Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 16
16 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 4 Velta: 6,6 milljónir OMX ÍSLAND 6 837,7+0,21% MESTA HÆKKUN MAREL +0,33% MESTA LÆKKUN ÖSSUR -0,31% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Airways 141,00 +0,00 ... Atlantic Petroleum 159,00 +0,00% ... Bakkavör 1,25 +0,00% ... Føroya Banki 146,00 +1,39% ... Marel 61,20 +0,33% ... Össur 163,00 -0,31% Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s lýsti því yfir í gær að Føroya Banki hefði verið sett- ur á athugunarlista og svo gæti farið að lánshæfiseinkunnir hans yrðu lækkaðar eftir kaup bank- ans á tólf útibúum Sparbanken á Fjóni og Jótlandi í Danmörku og á Grænlandi í síðustu viku. Kaup- verðið nam 7,5 milljónum danskra króna, jafnvirði rúmra 177 millj- óna íslenskra. Lánshæfiseinkunn Føroya Banka hljóðar nú upp á A3/P-2/ C-. Moody‘s segir í tilkynningu sinni að útibúin tólf séu stór í samanburði við umfang Føroya Banka. Það geti aukið rekstr- arkostnað bankans. Kaupin eru hins vegar ekki talin hafa áhrif á fjármögnun bankans, að mati Moody‘s. - jab Færeyingar fá gult spjald hjá Moody‘s Í ENDURSKOÐUN Kaup Føroya Banka á útibúum í Danmörku og Grænlandi eru talin auka rekstrarkostnað bankans. Janus Pedersen bankastjóri er hér fremstur á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Evrópskir fjárfestar eru sagðir bíða þess í ofvæni til hvaða ráða fjármálaráðherrar evruríkjanna ákveða að grípa varðandi skulda- vanda Grikklands. Fundur ráð- herranna hófst síðdegis í Brussel í Belgíu í gær. Samstarfsbræður þeirra í hinum aðildarríkjum Evr- ópusambandsins funda með þeim í dag. Fjölmiðlar vilja ekki rýna of stíft í kristalskúluna en telja ekki útilokað að ráðherrarnir ákveði að leggja drögin að hertum reglum aðildarríkja Evrópusambandsins svo þau keyri ekki út fyrir þær heimildir sem reglur ESB kveða á um. Þá er mjög líklegt að hver sem niðurstaðan verði í Brussel muni það hafa áhrif á önnur skuldsett ríki innan myntbandalagsins. Að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum gríska fjármálaráðuneytisins hefur komið í ljós að gríska ríkisstjórn- in átti frumkvæðið að því að gera skiptasamninga við nokkur fjár- málafyrirtæki, þar á meðal Gold- man Sachs í Bandaríkjunum, árið 2002. Bankinn veitti ríkinu lán upp á einn milljarð dala, jafnvirði um níutíu milljarða króna á þávirði, og setti það afborganir á eldri lánum í salt um nokkur ár. Við það jókst möguleiki Grikklands á inngöngu í myntbandalag ESB verulega. Slæm skuldastaða hins opinbera hafði einmitt komið í veg fyrir inngönguna þegar evran var tekin upp í hinum evruríkjunum árið 1999. Skýrslan er nú til umfjöllunar í gríska þinginu. Ljóst þykir að grísk stjórn- völd keyrðu langt út fyrir heim- ildir sínar en fjárlagahalli ríkis- ins jafngildir 12,7 prósentum af landsframleiðslu á sama tíma og skuldir hins opinbera eru í kring- um 120 prósent af landsfram- leiðslu. Þetta jafngildir því að Grikkir þurfa að nýta 15,1 prósent af öllum skatttekjum ársins til að greiða niður lánabaggann, að því er franska fréttastofan AFP hefur upp úr skýrslu matsfyrirtækisins Moody‘s um málið. Þetta er tvö- falt hærra hlutfall en stjórnvöld á Spáni og í Portúgal þurfa að leggja til hliðar á sama tíma til að greiða niður skuldir hins opin- bera. - jab Beðið fregna frá Brussel Grísk stjórnvöld eru talin hafa beitt brellibrögðum til að fá inngöngu í mynt- bandalag ESB. Þetta leiddi til skuldasöfnunar sem sligar nú gríska ríkiskassann. Framleiðsla Icelandic Water Hold- ings ehf. á Icelandic Glacial-lind- arvatninu hefur fengið sjálfbærn- ivottun Zenith International, sem í tilkynningu er sagt leiðandi ráð- gjafarfyrirtæki á sviði matar og drykkjar í Evrópu. Framleiðsla vatnsins, sem tappað er á flöskur í Ölfusinu til útflutnings, er sögð kolefnisjöfn- uð að fullu. Þá er uppsprettulindin sem fyrirtækið notar að Hlíðar- enda sögð endurnýjanleg að fullu, en vatnsflæði undan hrauni í Ölfu- sinu fer mestan part beint út í sjó. Eina uppsprettan á svæðinu er við Hlíðarenda, en fyrirtækið segist nota um 0,1 prósent af því vatni sem þar flæðir fram. - óká Zenith vottar sjálfbærnina Slæm