Fréttablaðið - 16.02.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 16.02.2010, Síða 18
18 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Líðan okkar á leiðinni frá vöggu til grafar ræðst að verulegu leyti af því hverjum við erum samferða. Gjarnan er haft á orði hvað þessi eða hin hjónin séu heppin með börn sín þegar þau eru heilbrigð, vel gerð og dugleg. Sjaldnar er talað um hvað tiltekin börn séu heppin með for- eldra, en það er oftast lykillinn að farsæld þeirra. Vini, maka, nám og starfsvett- vang veljum við sjálf, en for- eldrar og afkomendur eru dálít- ið happdrætti. Sama má raunar segja um kennara. Þess vegna hef ég stundum sagt í mínum hópi, að mestu skipti að vera heppinn með foreldra og börn, en næst á eftir því kæmi góður kennari. Hvenær sem væri á námsferlinum, en helst fyrstu árin. Góð menntun og yfirburða- þekking gerir menn ekki endi- lega að góðum kennurum. Miðl- un til annarra á þann veg að hún veki skilning og lifandi áhuga á efninu er ekki öllum gefin, en þegar þetta tvennt fer saman, góð menntun og miðlun, þá er gaman. Ég held að kennarastéttin hér á landi sé almennt vel mönnuð og margir leggi mun meira af mörkum en þeim ber skylda til ef hagsmunir eða velferð nem- enda er í húfi. Og til eru kennar- ar sem hafa svo afgerandi áhrif á nemendur sína að þeir búa að því alla ævi. Góðum vini mínum gekk til dæmis ágætlega að læra í barnaskóla á sínum tíma, en þótti námið ekki sérlega áhugavert. Það var fótboltinn í frímínútun- um sem gerði skólann skemmti- legan. Á öðru ári í menntaskóla fékk hann kennara sem breytti hugsunarhætti hans og vinnu- brögðum til frambúðar. Þessum kennara þótti bersýnilega gaman í tímum. Hann kenndi fag sitt af eldmóði og áhuga, var líka tíð- rætt um ótal margt utan við efnið og nemendur voru með vakandi athygli alla kennslustundina. Hann virtist heima á öllum svið- um, engin spurning kom honum á óvart. Vinur minn sagðist ekki aðeins hafa fengið lifandi áhuga á þessu fagi, heldur á öllum öðrum fögum sem hann var í. Við að hlusta á þennan kennara rann upp fyrir honum hvað það hlyti að vera gaman að vita svona mikið. Þekkingarþorstinn var kominn til að vera. Viskan er víða Við lærum auðvitað víðar en í skólum. Þar fer fram hið form- lega nám. Heima bíða svo aðrir kennarar. Fyrirmyndirnar. For- eldrar, eldri systkini, afar og ömmur. Hvernig tala þau saman? Bera þau virðingu hvert fyrir öðru? Hvernig tala þau um vini sína og nágranna innan heimilis- ins? Þarna lærum við talsmáta og tungutak. Þarna nemum við still- ingu eða hömluleysi. Heiðarleika í samskiptum eða undanbrögð og útúrsnúninga. Foreldrar kenna meira með því sem þau eru, en því sem þau segja. Eru þau traust og sjálfum sér samkvæm eða uppstökkir orðhákar? Það er fáránlegt að veitast að hortugu barni eða unglingi sem svarar foreldrum sínum fullum hálsi, ef það er sama orðfæri og foreldr- arnir nota sjálfir við börnin og hvort annað. Hvenær sem er og oft óvænt verður líka á vegi okkar fólk sem kennir okkur eitthvað, oft án þess að vita af því. Segir kannski eitt- hvað sem opnar hólf í vitundinni sem við vissum ekki af, eða varp- ar nýju ljósi á eitthvað sem við töldum okkur vita allt um. Þetta þarf ekki að vera fólk sem við þekkjum. Það getur setið við hlið- ina á okkur í flugvél í eða staðið við hliðina á okkur á myndlistar- sýningu. Sjálf hef ég tvisvar setið í aft- ursæti í leigubíl erlendis meðan bílstjórinn sagði mér frá sjálf- um sér á leiðinni á flugvöllinn, annað skiptið í New York og hitt í London. Annar var múhameðs- trúar, og átti þrjár dætur sem allar voru vel menntaðar og gift- ar mönnum með sömu mennt- un og þær sjálfar, en hinn var fyrrverandi forstjóri, sem hafði misst vinnuna, átti eftir fáein ár í eftirlaun og ákvað að starfa sem leigubílstjóri þangað til. Þetta var í báðum tilvikum afar áhuga- verð innsýn í skoðanir og líf manna í stórborg. Kennarar og nemendur Á