖTKVEÐJUGRÍMA Í MAKEDÓNÍU „Meckari“ nefnast grímur af þessu tagi, sem slátrarar notuðu í Makedóníu til að gjalda fyrir þær syndir sínar að hafa slátrað dýrum. Grímurnar eru vinsælar á kjötkveðjuhátíðum. NORDICPHOTOS/AFP AUSTUR-KONGÓ, AP Hátt í þrjátíu manns hafa fallið í þessum mán- uði fyrir hendi hútúskra upp- reisnarmanna í Austur-Kongó. Auk þess hafa uppreisnarmenn- irnir tekið nærri hundrað manns í gíslingu. Ofbeldisverk hafa verið linnu- lítil í austanverðu landinu allt frá því að þjóðarmorðið var fram- ið í nágrannaríkinu Rúanda árið 1994. Herskáir hútúar, sem tóku þátt í að myrða hálfa milljón tútsa og hófsamra hútúa, flúðu yfir landamærin til Kongó þar sem þeir hafa látið ófriðlega síðan. Herinn í Kongó hefur undan- farið herjað á uppreisnarhópana frá Rúanda, sem eru sakaðir um að hafa drepið hundruð manna í hefndarskyni. - gb Óöldin í Austur-Kongó: Tugir fallnir og hundrað gíslar ATVINNUMÁL HB Grandi hélt um helgina móttöku fyrir starfs- fólk og gesti til viðurkenningar fyrir góðan árangur í landvinnslu félagsins. Einnig vegna þess að fyrir endann sér á stórum verk- efnum. Hátt í 250 manns komu í mót- tökuna sem haldin var í Víkinni, sjóminjasafninu á Grandagarði, þar sem Bæjarútgerð Reykjavík- ur, seinna Grandi, var til húsa. Mikil endurnýjun og endurbæt- ur hafa átt sér stað á fiskiðjuver- unum í Reykjavík og á Akranesi. Einnig var haldið upp á útskrift 32 starfsmanna frá alls níu þjóðlönd- um, sem tekið hafa þátt í nám- skeiðum starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar. - shá HB Grandi hélt veislu: Landvinnslu og stórum verkefn- um fagnað DÚBAÍ, AP Lögreglan í Dúbaí segir að ellefu manna hópur launmorð- ingja með evrópsk vegabréf hafi staðið að morðinu á yfirmanni úr Hamas-hreyfingunni á hótelher- bergi í landinu í síðasta mánuði. Hann segir sex mannanna hafa verið með bresk vegabréf, þrjá með írsk, einn með franskt og einn með þýskt. Hann nafn- greindi mennina og birti myndir af þeim, en sagði ekki berum orðum að þeir hefðu verið á vegum ísraelsku leyniþjónust- unnar, eins og framámenn í Hamas-hreyfingunni hafa haldið fram. - gb Morð Hamas-manns í Dúbaí: Morðingjarnir nafngreindir ELLEFU GRUNAÐIR Dhafi Khaífan, lögregluforingi í Dúbaí, sýnir fjölmiðlum myndir af hinum grunuðu. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.