skuldastaða Portúgala, Íra, Grikkja og Spánverja er talin geta ýmist leitt til greiðslufalls landanna eða að þeim verði sparkað úr myntbandalagi Evrópusam- bandsins. SKULDSETTUSTU EVRU-RÍKIN Halli á fjárlögum (hlutfall af GDP 2009 - áætlun) 80,3 84,0 76,7 116,7 82,5 84,6 66,3 82,9 124,9 Skuldir (hlutfall af GDP) * Áætlun árið 2010, Bretland er ekki í myntbandalaginu. Samkvæmt Maastricht-samkomulaginu má halli á fjárlögum evruríkja ekki verða meiri en þrjú prósent af landsframleiðslu á hverju ári og skuldir hins opinbera ekki meira en sextíu prósent af landsfram- leiðslu. HEIMILD: FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS/GRAPHIC NEWS Grikkland 12,7 Írland 11,7 Spánn 11,4 Portúgal 9,3 Frakkland 8,4 %% Ítalía 5,1 3,2 Þýskaland Bretland* 12,6 6,9 Meðaltalevrusvæðis FORSÆTISRÁÐHERRA FUNDAR Í BRUSSEL George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fékk miður gott bú í hendurnar þegar ríkisstjórn hans tók við í október í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Ég veit að áherslur Richard Vietor eiga erindi við okkur í núverandi stöðu, sérstaklega þá sem móta hér stefnu efnahagsmálum. Leiðarljós okkar í dag þurfa að vera hagsýni og raunsæi en hugmyndir Viet- ors byggja á hvoru tveggja,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs. Hann segir Vietor hafa mikla hagnýta reynslu af ráðgjöf við ríkisstjórnir um uppbyggingu efnahagsáætlana, með sérstakri áherslu á samræm- ingu stefnu og innviða. Richard Vietor, prófessor í alþjóðastjórnmálum og hagfræði við Harvard Business School í Bandaríkjunum, verður aðalræðu- maðurinn á Viðskiptaþingi Við- skiptaráðs á morgun. Vietor þekk- ir vel til í íslensku efnahagslífi og hefur búið til námsefni um það, sem kennt er ytra. Þingið er hald- ið undir yfirskriftinni „Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?“ - jab Reynslubolti hjá VÍ Seðlabankinn á ekki að soga til sín allt lausa- fé heldur opna leið fyrir það inn í atvinnulífið og lækka stýrivexti. Það skapar skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta og endurreisn hagkerf- isins. Þetta er á meðal þess sem lesa má úr áliti greiningarfyrirtækisins Gamma um fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans, sem birt var í síðustu viku. Gamma segir bank- ann í mótsögn við sjálfan sig. Á sama tíma og hann haldi stýrivöxtum háum og dragi til sín allt lausafé leiti hann eftir beinni erlendri fjárfestingu. Gjaldeyrishöftin og þau skilyrði sem hér eru veki ekki áhuga erlendra fjár- festa á íslenska hagkerf- inu enda hafi tilraunir í þá átt ekki skilað árangri. „Það virðist því enn vera sem svo, eins og við höfum áður reynt að benda á, að Seðlabanki Íslands vilji halda áfram sama leiknum og undan- farin ár, að laða til sín erlent skammtímafjár- magn í formi „vaxta- munaviðskipta“. Þetta fjármagn skapar lít- inn framtíðarhagvöxt og er ekki fjárfest í verkefnum sem skapa nauðsynlegan gjald- eyri í framtíðinni fyrir íslenskt þjóðarbú,“ segir Gamma. - jab Seðlabankinn í mótsögn Þeir viðskiptavinir Arion banka og Íslandsbanka, sem hafa nýtt sér úrræði bankanna og skuld- breytt erlendum lánum í íslensk- ar krónur, missa ekki rétt sinn fari úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur á æðra dómstig. Þetta kemur fram í tilkynning- um sem bankarnir sendu frá sér í gær eftir að gengistryggð lán í krónum voru úrskurðuð ólög- mæt. Í tilkynningunum kemur fram að á fjórða þúsund viðskiptavina Íslandsbanka fjármögnunar hafi nýtt sér úrræði bankans og rúm- lega eitt þúsund viðskiptavinir Arion banka. - jab Máttu breyta myntlánunum MÁR SEÐLABANKASTJÓRI Greining Gamma segir peningastefnunefnd Seðlabankans í mótsögn við sjálfa sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FINNUR ODDSSON Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir Richard Vietor eiga erindi við þjóðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍS LE N SK A SI A. IS M SA 4 86 72 0 2/ 10 á 1 lítra Kókómjólk FUNHEITT TILBOÐ Nýtt! Endurlokanlegar umbúðir Jóhann Ólafsson & Co NÚNA! SKIPTU OSRAM SPARPER UR ALLT AÐ 80% ORKU- SPARNAÐ UR SPARAÐU með OSRAM SPARPERUM.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.