sama hátt og góðir kennarar og traustir foreldrar leggja grunn að framtíð barna og unglinga, horfir almenningur til þeirra sem eru að stjórna landinu í hans umboði. Á sama hátt og ósætti, spenna og óvissa móta börnin, mótast samfélagið af því hvernig fyr- irmyndir eru. Eru þetta góðir kennarar? Eða eru þetta nem- endur? Góðir kennarar UMRÆÐAN Friðrik J. Arngrímsson svarar félags- og tryggingamálaráðherra Hæstvirtur félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason, sendi útvegsmönn- um kveðjur í viðtali í Fréttablaðinu 13. febrúar 2010. Fátítt er að ráðherra noti viðlíka fúkyrði og Árni Páll viðhefur um útvegsmenn. Hann segir útvegsmann hafa „hegðað sér eins og spilafífl og apakett- ir út um allar koppagrundir og veðsett fyrirtæk- in upp í rjáfur til að fjármagna óskylt brask“. Þá heldur hann því fram að útgerðin haldi henni á floti með veikri krónu og kjaraskerðingu almenn- ings! Ráðherra félagsmála velur að sjálfsögðu það orð- færi sem hann telur henta til að koma sjálfum sér og málstað sínum á framfæri við almenning. Það væri hinsvegar æskilegt að hann umgengist stað- reyndir af meiri virðingu en fram kemur í þessu viðtali. Útvegsmenn hafa þannig ekki beðið um þetta lágt gengi íslensku krónunnar. Þvert á móti. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur beinlínis hvatt til þess að stjórnvöld geri ráðstafanir til að styrkja gengi krón- unnar. Víst eru dæmi um að sjávarútvegsfyrir- tæki keyptu hlutabréf í fjármálastofnun- um og töpuðu þeim fjármunum í hruninu mikla haustið 2008. Dæmi eru líka um að sjávarútvegsfyrirtæki fjárfesti í fyrirtækj- um í öðrum atvinnugreinum. Það er hins vegar ómálefnalegt að kalla þetta í einu lagi „brask“. Þar að auki eru skuldir af þessum toga einungis lítill hluti af heildarskuldum sjávarútvegsins. Annað mál er, að þúsundir Íslend- inga keyptu hlutabréf í fjármálastofnunum, þ.m.t. ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn. Verðskuldar þetta fólk nafnbótina „spilafífl og apakettir“? Á heimasíðu Alþingis má sjá að félagsmálaráðherr- ann Árni Páll Árnason á hlut í Byr hf. „skv. stofn- fjármiða að verðmæti kr. 5.621.117,-“. Var Árni Páll e.t.v. að stunda sjálfsskoðun þegar viðtalið var tekið? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Um ráðherra, spilafífl og apaketti JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Lífshlaupið og menntavegurinn FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Á sama hátt og góðir kennarar og traustir foreldrar leggja grunn að framtíð barna og unglinga, horfir almenningur til þeirra sem eru að stjórna landinu í þeirra umboði. Píslargangan Páskafastan hefst á miðvikudag og munu alþingismenn og ráðherrar lesa úr Passíusálmum Hallgríms Pét- urssonar í Grafarvogskirkju alla virka daga fram að páskum. Steingrímur J. Sigfússon ríður á vaðið og les upp fyrsta sálminn, Um herrans Kristí útgang í grasgarðinn, og má gera því skóna að Steingrímur geti lýst þrautagöngu frelsarans af þónokkurri innlifun eftir undangengið ár. Vel færi þó á að Steingrímur hleypti eins og einum útrás- arvíkingi að til að lesa tvær ljóðlínur: „Hlæjandi glæpa hljóp ég stig./Hefur þú borgað fyrir mig.“ Synd eða mistök? Árni Johnsen les upp þriðja Passíu- sálm: „Um herrans Kristí dauðastríð í grasgarðinum.“ Hugsanlegt er að örlitlar betrumbætur verði gerðar á upprunalega textanum þar sem orð- inu synd verði skipt út fyrir hugtakið tæknileg mistök. Ráð undir rifi hverju Í janúar skipaði Árni Páll Árnason félagsmálaráð- herra Mörð Árnason formann flótta- mannaráðs í stað Guð- rúnar Ögmundsdóttur. Guðrún tók því ekki vel og vildi meina að sér hefði verið bolað úr embættinu. Árni Páll sagði það ekki rétt og vildi meina að Guðrún hefði sagt af sér formennsku. Það sagði Guðrún ekki vera rétt. Hvað sem var nú rétt í því máli hefur félagsmálaráðherra nú skipað Guð- rúnu Ögmundsdóttur í innflytjenda- ráð sem fulltrúa