Fréttablaðið - 16.02.2010, Síða 15

Fréttablaðið - 16.02.2010, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. febrúar 2010 15 „Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleð- unum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvalds- son hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrú- lega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir við- brögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björg- un þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæð- ur og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðir- in dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfalla- hjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferða- fólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þrem- ur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hóp- urinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi A. DRÖG AÐ DAGSKRÁ 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári. 2. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað félagsins á reikningsárinu 2009. 3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til staðfestingar. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið starfsár. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Skýrsla stjórnar um kjör stjórnar og æðstu stjórnenda, áætlaðan kostnað vegna kaupréttarsamninga og framkvæmd starfskjarastefnu. 8. Tillaga um samþykkt nýrrar starfskjarastefnu. 9. Tillaga um heimild til stjórnar að kaupa eigin hluti í félaginu. 10. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. Meginefni þessara tillagna: 10.1 4. mgr. greinar 2.01 – Fellt út ákvæði um skyldu til að skipta hlutabréfum í smærri einingar. 10.2 2. mgr. greinar 4.01 – Rafræn umboð samþykkt á hluthafafundum. 10.3 9. mgr. greinar 4.01 – Hluthöfum gefinn kostur á að greiða atkvæði rafrænt. 10.4 4. mgr. greinar 4.02 – Leiðrétting á því hvaða ákvörðunum er hægt að fresta til framhaldsaðalfundar. 10.5 1. mgr. greinar 4.03 – Hluthafafundi skal boða með þriggja vikna fyrirvara hið stysta. 10.6 2. mgr. greinar 4.03 – Til hluthafafunda skal boða með rafrænum hætti á jafnréttisgrundvelli. Fundarboðið skal einnig birt í íslenskum fjölmiðli. 10.7 3. mgr. greinar 4.03 – Ítarlegri upplýsingar skulu birtar í fundarboði. 10.8 5. mgr. greinar 4.03 – Hluthöfum heimilt að gera kröfu rafrænt um að fá mál tekið á dagskrá. 10.9 1. mgr. greinar 4.07 – Endanleg dagskrá skal birt á vefsíðu félagsins. 10.10 4. mgr. greinar 4.07 – Gögn sem lögð eru fram í tengslum við aðalfund skulu birt á vefsíðu félagsins og liggja frammi á skrifstofu félagsins þremur vikum fyrir fundinn. 10.11 Grein 5.04 – Fellt út ákvæði sem er tvítekið varðandi mikilvægar ákvarðanir stjórnar. 10.12 3. mgr. greinar 7.02 – Fellt út gamalt ákvæði varðandi endurskoðendur og athugasemdir stjórnar við ársreikning. 11. Önnur mál sem borin hafa verið löglega fram eða aðalfundurinn hefur samþykkt að taka til meðferðar. B. REGLUR UM ÞÁTTTÖKU HLUTHAFA OG ATKVÆÐAGREIÐSLU Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti, uns endanleg dagskrá og tillögur eru útgefnar 2. mars 2010. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm Hverjum hlut í félaginu fylgir eitt atkvæði, að frátöldum eigin hlutum sem ekki fylgir atkvæðisréttur. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem sækja ekki aðalfundinn geta annaðhvort: a) kosið um dagskrármál með skriflegum eða rafrænum hætti, eða b) veitt umboð. Beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum eða rafrænum hætti þarf að berast félaginu eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfundinn. Atkvæði þurfa að berast félaginu fyrir aðalfund. Hluthafar geta einnig greitt atkvæði í höfuðstöðvum félagsins á skrifstofutíma alla virka daga fyrir aðalfundardag. Hluthafar geta annaðhvort veitt skriflegt eða rafrænt umboð að uppfylltum ákveðnum formkröfum sem fram koma á vefsíðu félagsins. Umboð þurfa að berast félaginu fyrir aðalfund eða á fundarstað. Rafræn umboð þarf að senda í gegnum aðgangskerfi hluthafa hjá félaginu. