Fréttablaðið - 16.02.2010, Side 12

Fréttablaðið - 16.02.2010, Side 12
12 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Allt sem þú þarft… Auglýsingasími BELGÍA, AP Tvær farþegalestir rákust harkalega á skammt frá Brussel, höfuðborg Belgíu, þegar annarri þeirra var ekið áfram á móti stöðvunarmerki. Að minnsta kosti 18 manns fór- ust og 55 særðust, margir mjög illa. Óttast er að allt að 25 manns hafi látið lífið. Áreksturinn olli því að framhliðin á einum lestarvagn- inum rifnaði af og aðrir vagnar fóru út af sporinu. Önnur lestin var á leiðinni til Liège en hin til Braine-le-Comte, og rákust þær beint framan á hvor aðra. Við áreksturinn lyftust vagn- ar beggja lesta upp og eyðilögðu meðal annars rafmagnslínur í loft- inu. Svo virðist sem hár steinvegg- ur hafi komið í veg fyrir að brak úr lestunum þeyttist yfir á íbúð- arhús í næsta nágrenni. „Þetta var martröð,“ sagði Christian Wampach, 47 ára far- þegi sem þurfti að láta hjúkrun- arfólk binda um sár á höfði sér á íþróttavelli, þangað sem minna slasaðir farþegar voru fluttir strax eftir slysið. „Við hentumst til í meira en fimmtán sekúndur. Margir slös- uðust í mínum vagni en ég held að þeir sem létust hafi verið í fremsta vagninum,“ sagði Wampach, sem var í þriðja fremsta vagninum í annarri lestinni. Óhappið varð um klukkan hálf- níu að staðartíma, eða hálfátta að íslenskum tíma, á lestarstöðinni í Buizingen, úthverfi borgarinnar Halle sem er skammt suðvestur af höfuðborginni Brussel. Háhraðalestir fyrirtækisins Thalys, sem ganga oft á dag milli Hollands, Belgíu, Frakklands og Þýskalands, nota sömu leið og lestirnar tvær sem rákust á í gær. Ferðir háhraðalestanna féllu því niður fram eftir öllum degi. Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu, var nýlentur á flugvelli í Pristína í Kósóvó þegar fréttir bárust af lestarslysinu, en hætti við heimsókn sína þangað og var flugvél hans strax snúið við og flogið aftur til Belgíu. Slysið er það mannskæðasta í Belgíu síðan 1954, en þá fórust tuttugu þýskir fótboltaaðdáendur í lestarslysi skammt frá Leuven og fjörutíu meiddust að auki. Árið 2001 varð einnig alvarlegt lest- arslys í Belgíu sem kostaði átta manns lífið. gudsteinn@frettabladid.is Á þriðja tug biðu bana Á þriðja tug manna fórust og yfir fimmtíu slösuðust í mannskæðasta lestarslysi Belgíu í meira en hálfa öld. Svo virðist sem annarri lestinni hafi verið ekið áfram þrátt fyrir stöðvunarmerki. TUGIR SLASAÐRA Hlynnt var að minna slösuðum á íþróttaleikvangi skammt frá en þeir sem slösuðust meira voru fluttir á sjúkrahús. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HARKALEGUR ÁREKSTUR Við áreksturinn lyftust fremstu vagnar beggja lestanna upp og brak þeyttist um víðan völl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐALÖG Níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands á síðasta ári, samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu. Þetta er hærra hlutfall en fyrri kannanir hafa sýnt. Í könnuninni kemur fram að tveir af hverjum fimm ferðuðust bæði innanlands og utan og fjögur prósent eingöngu utanlands. Átta prósent ferðuðust hins vegar ekki neitt. Innan við helmingur lands- manna ferðaðist til útlanda sem gefur til kynna verulegan sam- drátt í utanlandsferðum lands- manna. Tveir af hverjum þremur fóru í þrjár eða fleiri ferðir innanlands og þrír af hverjum fjórum gistu sjö nætur eða lengur, en á heildina litið gistu landsmenn að jafnaði 14,3 nætur á ferðalögum innan- lands árið 2009. Flestir ferðuðust í júlí og ágúst. Sú gistiaðstaða sem var nýtt í hvað mestum mæli, eða af ríflega helmingi landsmanna, var gisting í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl en auk þess gistu fjölmargir, eða tæpur helmingur, hjá vinum og ættingj- um. Norður- og Suðurland eru þeir landshlutar sem eru vinsælastir. Af þeirri afþreyingu sem greiða þarf fyrir nýttu flestir sér sund eða jarðböð en auk hennar borg- uðu fjölmargir sig inn á söfn og sýningar, fyrir veiði og leikhús eða tónleika. - shá Níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands á síðasta ári: Utanlandsferðum fækkar TJALDSTÆÐI Á AKUREYRI Meirihluti þjóðarinnar ferðast um landið og utan- landsferðum fækkar á sama tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLA Lögreglan á Selfossi leitar brennuvargs sem kveikti í þvottahúsi í fjölbýlishúsi við Aust- urveg 34 á Selfossi á föstudag. Talsverður eldur var í þvotta- húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn. Hann var slökktur og húsið reykræst. Engum varð meint af. Leitað var til tækni- deildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu til að rannsaka eldsupptökin. Svo virðist sem um íkveikju sé að ræða. Lögreglan biður alla þá sem hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir í og við húsið frá klukkan 19.00 til 19.50 að hafa samband við lög- reglu í síma 480 1010. - jss Eldur í þvottahúsi: Lögregla leitar brennuvargs SJÖ ÁRA Í FARARBRODDI Hún Julia Lira er aðeins sjö ára en fékk samkvæmt dómsúrskurði að vera í fararbroddi trommusveitar í skrúðgöngu kjöt- kveðjuhátíðarinnar í Ríó í Brasilíu á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Höfum bætt við okkur útibúi. Getum bætt við okkur viðskiptavinum. Sigríður Einarsdóttir, útibússtjóri Ármúla Nýjar höfuðstöðvar og útibú í Ármúla Ármúla 13a • Borgartúni 26 • sími 540 3200 • www.mp.is Debet- og kreditkort Sparnaður Lán Eignastýring Fyrirtækjaráðgjöf MP Sjóðir hf. MP banki hefur flutt í nýjar höfuðstöðvar í Ármúla 13a. Þar er einnig nýtt og öflugt útibú. MP banki Ármúla 13a

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.