mennta- málaráðherra til næstu fjögurra ára. Vonandi endurtekur sig ekki misskilningurinn um hvort Guðrún vill eða vill ekki vera í ráðinu. Mörður getur ekki alltaf hlaupið undir bagga. bergsteinn@frettabladid.is Fabrizio Marino á La Primavera “Sýndaregg” úr þrenns konar osti “Lystaukandi fyrst, gómsætt inní og svo keimur” Risotto með graskeri og shitake og dularfullu samspili af súru og sætu “Undir litríku teppi” Skógarganga að vetri með reyktri seljurót, sellerí og ímynduðum kavíar úr káli, rúsínum, steiktri salvíu og öðrum leyndardómi “Gong” Sindrandi bragð af berjum og sætum ávöxtum Austurstræti 9 - www.laprimavera.is - S. 561 8555 N iðurstöður skoðanakönnunar sem Viðskiptaráð Íslands hefur gert meðal forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja virðast sýna að meirihluti þeirra vill hvorki hafa krónuna sem þjóðarmynt né ganga í Evrópusambandið. Eitthvað er öfugsnúið við þessa afstöðu og furðulegt ef þeir sem hér stýra fyrirtækjum átta sig ekki á að í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið. Og þó, kannski er það ekki svo ótrúlegt í ljósi stöðu íslensks efnahagslífs. Þetta er hópurinn sem lagst hefur á árar við að koma okkur í þessa stöðu. Niðurstöður könnunarinnar, sem Capacent gerði fyrir Við- skiptaráð, verða kynntar í heild á Viðskiptaþingi 2010 á morgun. Gera má ráð fyrir að þá verði einhver til að gera grein fyrir tví- bentri afstöðu sinni til gjaldeyrismála þjóðarinnar og þess hvort hagsmunum hennar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Hringlandinn í afstöðunni til aðildar er mikill. Árið 2008 vildi þriðjungur ganga í sambandið, í fyrra voru það tveir þriðju, en minnihluti nú. Ávallt hefur þó þótt ljóst að krónan gagnist ekki sem framtíðarmynt landsins. Vangaveltum um einhliða upptöku annarrar myntar hefur fyrir löngu og með góðum rökum verið vísað út af borðinu. Nægir þar að nefna að með einhliða upptöku fæst ekki það bakland sem fjármálakerfi landsins myndi annars fá í myntsamstarfi, trúverð- ugleiki fjármálakerfisins væri að sama skapi minni og kallaði þar með á áhættuálag og hærri vexti. Ávinningur af slíku fyrirkomulagi nægir ekki til að kasta krón- unni og tæpast þörf á að fara með þá umræðu enn einn hringinn. Nóg er nú samt af hringavitleysu og gömlum draugum sem end- urtekið dúkka upp í umræðunni, sama hversu oft þeir hafa áður verið kveðnir niður. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Heims, skrifaði góða grein í Fréttablaðið 11. þessa mánaðar þar sem hann tiltók tólf sterk rök með Evrópusambandsaðild Íslands. Með því sem hann benti á er að kostnaður við það að standa utan Evrópusambandsins og Evrópska myntbandalagsins hafi verið óskaplegur. „Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið hefur þurft að borga margfalda vexti á við jafnaldra sína í öðrum löndum. Hrun krónunnar varð til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna er í skuldafjötrum,“ segir Benedikt í grein sinni og bendir á að nú sé svo komið að útlendingar vilji hvorki lána fé til Íslands né fjárfesta á landinu, þrátt fyrir að hér sé allt sem þurfi til þess að byggja upp góð fyrirtæki. „Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að temja sér þann efnahagslega aga sem þarf til þess að missa ekki tök á hagstjórninni í annað sinn.“ Með Evrópusambandsaðild og upptöku evru með aðild að Mynt- bandalagi Evrópu eru sterk rök sem ekki hafa verið hrakin, sama hversu hátt lætur í hræðsluáróðri og yfirborðslegum þjóðernis- hyggjurökum. Önnur smáþjóð sem jafnklofin var í afstöðu sinni til Evrópu- sambandsaðildar og Ísland var Malta. Þar bítast tveir flokkar um völdin og fyrir aðild 2004 var annar með og hinn á móti. Núna er leitun að þeim sem andsnúnir eru aðild og báðir flokkar vilja vera í Evrópusambandinu. Það segir sína sögu. Ný könnun meðal forsvarsmanna fyrirtækja: Furðuleg afstaða ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.