Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. febrúar 2010 11 LÖGREGLUMÁL Tvær stúlkur urðu fyrir bifreið í Háengi á Selfossi upp úr miðnætti á laugardag. Atvikið varð með þeim hætti að ökumaður, sem ekki var kunnugur bifreiðinni, ætlaði að aka aftur á bak út úr innkeyrslu við hús. Bifreiðin fór þá skyndi- lega áfram og á stúlkurnar sem stóðu fyrir framan bifreiðina. Hún er sjálfskipt og er talið mögulegt að ökumaðurinn hafi óvart sett í áframgír í stað bakk- gírs. Stúlkurnar voru fluttar á heilsugæslustöðina á Selfossi til skoðunar en reyndust hafa hlotið minni háttar meiðsli. - jss Óhapp á Selfossi: Tvær stúlkur urðu fyrir bíl Valt við Haukadalsá Beita þurfti nýjum klippum slökkvi- liðsins í Búðardal þegar jeppabifreið valt í gær sunnan við brúna yfir Haukadalsá. Tveir voru í bílnum og var farþegi fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús með einhverja áverka, meðal annars handleggsbrot og eymsli í hálsi. LÖGREGLUFRÉTTIR RÍKISSKULDABRÉFASJÓÐIR | landsbankinn.is | 410 4000 Ríkisskuldabréfasjóðir Landsbankans eru verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Vörslufélag sjóðanna er Landsbankinn. Rekstrarfélag sjóðanna er Landsvaki hf. Gengi hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóðum getur bæði hækkað og lækkað. Nánari upplýsingar um sjóðina má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðanna sem finna má á heimasíðu Landsbankans www.landsbankinn.is eða heimasíðu rekstrarfélagsins www.landsvaki.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna áður en fjárfest er í þeim, en þar er meðal annars ítarleg umfjöllun um þá áhættu sem felst í fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða. N B I h f. (L an d sb an ki nn ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 10 13 Fjórar góðar leiðir til ávöxtunar Sjóðurinn hentar þeim fjárfestum sem vilja dreift safn skuldabréfa með ábyrgð íslenska ríkisins. Meðallíftími sjóðsins er 4-7 ár en vaxtaáhætta eykst eftir því sem meðallíftími skuldabréfa sjóðs er lengri. Sjóðurinn hentar þeim fjárfestum sem vilja dreift safn ríkisvíxla og stuttra skuldabréfa með ábyrgð íslenska ríkisins. Meðallíftími sjóðsins er 0-1 ár og er vaxta- áhætta því lítil í sjóðnum. Sjóðurinn hentar þeim fjárfestum sem vilja dreift safn stuttra skuldabréfa með ábyrgð íslenska ríkisins. Meðallíftími sjóðsins er 1-4 ár en vaxtaáhætta eykst eftir því sem meðallíftími skuldabréfa sjóðs er lengri. Sjóðurinn hentar þeim fjárfestum sem vilja dreift safn skuldabréfa með ábyrgð íslenska ríkisins. Meðallíftími sjóðsins er 7 ár eða meira, en vaxtaáhætta eykst eftir því sem meðallíftími skulda- bréfa sjóðs er lengri. Sparibréf meðallöngReiðubréf ríkistryggð Sparibréf stutt Sparibréf löng *Samsetning sjóðanna 01.02.2010 Kynntu þér kostina Komdu við í næsta útibúi Landsbankans eða hafðu samband við Fjármálaráðgjöf Landsbankans sem veitir upplýsingar og aðstoð við fjárfestingar í innlánum, verðbréfasjóðum og öðrum fjárfestingarleiðum í síma 410 4040. Landsbankinn býður upp á fjóra skuldabréfasjóði sem fjárfesta nær eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum. Sjóðirnir henta vel til reglubundins sparnaðar og hafa á síðustu mánuðum skilað betri ávöxtun en almennir innlánsreikningar. Einfalt er að kaupa og selja í sjóðunum og njóta viðskiptavinir þess að enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskrift. Sjóðirnir hafa sömu fjárfestingarstefnu en mismikla vaxtaáhættu. Skuldabréf og aðrar kröfur með ábyrgð íslenska ríkisins