Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 14
14 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Meira í leiðinni WWW.N1.IS Sími 440 1000 N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 N1 verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn. N1 og Tork. Sterkt lið á pappírunum. N1 er umboðsaðili Tork á Íslandi. Við bjóðum upp á mikið úrval af pappír og hreinlætisvörum frá Tork, en þær eru þekktar fyrir gæði, þægindi og hagstætt verð. Tork vörurnar eru umhverfisvænar og státa af vottun samkvæmt ISO 9001 og ISO 14000 stöðlunum. Hafðu samband við okkur og veldu þær vörur og lausnir frá Tork sem henta þér best. DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið dæmdir, annar í sextíu daga fangelsi og hinn í 45 daga, fyrir hús- brot og almannahættu. Dómur hins síðarnefnda er skilorðsbundinn. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa, að morgni fimmtudagsins 3. júlí 2008, farið í heimildarleysi inn á flugvallarsvæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir klifr uðu yfir girðingu og hlupu mörg hundruð metra innan svæðisins, að því er segir í ákæru. Röskuðu mennirnir öryggi loft- fara en á flugvallarsvæðinu voru flugvélar á leið í áætlunarflug. Varð að stöðva flugumferð þar til ákærðu voru handsamaðir á flugbrautinni „Charlie“. Verið var að ræsa hreyfla far- þegaþotu sem var á leið í loftið. Mennirnir hlupu fram með henni og fram fyrir hana. Þeir báru því við fyrir dómi að þennan morg- un hafi verið fluttur nauðugur úr landi maður frá Keníu, Paul Ram- ses að nafni, frá konu og ungu barni. Hafi það verið borgara- legur réttur þeirra og skylda að reyna að koma í veg fyrir það að maður þessi væri fluttur brott því hans myndu bíða ill kjör. Annar mannanna hafði þrisvar verið sektaður fyrir brot gegn lögreglulögum þegar hann rudd- ist inn á flugvöllinn ásamt félaga sínum. - jss Tveir stuðningsmenn Pauls Ramses fyrir dómstólum: Dæmdir fyrir að hlaupa fyrir flugvél FENGU STÓRA VINNINGINN Breska parið Justine Laycock og Nigel Page vann 65 milljónir evra, eða rúmlega átta milljarða króna, í evrópska lottó- inu EuroMillions. Önnur eins upphæð kom í hlut manns á Spáni. NORDICPHOTOS/AFP ATVINNUMÁL Alls bárust sjö umsóknir í for- val vegna hönnunarsamkeppni nýs Landspít- ala og eru stærstu verkfræðistofur landsins meðal þátttakenda. Ábyrgðaraðilar hönnun- arteymanna sjö, sem skiluðu inn umsókn- um í forvalið, eru allir íslenskir: Mannvit, TBL Arkitektar, VSÓ Ráðgjöf, Efla, Verkís, Almenna verkfræðistofan og Guðjón Bjarna- son. Hönnunarsamkeppnin tekur til áfanga- skipts skipulags lóðar Landspítala við Hring- braut og útfærslu á 66 þúsund fermetra nýbyggingu þar. Áætlað er að framkvæmd- ir við nýja spítalann geti hafist á síðari hluta árs 2011 og standi fram á árið 2016. Áætlaður kostnaður við nýbygginguna er um 33 millj- arðar króna á verðlagi í mars 2009 og skipt- ist hún í þrjá meginhluta: bráðakjarna með bráðamóttöku, myndgreiningu, gjörgæslu, skurðstofum og rannsóknarstofum; legudeild- ir með 180 rúmum sem öll eru í einbýli og sjúklingahótel með 80 herbergjum. Engar athugasemdir voru gerðar við fram- kvæmd forvalsins þegar niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Forvalsnefnd skilar niðurstöð- um sínum eftir viku, mánudaginn 22. febrúar 2010. Valin verða allt að fimm teymi til þátt- töku í hönnunarsamkeppninni þar sem skila- frestur er í byrjun júní 2010 og úrslit eiga að liggja fyrir mánuði síðar. - shá Stærstu verkfræðistofur landsins á meðal þátttakenda í forvali vegna LHS: Sjö vilja hanna nýjan Landspítala SJÖ UMSÓKNIR BÁRUST Katrín Arnþórsdóttir, verkefna- stjóri hjá Ríkiskaupum, opnaði umsóknirnar í viðurvist umsækjenda í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAMKVÆMDIR Hönnun nýrrar vatnsleiðslu á milli Garðs