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm C. AÐRAR UPPLÝSINGAR Aðalfundurinn fer fram á ensku. Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund, þ.m.t. endurskoðaðir samstæðureikningar fyrir árið 2009 og ársskýrsla fyrir árið 2009, auk draga að ályktunartillögum og athugasemdum við hvert dagskrármál er að finna á ensku á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm Hluthafar geta einnig nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík, á skrifstofutíma alla virka daga. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar 2. mars 2010. Hluthöfum er hins vegar bent á að samkvæmt grein 63 a. í hlutafélagalögum nr. 2/1995 er hægt að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega skemmst 5 dögum fyrir aðalfund. Af þeim sökum verða upplýsingar um alla frambjóðendur til stjórnar kunngerðar eigi síðar en 2 dögum fyrir aðalfund. Nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm Reykjavík, 16. febrúar 2010, Stjórn Össurar hf. AÐALFUNDUR ÖSSURAR HF. VERÐUR HALDINN ÞRIÐJUDAGINN 9. MARS 2010 KL. 9:00 Í HÖFUÐSTÖÐVUM FÉLAGSINS AÐ GRJÓTHÁLSI 5, REYKJAVÍK Aukin fræðsla og opin umræða getur fækkað slysum á hálend- inu en reglur hafa lítið að segja, er mat Krist- ins Ólafssonar framkvæmda- stjóra slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir nauðsynlegt að þeir sem bjóði upp á skipu- lagðar ferð- ir upp á jökla og björgunarsveitir þurfi nú að rýna í slysið uppi á Langjökli í sameiningu og reyna að læra af því. Hann segir þann möguleika vera fyrir hendi að setja neyð- arsenda á alla snjósleða sem fyrir tæki í jöklaferðum eigi. Það að reka slíkt fyrirtæki feli í sér ábyrgð. Almennt þekki menn sín svæði afar vel og að hans mati sé ekki miklu ábótavant í öryggis- málum snjósleðafyrirtækja, hins vegar megi alltaf gera betur. „Þetta er gríðarlega umfangs- mikil starfsemi. Á hverju ári fara mörg þúsund manns upp á jökul í skipulögðum ferðum.“ Kristinn segir það reynslu slysavarnafélagsins að fræðsla beri árangur. Til að mynda hafi mun sjaldnar verið leitað að villt- um rjúpnaskyttum eftir fjölmörg námskeið félagsins í notkun átta- vita fyrir skytturnar. „Reglur skila ekki endilega betra öryggi, það gerir fræðsla hins vegar.“ - sbt Mörg þúsund í jöklaferðum: Fræðsla betri vörn gegn slys- um en reglur BJÖRGUN Á LANGJÖKLI KRISTINN ÓLAFSSON Héldu kyrru fyrir og lifðu af Björgun skoskra mæðgina í vonskuveðri á Langjökli í fyrrinótt var kraftaverki líkust, segir björgunarsveitar- maður sem fann þau. Rétt viðbrögð urðu þeim til lífs. Fararstjóri segir óveður hafa komið fyrr en spáð var. hann við annan mann hafið leit að konunni. „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leið- angursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferð- ir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar. sigridur@frettabladid.is Óskað var eftir hjálp björgunarsveita klukkan hálfsex í fyrrakvöld. Um 300 manns voru kallaðir út og voru það félagar í björgunarsveitum af Suður-, Vestur- og Norðurlandi. Veður versnaði hratt í fyrra- kvöld og fóru björgunarsveitarmenn hægt yfir, einkum eftir að beygt hafði verið út af Kjalvegi og stefnan tekin á Skálpanesskála við rætur Langjökuls austanmegin. Þá var gripið til þess ráðs að ganga á undan bílunum sem festu sig ítrekað á spottan- um sem eru nokkrir kílómetrar. Að sögn Guðmundar Arnar Ástvaldssonar sem fann mæðginin voru hann og félagar hans um fjóra tíma að jökulrótum frá Reykjavík. Hann var í hópi fjögurra vélsleðamanna sem fann mæðginin um klukkan hálftvö í fyrrinótt. Þeir höfðu þá gert eina atlögu að jöklinum, snúið við og ráðið ráðum sínum og lagt svo aftur af stað í leit að mæðginunum. Þau fundust svo skammt frá ökuleið ferðalanganna, 20 til 30 metra þaðan að sögn Nikulásar Þorvarðarsonar. 300 manns kallaðir út Langjökull Skálpanesskáli Hvítárvatn Jar lhe ttu r Klukkutíma tók fyrir hópinn að fara frá íshelli austast í Jarlhettum, við rætur Langjökuls, að Skálpanesskála, á þeirri leið urðu mæðginin viðskila við hópinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.