nema 90-100% af heildareignum sjóðanna en innlán á bilinu 0-10%. Innlán: 2,6%* Ríkistryggð skuldabréf / ríkisvíxlar: 97,4%* Innlán: 0,3%* Ríkistryggð skuldabréf / ríkisvíxlar: 99,7%* Innlán: 1,5%* Ríkistryggð skuldabréf / ríkisvíxlar: 98,5%* Innlán: 2%* Ríkistryggð skuldabréf / ríkisvíxlar: 98%* Ríkissku ld a b réfasjóðir Landsbanka ns www.landsbankinn.is DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Aust- urlandi hefur ákært fjóra karl- menn fyrir Héraðsdómi Austur- lands fyrir kannabisræktun og jafnframt að hafa komið sér upp mikilvirkri kannabisverksmiðju, þar sem hefði verið hægt að rækta allt að sex hundruð kanna- bisplöntur í senn. Mennirnir höfðu komið sér fyrir á bænum Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, sem einn þeirra hafði umráð yfir. Þeir eru allir frá Reykjavík og um þrí- tugt. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa, í sölu- og dreifingarskyni, ræktað sextán kannabisplöntur sem vógu samtals 8,8 grömm og fyrir tilraun til stórfellds brots gegn lögum um ávana- og fíkni- efni, með því að setja upp mjög stóra ræktunaraðstöðu fyrir allt að 600 kannabisplöntur, sem lög- reglan fann þar við leit 6. maí 2009. Auk refsingar yfir mönnunum er krafist upptöku á umfangs- miklum búnaði sem mennirnir höfðu komið sér upp á bænum. Upptalning á búnaði mannanna er í tæplega sjötíu liðum. Þar á meðal er viðamikill ljósa- búnaður, einkum gróðurhúsa- lampar, dælubúnaður og viftur. - jss KANNABISVERKSMIÐJA Mennirrnir voru búnir að koma sér upp öflugri verk- smiðju með fullkomnum búnaði. MYND ÚR SAFNI. Fjórir stórtækir kannabisræktendur ákærðir fyrir Héraðsdómi Austurlands: Með risaverksmiðju á sveitabæ HEILBRIGÐISMÁL „Sveitarstjórn Húnaþings vestra mótmælir harðlega öllum hugmyndum sem lúta að því að dregið verði úr viðbúnaði og þjónustu á fæð- ingardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi,“ segir í ályktun sveitarstjórnarinnar. Hún kveður mikinn meirihluta verðandi mæðra í Húnaþingi vestra hafa valið að fæða börn sín á Akranesi. Sveitarstjórnin mótmælir líka boðaðri fækkun hjúkrunarrýma á Hvammstanga um tvö. „Öll hjúkrunarrými á Hvammstanga eru nú fullnýtt og ekki hefur verið unnt að mæta eftirspurn eftir þeirri þjónustu.“ - gar Húnaþing vestra mótmælir: Fæðingardeild starfi óbreytt HVAMMSTANGI Vestur-Húnvetningar segjast reiða sig á þjónustu fæðingar- deildar á Akranesi. ÞJÓÐLENDUR Landssamtök landeig- enda skora á Alþingi að setja lög sem heimili endurupptöku finnist ný sönnunargögn í þjóðlendumál- um, sem dæmt hefur verið um. Þetta segir í ályktun aðal- fundar samtakanna sem haldinn var á fimmtudag. 16.000 órann- sökuð skjöl liggi í Árnastofn- un og á Landsbókasafni. Þar kunni að leynast ný sönnunar- gögn um eignarrétt á landi sem dæmt hefur verið að teljast skuli þjóðlenda. Núgildandi lög heim- ili ekki endurupptöku komi slík gögn í leitirnar. - pg Aðalfundur landeigenda: Þjóðlendumál endurupptekin finnist ný gögn Mótmæla ferjugjaldi í Hrísey Hverfisráð Hríseyjar hefur sent Vegagerðinni og samgönguráðherra tölvupóst um mikla óánægju íbúa eyjarinnar með breytingar á áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars og hækkun gjaldskrár. Bæjarráð Akureyrar tekur undir mótmælin og bendir á að ferjan sé þjóðvegur á sjó og eina aðkomu- leiðin til eyjarinnar. Endurskoða þurfi ákvörðunina. SAMGÖNGUR Nýju ári fagnað Þessir glaðlegu Kínverj- ar dönsuðu ljónadans í Peking þegar þeir fögnuðu ári tígursins. FRÉTTABLAÐIÐ AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.