og Sandgerðis er á lokastigi. Með tilkomu leiðslunnar mun Garðurinn tengjast vatnsveitu sveitarfélaganna úr Gjánni á Reykjanesi, eins og Víkurfréttir sögðu frá í gær. Vatnstaka úr Gjánni hófst eftir að vatnsból á Nikkelsvæðinu svo- kallaða menguðust af völdum varnarliðsins. Ný vatnsveita var þá byggð upp fyrir skaðabætur sem Banda- ríkjaher greiddi. Féð átti að tryggja ferskvatn til bæjarfélag- anna í Keflavík, Sandgerði og Garði. Garður og Sandgerði hafa feng- ið vatn úr borholum þangað til fyrir nokkrum árum að leiðsla var lögð til Sandgerðis, en nú er röðin komin að Garði. - shá Vatn fyrir skaðabætur: Garður tengist vatnsleiðslu LÖGREGLUMÁL Leifar af kannabis- efnum fundust í dós inni á salerni Tækniskólans síðastliðinn fimmtu- dag, þegar lögregla leitaði í hús- næðinu með þrem fíkniefnaleitar- hundum, að beiðni skólayfirvalda. Þetta staðfestir Geir Jón Þóris- son, yfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir jafnframt að stað- festur orðrómur hafi verið um að nemendur úr grunnskólanum við hlið Tækniskólans hafi leitað inn í Tækniskólann til að komast í fíkniefni hjá einhverjum af eldri nemendum þar. Sterk vísbending sem komið hafi til kasta forvarna- fulltrúa lögreglunnar hefði gefið tilefni til að þessi mál voru tekin föstum tökum í grunnskólanum. Jafnframt að það hafi þótt ástæða til að athuga Tækniskólann í ljósi þessara upplýsinga. Fíkniefnaleitin í Tækniskól- anum vakti mikla athygli. Bald- ur Gíslason, skólameistari, sagði við það tilefni við Fréttablaðið að verið væri að fylgja fordæmi ann- arra skóla í forvarnaskyni en fjöldi skóla hefði látið gera fíkniefnaleit innan sinna vébanda. Enginn sér- stakur grunur hafi verið til staðar um fíkniefnaneyslu í Tækniskól- anum. Ekkert hefði fundist og nið- urstaðan væri ánægjuleg. „Í niðurstöðu samantektar hjá okkur um tíðni fíkniefnaleita í framhaldsskólum eru það einn til tveir skólar á ári, frá árinu 2007, sem biðja lögreglu um slíka leit,“ segir Geir Jón. „Það er einungis farið í þá skóla þar sem skóla- stjórnendur óska eftir því. Í einu tilviki var gerð leit að frumkvæði nemenda.“ Spurður um hvort beiðnir af þessu tagi séu grundvallaðar á rök- studdum grun um fíkniefnaneyslu í viðkomandi skóla segir Geir Jón þær oftar en ekki tilkomnar vegna orðróms eða gruns um slíkt. „Ef upplýsingar eru þess eðlis að skólayfirvöldum sýnist að tíma- bært sé að taka á þessu með þess- um hætti, sem hefur mikið for- varnagildi, þá er það gert og þess gætt að hafa allt saman eftir sett- um reglum. Þess er gætt að per- sónulega sé ekki gengið að neinum nema í samráði við viðkomandi.“ Geir Jón segir að í sumum þeirra skóla sem leitað hafi verið í hafi fundist vísbendingar um neyslu. „Það hafa fundist leifar af efnum, verkfæri til fíkniefna- neyslu eða að hundar hafa vakið athygli á nemendum sem sjálfir hafa verið í neyslu eða í snertingu við neyslu. En í flestöllum tilvik- um sýnist mér að ekkert slíkt hafi komið fram.“ jss@frettabladid.is TÆKNIHÁSKÓLINN Leit lögreglu að fíkniefnum í Tækniskólanum síðastliðinn fimmtu- dag vakti mikla athygli. Hún fór fram að beiðni skólayfirvalda. Fremur fátítt er að beðið sé um slíka leit. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kannabisrest í dós á klóinu Lögregla fann leifar af kannabisefni í dós á salerni í Tækniháskólans. Rökstuddur grunur um að grunn- skólanemar hafi leitað eftir fíkniefnum í skólanum. GEIR JÓN ÞÓRISSON Í niðurstöðu samantekt- ar hjá okkur um tíðni fíkniefnaleita í framhaldsskólum eru það einn til tveir skólar á ári, frá árinu 2007, sem biðja lögreglu um slíka leit. GEIR JÓN ÞÓRISSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN HJÁ LÖGREGLUNNI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU BALDUR GÍSLASON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.